Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 32

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 32
TATARAR Tatarar liafa heldur betur látið að sér kveða. Hljóm- plata þeirra með lögunum „Dimmar rósir“ og „Sand- kastaiar“ bendir ótvírætt til þess, að hér séu mjög efni- legir hljómlistarmenn á ferð- um. Þegar þess er gætt, að þetta er í fyrsta skipti að Talarar leika inn á hljóm- plötu verður ekki annað sagt en að útkoman sé furðulega góð. Hverju eintaki plötunn- ar fylgir bæklingur með upp- lýsingum um liðsmenn hljómsveitarinnar. Þar kem- ur fram, að uppliafsmaður Tatara er Árni Blandon. Hann stofnaði í uppliafi Iiljómsveit með heitinu Tac- ton, sem síðar var sliírð „Bláa bandið“. Ekki gaf það heiti góða raun, ])vi að erf- itt var að fá vinnu meðan hljómsveitin hét því nafni. Þá var hljómsveitin enn einu sinni skirð og hét nú Dýr- lingar. Þegar mannaskipti urðu nokkru siðar þótti til- hlýðilegt að taka upp nýtt 32 VIKAN 46 tbl- heiti — og þá varð heitið Tatarar fyrir valinu. Áður en Tatarar léku inn á plötuna, voru þeir lítl þekktir og höfðu lítið komið fram opinberlega. Við minn- umst þess þó að hafa heýrt þá og séð á sumarhátíð í Húsafellsskógi sumarið ‘68, en þar tóku þeir þátt í keppni um titilinn „Táningaliljóm- sveitin 1968“. Auk Árna skipa hljóm- sveitina Stefán Eggertsson, Magnús Magnússon, Jón Ól- afsson og Þorsteinn Hauks- son. Allir eru þeir i skóla ut- an Jón. Árni, Stefán og Magnús eru í menntaskóla og Þorsteinn i tónlistarskóla. Er skiljanlegt, að þeir hafi ekki mikið tóm til að vera mikið á kreiki jafnhliða ströngu námi. Árni er gítarleikari hljóm- sveitarinnar. Hann getui' einnig gripið i munnliörpu og harmonikku. Hann liefur fengizt við að setja saman lög, og samdi m. a. lagið „Dimmar rósir“, sem er hið ágætasta verk. í laginu „Sandkastalar“ er ])að Árni, sem leikur á munnhörpuna, en það- ágæta hljóðfæri hef- ur sjaldan heyrzt á íslenzk- um hljómplötum. Af inn- lendum hljómsveitum hefur Árni mest dálæti á Júdas, en af erlendum hljómsveitum eru Blood Sweat and Tears í fyrsta sæti. Orgelleikari liljómsveitar- inriar, Þorsteinn Hauksson, hefur vakið verðskuldaða al- hygli fyrir ágætan leik i lag- inu „Dimmar rósir“. Þor- steinn er enginn nýgræðing- ur í músikinni. Hann hefur stundað nám í pianóleik við Tónlistarskólinn i sjö ár og hyggst Ijúka þaðan hrottfar- arprófi. Hljóðfæri Þorsteins (Hammond) er hinn merki- legasli gripur, en ekki er hann öfundsverður af að flytja það milli dansliúsa, því að það vegur 200 kíló! Þorsteinn hefur mesta ánægju af klassískri tónlist, en einnig þykir honum gam- an að þjóðlögum, jazz og hlues. Trommuleikari Tatara er Magnús Magnússon. Trommuspil hans á plötunni er mjög vel útfært. Magnús hefrir mest dálæti á jazz og SCTIÞ ANDRÉS INDRIÐASON framúrstefnumúsik ame- í’ískra pop-jazz hljómsveita. Af innlendum hljómlistar- mönnum þykir honum mest til Péturs östlund koma. Að loknu stúdentspdófi hyggst Magnús nema sálarfræði með félaga sína i hljómsveil- inni sem væntanlega við- skiptavini! Bassaleikari er Jón Ólafs- son. Hann er yngstur þeirra félaganna, 17 ára. Jón hefur leikið á bassa í fjögur ár og komið viða við. Meðal liljóm- sveila, sem hann liefur leik- ið með, eru Sónel og Zoo. Af innlendum hljómsveitar- mönnum hefur Jón mest dá- læti á gítarleikurunum Björg- vin Gislasyni í Náttúru og Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.