Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 11 DRAUMAR Níu mögur ár. J^YRIR fimmtán árum var ég fátækur, óþekktur listmálari. Ég átti mjög erf- itt uppdráttar og hafði mikl- ar áhyggjur. Ég þráði viður- kenningu og betri fjárhag. Oft var ég kominn á fremsta hlunn með að leggja árar í bát. Að ég ekki gafst upp, var að þakka frægum listamanni. Hann hældi mér og talaði kjark í mig, þegar öll sund virtust lokuð. Eitt sinn á þessum erfiðleika ár- um dreymdi mig draum þennan: Mér þótti ég fara inn í síma- turn og hringdi til þessa manns. Hann sagði: „Þér haf- ið valið erfitt hlutskipti. En að níu árum liðnum mun allt breytast til batnaðar.“ Ég mundi drauminn er ég vaknaði, og mér virtist það einkennilegt, að maðurinn skyldi segja það ákveðið, hve mörg mögru árin yrðu. Svo braut ég ekki heilann frekar um drauminn. Nú er ég kominn á græna grein. Ég er orðinn vel metinn listmálari og hef miklar tekjur. Mig dreymdi draum- inn sem sagt fyrir fimmtán árum. Nú eru liðin sex ár frá því að ég náði viðurkenn- ingu. Draumurinn rættist bókstaflega. — Mögru árin voru níu: Serafinersjúkrahúsið í Stokkhólmi Hin heimsfræga skurðlækningastofnun prófessors Herberts Olivecrona OÆNSKI prófessorinn, Herbert Olivecrona, hefur getið sér heimsfrægð, sem einn af beztu heilasjúkdómalæknum nútímans. Til hans koma sjúklingar með heilamein hvaðan- æva úr heiminum. Hvern dag gengur hann á hólm við dauðann í Serafinersjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „Það eru ekki meiri líkur til þess að menn deyi af heila- kýlum en að þeir vinni hæsta vinning í happdrætti.“ Þessi ummæli eru höfð eftir prófessor Herbert Olivecrona. Hann getur djarft úr flokki talað. Heilakýli og ýmsar aðrar meinsemdir má lækna með skurð- aðgerðum. En þær eru vandasamar. Hvað Olivecrona við- víkur, virðast þær leikur einn. Frá því farið var að beita skurðaðgerðum við heilameinsemdum, hefur dauðsföllum af völdum heilasjúkdóma fækkað úr 80% í 10%. En það eru ekki liðin nema tuttugu og fimm ár frá því heilaskurðlækningar hófust. Á þessu tímabili hefur skurðlækningum á Serafinersjúkra- húsinu í Stokkhólmi fjölgað frá 2—3 á ári, upp í h. u. b. tvö hundruð og fimmtíu. Og þessi aukning á heilauppskurðum er að mestu leyti einum manni að bakka. Þessi maður er Olivecrona prófessor. Hann fékk áhuga fyrir heilaskurðlækningum í námsför til U. S. A. árið 1919—20. Þrettánda nóvember 1922 gerði prófessorinn fyrsta heila- uppskurðinn. En nú hefur hann gert yfir tólf þúsund heila- skurðlækningar. Aðalástæðan til þess, að sjúklingur með heilameinsemd er ekki framar dauðadæmdur, er hinar miklu framfarir, sem orðið hafa í sjúkdómafræði Með því að blása lofti inn á heil- ann og taka röntgenmyndir af honum, er innan handar að marka meinsemdinni stað (lokalize) með 100% öryggi. Á síðustu árum hafa læknar gert heilaskurðaðgerðir í því augnamiði að lækna geðveiki. En það er ekki búið að sann- prófa gildi þessara skurðaðgerða. Menn hafa enn of stutta reynslu í þessu efni. En vonir standa þó til, að mikils megi af Framli. á bls. 14.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.