Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 44
40 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Tímaritið US Weekly heldur því fram í nýjasta hefti sínu að leikkonan Angelina Jolie þoli ekki forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. „Hún hatar hann. Henni finnst mikilvægt að sinna menntamálum og finnst Obama of upptekinn af velferðarmálum. Henni finnst hann vera dulbúinn sósíalisti,“ var haft eftir heimildar- manni. Þolir ekki forsetann MEÐ SKOÐANIR Angelina Jolie þolir ekki Barack Obama. Miley Cyrus hefur átt góðu gengi að fagna bæði sem söngkona og leikkona í þáttunum Hannah Montana. Miley, sem er aðeins sautján ára, þénaði hún hvorki meira né minna en 25 milljónir dala á síðasta ári. Hún á þó sitt eigið átrúnað- argoð, söng- konuna Beyoncé, og í viðtali við bandaríska tímaritið Seventeen segist hún vilja feta í hennar fót- spor. „Ég vil verða eins og Beyoncé, hún er hin fullkomna kona. Þegar maður horfir á hana hugsar maður; „Hvernig ætli einkalíf hennar sé?“ Maður sér hana og hugsar: „Þessi stelpa er súper- stjarna.“ Manni er sama um allt annað en tónlistina hennar.“ Miley dýrkar Beyoncé MILEY CYRUS Victoria Beckham hefur verið valin óheilbrigðasta fyrirmynd síðustu 50 ára. Samkvæmt heim- ildum breska dagblaðsins The Sun leiddi könn- un sem gerð var á meðal ríflega 60 lík- amsræktarf- römuða í ljós að Victoria þykir allt of grönn. Vilja þeir meina að holdafar henn- ar sé ekki frá náttúrunnar hendi, heldur haldi hún sér tággrannri með því að borða of lítið. Ged Musto, einkaþjálfari sem tók þátt í könnuninni, segir Vict- oriu hafa tekið kaloríutakmörk- un á nýtt plan. „Holdafar hennar er tilkomið vegna næringarskorts og allt of mikillar líkamsræktar. Hún er slæm fyrirmynd.“ Valin versta fyrirmyndin VICTORIA BECKHAM Þrír mánuðir eru þangað til Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles. Nú þegar eru menn farnir að spá því að samkeppnin í flokknum Besta myndin verði sú harðasta í langan tíma. Til þess að hressa upp á Óskars- verðlaunin og gera þau vinsælda- vænni brá Óskarsakademían á það ráð að fjölga myndunum, sem keppa í flokknum Besta myndin, úr fimm í tíu. Síðast kepptu tíu myndir um Óskarinn árið 1944 og verður því áhugavert að fylgjast með þessari óvæntu breytingu. Þá bar Casablanca sigur úr býtum og er hún ein af hinum sígildu mynd- um kvikmyndasögunnar. Margar myndir hafa verið nefndar til sögunnar sem mögu- legir kandídatar á næsta ári, þar á meðal myndir sem hingað til hefðu líklega aldrei hlotið náð fyrir augum akademíunnar. Þar má nefna Star Trek-mynd JJ Abrams, Avatar eftir James Cameron, sem margir bíða með mikilli eft- irvæntingu, og geimverutryllinn District 9 sem sló óvænt í gegn í sumar. Nine, byggð á samnefnd- um söngleik á Broadway, er einnig talin gott Óskarsefni enda er leik- stjórinn Rob Marshall hinn sami og gerði söngvamyndina Chicago. Hún vann Óskarinn sem besta myndin árið 2003. Clint Eastwood er alltaf líkleg- ur þegar Óskar frændi er ann- ars vegar. Nýjasta myndin hans, Invictus, þykir líkleg til afreka. Hún gerist í Suður-Afríku og fjall- ar um það hvernig þáverandi for- seti landsins, Nelson Mandela, fékk þjóðina til að sameinast yfir ruðn- ingsliði landsins þegar það vann heimsmeistarakeppnina árið 1995. Ekki skemmir fyrir að gæðaleik- arinn Morgan Freeman fer með hlutverk Mandela en hann lék síð- ast fyrir Eastwood í Million Dollar Baby. Einnig fer Matt Damon með eitt aðalhlutverkanna. The Hurt Locker í leikstjórn Kathryn Bigelow, sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak, gæti komist á topp tíu, rétt eins og Inglorious Basterds, stríðsópus Quentins Tarantino. Báðar hlutu þær mjög góða dóma þegar þær voru frumsýndar í sumar. Aðrar myndir sem þykja lík- legar eru Precious, sem fjallar um menntaskólanema sem þjá- ist af offitu, The Road með Viggo Morten sen í aðalhlutverki og A Serious Man, nýjasta mynd Coen- bræðranna. The Lovely Bones í leikstjórn Peters Jackson gæti einn- ig komið til greina ásamt teikni- myndinni Up. Síðan er spurning hvort Brothers, sem Sigurjón Sig- hvatsson framleiðir, komist í hóp hinna tíu bestu en Sigurjón ætlar að eyða fjögur hundruð milljónum í Óskarsherferð vegna myndarinnar. Með aðalhlutverkin fara Jake Gyl- lenhaal og Tobey Maguire. Það er því ljóst að samkeppnin um bestu myndina gæti orðið mjög hörð og líklega verða þar myndir sem hingað til hafa ekki þótt nógu listrænar til að komast í hóp hinna fimm útvöldu. Tilkynnt verður um tilnefningarnar 2. febrúar og því munu vangaveltur kvikmyndaspek- úlanta halda áfram sem aldrei fyrr á næstu mánuðum. Óskarskapphlaupið hafið INVICTUS Morgan Freeman og Matt Damon í nýjustu mynd Clints Eastwood, Invict- us. w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Vi iwa vandaðar danskar veggsamstæður Kr. 150.900,- Dagskrá 13.00. Setning. Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. 13.10. Þjónusta eða sjálfræði? Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og lektor við Menntavísinda- svið Háskóla Íslands. 13.30. Hugmyndafræði og saga samtaka um sjálf- stætt líf. Adolf D. Ratzka, Ph.D. stofnandi og forstjóri Stofnunar um sjálf- stætt líf í Svíþjóð. 13.50. Tilraunaverkefni um notendastýrða þjón- ustu á Íslandi – helstu niðurstöður. María Játvarðardóttir, félagsráðgjafi. 14.10. Kaffihlé. 14.30. Sjálfstætt líf og Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Adolf D. Ratzka, Ph.D. 14.50. Leiðin framundan. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir formaður Samtaka um sjálfstætt líf á Íslandi. 15.10. Leiðin framundan. Hallgrímur Eymundsson talsmaður um stofnun miðstöðvar um NPA. 15.30. Ráðstefnuslit. Guðmundur Magnússon formaður ÖBÍ. Að ráðstefnu þessari standa FFA - Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, Félags- og trygginga- málaráðuneytið og Öryrkjabandalag Íslands. Aðilar að FFA eru: Ás styrktarfélag, Landssam- tökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ráðstefnan er liður í Progress áætlun Evrópu- sambandsins gegn mismunun. Ráðstefnustjóri: Gerður A. Árnadóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Erindi á ráðstefnunni verða þýdd á táknmál og tónmöskvakerfi verður í boði. Fyrirlestrar Adolfs D. Ratzka fara fram á ensku en rittúlkaðir yfir á íslensku. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram hjá Öryrkjabandalagi Íslands í síma 530-6700 eða í tölvupósti anna@obi.is Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) Sjálfstætt líf, tálsýn eða veruleiki? Ráðstefna í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 3. desember 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.