Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 30
Óðmenn eins og þeir voru. Myndin er tekin í myndstúdíói sjónvarpsins. Frá vinstri: Jóhann, Finnur og Ólafur. Reynir Harðarson, hinn nýi trommuleikari Óðmanna. BREYTINGAR HJÁ ÓBMBNNBM Á næstunni kemur á markað- inn tveggja laga hljómplata með hljómsveitinni Óðmönnum. Lög- in á plötunni eru Spilltur heim- ur og Komdu heim, bæði eftir Jóhann G. Jóhannsson, bassaleik- ara hljómsveitarinnar, og hvort öðru betra. Þó ber Komdu heim af; það er að segja melódían, en texti hins lagsins er aftur á móti betri, og ætti nafnið að vera nægileg skýring á innihaldi hans. Það eru S.G.-hljómplötur sem gefa plötuna út, en Óðmenn fóru til London í byrjun vetrar og hljóðrituðu þar fjögur lög á tvær litlar plötur. Seinni platan mun koma út í marz-apríl — „allt eft- ir því hvernig sú fyrri gengur,“ eins og Jóhann Jóhannsson sagði okkur. Upprunalega ætlaði Fálkinn að gefa út tveggja laga plötu með hljómsveitinni, og voru bæði lög- in hljóðrituð hér heima og flutt í sjónvarpsþætti piltanna í haust. En þeir voru ekki ánægðir með þá upptöku og vildu fara til London þar sem möguleikar eru á betri upptökutækni. Þótti for- ráðamönnum Fálkans fyrirtækið of dýrt og vafasamt og því varð úr að S.G.-hljómplötur tóku yfir. Þetta er fyrsta „blues“-platan sem kemur á markaðinn og verð- ur fróðlegt að fylgjast með hvernig gengur. Og á næstunni hyggja Óðmenn á breytingar í hljómsveitinni. — Ólafur Garðarsson, hinn frábæri trommuleikari þeirra, er að hætta og í staðinn kemur Reyn- ir Harðarson, sá sem áður lék með Heiðursmönnum. „Þetta er allt gert í mesta bróðerni," sagði Jóhann. „Óli vill gjarnan reyna eitthvað nýtt og það sama er að segja um okkur Finn, svo við töldum að betri út- koma næðist með þessu. Ég hef mikið álit á Óla sem trommu- leikara, en þar sem við ætlum nú að reyna að breyta örlítið um stíl, ef svo má orða það, þá telj- um við að Reynir henti okkur betur. Meiningin er nefnilega sú að við höfum verið að gera til- raunir með lægri músik og fínni og þar er Reynis „deild“. Óli fer aftur á móti í Náttúru, og ef ég á að segja fyrir mig, þá held ég að Óli eigi meira heima þar, því hann er það sterkur trommari og ég hef trú á því að hans . beat“ falli betur inn í þá hljómsveit. Nú, og ef fólki ekki líkar þess- ar breytingar sem við ætlum að gera, eða sú músik sem við flytj- um, þá er ekkert um annað að gera en að hætta. — Við ætlum ekki að fara út í það að spila kúlutyggjómúsik." ☆ J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.