Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						28  26. nóvember 2009  FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Anna Margrét Ólafs-
dóttir skrifar um list-
greinakennslu
M
enntaráð samþykkti 
á fundi sínum þann 7. 
maí 2007 að setja á lagg-
irnar starfshóp til að gera 
úttekt á kennslu í listgrein-
um í grunnskólum Reykjavíkur. Þar 
sem miklar breytingar hafa orðið 
þetta kjörtímabil á stjórn borgar-
innar var fjórum sinnum skipað í 
hópinn. Undirrituð var formaður 
þess hóps sem nú hefur lokið verk-
efninu. Vegleg skýrsla hefur litið 
dagsins ljós. Helstu niðurstöður 
hennar verða kynntar áhugasömum 
í sal Menntasviðs Reykja-
víkurborgar á Fríkirkju-
vegi kl. 17 í dag.
Hlutverk starfshópsins 
var meðal annars að skoða 
hvernig kennslu er hátt-
að í þeim listgreinum sem 
kenna á samkvæmt Aðal-
námskrá grunnskóla, kanna 
hvernig listgreinakennarar 
skila sér inn í grunnskól-
ana að loknu námi og koma 
með tillögur að úrbótum. 
Þrír þættir einkenndu vinnu 
starfshópsins. Í fyrsta lagi rann-
sókn, sem var gerð af tölfræði- og 
rannsóknarþjónustu Menntasviðs 
og náði til allra grunnskóla borgar-
innar. Í öðru lagi vinnufundur með 
listgreinakennurum, sem var mik-
ilvægt innlegg í starfið, en hann 
sóttu yfir 100 listgreinakennarar. 
Í þriðja lagi fékk starfshópurinn 
ýmsa sérfræðinga á sinn fund.
Í rannsókn tölfræði- og rann-
sóknarþjónustu Menntasviðs var 
aflað víðtækra upplýsinga um 
stöðu listgreinakennslu á haustönn 
2008 í hverjum árgangi fyrir sig 
í öllum 36 almennum grunnskól-
um Reykjavíkurborgar. Menntun 
kennara, sem kenna listgreinar 
samkvæmt námskrá, var könn-
uð og aflað upplýsinga um starfs-
vettvang útskrifaðra listkennara. 
Skólastjórar svöruðu ítarleg-
um spurningalistum um fjölda 
kennslustunda og annað náms-
framboð í hverri þeirra fimm list-
greina sem fjallað er um í Aðal-
námskrá, menntun kennara og 
leiðbeinenda og fjölmarga aðra 
þætti. Tengiliðir úr flestum skól-
anna skráðu upplýsingar um verk-
efni á sviðum lista og menningar, 
þar á meðal heimsóknir á listvið-
burði og heimsóknir frá listamönn-
um í skólann. Vettvangsferðir 
skólabarna voru skoðaðar og aflað 
upplýsinga frá Listasafni Reykja-
víkur og Listasafni Íslands. 
Samtals voru stöðugildi í list-
greinum 135,8 í skólunum 36. 
Listgreinakennarar eru í 122,8 
stöðugildum, leiðbeinendur í 7 en 
almennir kennarar í 6 stöðugild-
um. Allir skólar höfðu textílkenn-
ara og myndmenntakennara, 33 
skólar höfðu tónmenntakennara, 
17 danskennara og og 15 leiklista-
kennara sem höfðu kennslurétt-
indi eða voru leiðbeinendur með 
sérmenntun í listgreininni. 
Í skýrslu starfshópsins eru 
gerðar átta tillögur til úrbóta. 
Það er ánægjulegt að segja frá 
því að ein þeirra er þegar komin 
í framkvæmd. Fjögur svið borg-
arinnar, Menntasvið, Leikskóla-
svið, Íþrótta- og tómstundasvið, 
og Menningar- og ferðamálasvið 
eru í samvinnu við Vinnumála-
stofnun farin af stað með tilrauna-
verkefni til sex mánaða sem felur 
í sér að ráðinn hefur verið menn-
ingarfulltrúi til að vinna að því að 
efla listsköpun og menningarlæsi 
meðal barna og unglinga í borg-
inni. Aðrar tillögur bíða afgreiðslu 
menntaráðs.
Höfundur er fulltrúi í Menntaráði 
og formaður starfshóps um list-
greinakennslu í grunnskólum.
Listgreinakennsla í grunnskólum
ANNA MARGRÉT 
ÓLAFSDÓTTIR 
UMRÆÐAN
Loftur Guttormsson 
skrifar um stóriðju 
O
pinber stjórnmálaum-
ræða síðustu vikurn-
ar um það hvernig bregð-
ast skuli við kreppunni 
á Íslandi ber vitni um að 
sumir stjórnmálaforingj-
ar eru ekki reiðubúnir að 
draga lærdóm af hrakföll-
um síðustu missera og taka til end-
urskoðunar þá stefnu sem flestum 
ber saman um að átti mikinn þátt 
í þeim. 
Í bakgrunni fjármálahrunsins er 
nýfrjálshyggjan. Hér var hún fram-
kvæmd á óábyrgari hátt en dæmi 
munu finnast um í okkar heims-
hluta. Matadorar hins einkavædda 
bankakerfis fengu að leika laus-
um hala og létu stjórnast af glýju 
skjótfengins gróða. Til þess nutu 
þeir velþóknunar þeirra stjórn-
málaafla, einkum Sjálfstæðis- og 
Framsóknarflokks, sem höfðu skap-
að þeim skilyrði til þess ábyrgðar-
lausa athæfis sem lýðum varð ljóst 
með hruninu. Þessi stjórnmálaöfl 
gáfu Landsvirkjun heimild til að 
vinna óbætanleg spjöll á íslenskri 
náttúru og veita álrisanum Alcoa 
starfsleyfi sem fékkst þó aðeins út 
á undanþágu frá alþjóðlegu sam-
komulagi um mengunartakmark-
anir (Kyoto-bókuninni). Flestum er 
nú ljóst að virkjunarframkvæmd-
irnar við Kárahnjúka og bygging 
Alcoa-verksmiðjunnar áttu drjúg-
an þátt í að magna upp það ástand, 
með ofþenslu og hávaxtastefnu, 
sem endaði í hrunadansinum. Ætti 
reynslan af þessu framferði öllu 
ekki að kenna mönnum að fátt er 
háskalegra velfarnaði einnar þjóðar 
en stjórnvöld og fjárfestingarbank-
ar sem í sameiningu láta skamm-
tímasjónarmið ráða ferðinni?
Úrræði ?Kárahnjúkaflokkanna?
Af yfirlýsingum forystumanna 
þeirra flokka (?Kárahnjúkaflokk-
anna?), sem öðrum fremur kölluðu 
hrunið yfir Íslendinga, verður því 
miður ekki séð að þeir hafi dregið 
lærdóm af því og tamið sér ábyrg-
ari stefnu. Valkosturinn, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn teflir fram sem 
kreppuúrræði, er atvinnustefna 
sem hefur að þungamiðju nýtingu 
orkulinda (jarðvarma og fallvatna) 
í þágu áframhaldandi stóriðju. 
Þar eru efst á blaði tvær risastór-
ar álverksmiðjur í Helguvík og á 
Bakka við Húsavík, auk stækkun-
ar þeirrar sem fyrir er í Straums-
vík. Formaður flokksins boðar að 
með slíkum framkvæmdum verði 
komist hjá því að auka skattaálögur 
á landsmenn til mótvægis við hinn 
gríðarlega halla ríkissjóðs. Skatta-
stefnu ríkisstjórnarinnar hefur for-
maðurinn kallað ?brjálaða? leið.
Hvað úrkosti í atvinnuuppbygg-
ingu varðar, er svipað uppi á ten-
ingnum hjá varaformanni Fram-
sóknar, Höskuldi Þórhallssyni (sjá 
grein hans í Fréttablaðinu 5. nóv. 
sl.). Svonefnda umhverfisvæna 
orku beri að nýta í þágu álvers á 
Bakka við Húsavík sem muni glæða 
atvinnulíf á Húsavík og öllu Norð-
urlandi. Ekki orð um það að var-
hugavert kunni að vera að halda 
áfram á þeirri braut sem atvinnu-
lífi á Austurlandi var mörkuð með 
Alcoa-verksmiðjunni þar.
Ekki verður komist hjá 
að minna á að Samfylk-
ingin slóst í lið með álvæð-
ingunni þegar hún greiddi 
götu Kárahnjúkavirkjun-
ar á Alþingi og í borgar-
stjórn. Það veldur sérstök-
um áhyggjum að heyra nú 
Jóhönnu forsætisráðherra 
taka undir stóriðjukröf-
urnar sem helsta úrræði í 
atvinnumálum Íslendinga. 
Hvar er ábyrgðarkenndin?
Þrennt vekur nú sérstaka athygli 
í málflutningi Kárahnjúkaflokk-
anna. 
Í fyrsta lagi er látið að því liggja 
að jarðhitasvæðin suðvestan- og 
norðaustanlands geti lagt fyrir-
huguðum tveimur risaálverum til 
þá orku sem þau munu þurfa á að 
halda fullbyggð þannig að komist 
verði að mestu hjá því að grípa til 
vatnsaflsvirkjana í gamla stílnum. 
Hvað álverið í Helguvík áhrær-
ir hefur þó Sigmundur Einarsson 
jarðfræðingur sýnt fram á að mikið 
vantar á hægt verði að virkja slíkt 
magn jarðvarma í náinni framtíð 
(sjá grein Sigmundar, www.smu-
gan.is, 13. nóv.). Hvað um álverið 
á Bakka? Eru horfurnar eitthvað 
betri þar hvað það varðar að beisla 
nægilega varmaorku fyrir full-
byggt álver? 
Í öðru lagi ? og nátengt hinu 
fyrrnefnda ? er látið eins og virkj-
anleg jarðvarmaorka muni á næst-
unni ekki aðeins duga til handa 
risaálverunum tveimur og stækk-
uðu álveri í Straumsvík heldur 
skapi hún nú þegar skilyrði fyrir 
ýmsar aðrar atvinnuskapandi 
framkvæmdir eins og netþjónabú í 
Sandgerði og á Keflavíkurflugvelli. 
Það verður að teljast ábyrgðarlaust 
athæfi hjá stjórnmálaforingjum að 
gylla fyrir þjóðinni ný atvinnu-
tækifæri á jafnfölskum forsend-
um. Eða hvernig skyldu þeir koma 
út ef brugðið væri á þá mælikvarða 
hinna nýja gilda sem nýafstaðinn 
þjóðfundur hefur boðað?
Í þriðja lagi er ljóst að Kára-
hnjúkaflokkarnir skirrast ekki við 
að nota kreppuástandið, sem þeir 
bera höfuðábyrgð á, til þess að leiða 
kjósendur til fylgis við áframhald-
andi álvæðingu landsins. Verði hún 
að veruleika munu allir helstu orku-
kostir landsins bundnir að miklu 
leyti einni atvinnugrein sem legði 
þá að líkindum til meirihlutann af 
öllu verðmæti vöruútflutnings frá 
landinu. Ef svo færi mundu ekki 
mörg þróunarlönd jafnast á við 
Ísland að efnahagslegri einhæfni. 
Loks blasir við að hrunið hefur 
orðið Kárahnjúkaflokkunum tilefni 
að kæfa í eigin röðum þann vott af 
umhyggju fyrir umhverfinu sem 
farið var að brydda á í málflutningi 
þeirra ?fyrir hrun?. Áframhaldandi 
álvæðing er nú boðuð rétt eins og 
hún sé óviðkomandi þeim ógnum 
sem nú steðja að mannkyni, losun 
gróðurhúsalofttegunda og hlýnun 
loftslags. Málflutningurinn fyrir 
áframhaldandi álvæðingu endur-
ómar hér þau skammtímasjónar-
mið sem réðu ferðinni hjá þess-
um sömu flokkum fyrir 2007. Þrátt 
fyrir hrunið er eins og ekkert hafi 
gerst. 
Höfundur er prófessor. 
Eins og ekkert hafi gerst
LOFTUR 
GUTTORMSSON
UMRÆÐAN
Steindór J. Erlingsson skrifar um lyfja-
fyrirtæki
S
ífellt koma fram fleiri sönnunargögn um 
að læknar við suma af helstu læknahá-
skólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vís-
indagreinar sem skrifaðar eru af huldu-
höfundum fyrir lyfjafyrirtækin?. Þessu er 
haldið fram í frétt sem birtist í New York 
Times 4. ágúst sl. og því bætt við að grein-
arnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef 
við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt 
vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókrat-
esareiðinn með þessu móti? 
Í nýlegri vísindagrein eftir bandaríska geðlækn-
inn Kenneth S. Kendler er því haldið fram að geðheil-
brigðisrannsóknir stjórnist of oft af hugmyndafræði-
legum rökum en ekki vísindalegum. Sem dæmi um 
þetta nefnir Kendler þá tilhneigingu innan geðlækn-
isfræðinnar undanfarna áratugi að finna einfald-
ar líffræðilegar skýringar á orsökum geðsjúkdóma. 
Hann segir slíkar skýringar ekki til. 
Sem dæmi um einfalda skýringu má nefna tilgát-
una um að orsök þunglyndis liggi í ójafnvægi í seró-
tónínbúskap heilans. Hér er um umdeilda tilgátu að 
ræða (SJE, Fbl., 8. janúar, 2009). Hún er lyfjaiðnað-
inum mikilvæg því algengustu þunglyndislyfin, sk. 
SSRI-lyf, eiga að lækna þetta ójafnvægi. Stundum er 
óheiðarlegum aðferðum beitt til að verja tilgátuna og 
lyfin.
Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítar-
lega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline 
(GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á 
virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem ?jákvæða?. Um er 
að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þung-
lyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the Amer-
ican Academy of Child and Adolescent Psychiatry 
(JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið 
?sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í ungl-
ingum og almennt vel þolað?. 
Í umræddum greinum kemur hins vegar 
fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja ann-
arra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra 
lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í ungling-
um, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverk-
anir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar 
neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu 
lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var 
ákveðið að birta rannsóknina sem ?jákvæða? 
og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæf-
ir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein 
um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækis-
ins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu ?höfundar? rann-
sóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á 
greininni þar til handrit var sent til birtingar.
Rétt er að taka fram að þótt því sé haldið fram 
í texta JAACP-greinarinnar að Seroxat sé gott til 
þess að meðhöndla þunglyndi í unglingum eru allar 
neikvæðu niðurstöðurnar birtar í töflu í greininni. 
Þrátt fyrir töfluna virðist blekkingarleikur GSK hafa 
tekist vel því af þeim 153 greinum sem vísað hafa í 
virkni lyfsins í rannsókn 329 er því haldið fram í 68 
greinum að virknin sé jákvæð. Lesandinn gæti skil-
ið 54 aðrar greinar sem svo að virkni Seroxats sé 
jákvæðari en niðurstöðurnar gefa til kynna. Í ein-
ungis 31 grein er rétt greint frá niðurstöðunum og í 
12 þeirra eru ?höfundar? greinarinnar sérstaklegar 
gagnrýndir fyrir blekkingarleikinn. 
Að undanförnu höfum við orðið vitni að því hvern-
ig hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og gróða-
fíkn hefur leitt íslenskt samfélag í miklar ógöngur. Á 
hliðstæðan hátt hefur serótónín-hugmyndafræðin og 
gróðafíkn varpað dimmum skugga yfir þróun, mark-
aðssetningu og mögulegan lækningamátt SSRI-þung-
lyndislyfja. Þennan blekkingarleik mikils minnihluta 
geðlækna og lyfjaiðnaðarins verður að stöðva.
Höfundur er vísindasagnfræðingur.
Lyfjafyrirtæki og blekkingar 
STEINDÓR J. 
ERLINGSSON
      Mikið
úrval af 
kuldafatnaði
á börnin
5.990kr.
Verð frá
Kuldabuxur
13.990kr.
Verð frá
Kuldagallar
8.990kr.
Verð frá
Stærðir 80-120
Stærðir 128-174
Úlpur
10.990kr.
Verð frá

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72