Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 23
í allar áttir. Eftir það voru aðeins tveir eftir af hópnum. Hvað varð af hinum vissum við eklci þá, en fyrir einhver óskiljanleg atvik hittumst við allir við landamærin! Við komum til smábæjar, sem heitir Da- wang, langt austur í Assam; hann hafði áður heyrt undir Tíhet en var nú Ind- landsmegin við landamærin. Þarna var það öruggt, að við þorðum að iivíla okkur i 4 sólarhringa. Það var dásam- legt að sofa og fá nokkurn veginn fylli sina. Sú leið sem við höfðum farið, var einhver erfiðasta og hættulegasta leið- in í Tibet. Við gátum ekki verið um kyrrt í Da- wang. Það var of hættulegt, bæði okkur sjálfum og heimamönnum. Við áttum ennþá eftir þriggja vikna ferð til frels- isins. Þessar vikur voru ef til vill erfið- ari en hinar, sem við vorum búnir að ganga í gegnum. Við vorum ekki vanir Koparkatlar og könnur er slegið silfri. því loftslagi sem nú tók við. Þetta var hitabeltisskógur, svo rakur að við sáum varla til himins fyrir mistrinu. Nú vor- um við komnir í 40 gráðu rakan hita. Við vorum búnir með matinn, sem við fengum í Dawang, - það var reyndar ekki mikill matur og margir um hann. Við hefðum eflaust getað skotið fugla og dýr okkur til matar, en við Tíbetbú- ar gerum það ekki. Vatnið var svo fúlt að við þorðum ekki að drekka það, svo við urðum að lála okkur nægja að sjóða nellusúpu. En við urðum veikir af henni, það virtist ekki hægt að losna við eitrið á þessum slóðum. Svo vorum við líka mjög kvalin af skorkvikindum. Einn af siðustu dögum flóttans, komu flugvélar í Ijós yfir okkur. Við flýttum okkur í skjól, en það komu engar sprengjur, þetta var matur, sem kastað var til okkar. Enn þann dag í dag vit- um við ekki hvaðan þessi matur kom. Þegar við komum til Indlands, átti ég aðeins tvo anna i vasanum, það dugði rétt fyrir einum bolla af tei. Við söfn- uðumst ])ai’na saman, nokkrir flótta- menn, og áttum mjög erfitt uppdráttar. Ég sekli úrið mitt, byssuna og allt sem ég gat fengið peninga fyrir, en það var ekki lengi etið upp. Að lokum neyddist ég til að betla daglegt viðurværi, og ég var ekki einn um það. Fyrir fjórum árum kom þessi ungi Lamastúdent til Noregs. í eitt ár var hann kennari og prestur í skóla fvrir drengi frá Tibet, í Gjövik í Noregi. — Drengirnir höfðu þá lokið við gagn- fræðaskólanám og nú stóð fyrir dyrum að læra eitthvað til að hafa ofan af fyr- ir sér í framtíðinni. Og Thubten ætlaði líka að læra einliverja iðn. Honum var boðið að taka þátt í iðnnámi með hinum piltunum, vildi hann verða vélsmiður, rafvirki, eða byggingameistari? Eða óskaði hann eftir því að verða kennari? — Nei, takk, svaraði Thubten, — ég vil verða ljósmyndari og kvikmynda- tökumaður. Reyndar voru allir piltarnir í skólanum í Gjövik lirifnir af mynda- Slík listaverk verður að varðveita, og taka af þeim myndir, fyrir komandi kynslóðir. töku. Þeir klipptu út allar myndir, sem komu af þeim í blöðunum, það var eins og dýrmæt gjöf. Var það þetta, sem hafði lokkað hann. Gat hann orðið að nokkru gagni fyrir þjóð sina með slíkri menntun? Ég var beðinn að tala við þennan unga pilt, segir presturinn í Gjövik. — Ég var jafnvel beðinn að fá liann ofan af þessu. Pilturinn sem ég hitli var föl- ur og magur, augun djúpstæð. Hann var ólíkur hinum piltunum í skólanum, sem voru hraustlegir og virtust búa vf- ir ótæmandi orku. Thubten var svo f jarrænn, að ég gekk varlega til iians. — Hvers vegna viltu verða ljós- myndari, Thubten? Feimnislega andlitið ljómaði af áhuga og hann gat varla komið upp orði. — Vegna þess að það eru engir mvndasmiðir í Tibet. Hugsið ykkur hvað ég get gert með myndum, ég get sýnt allt sem ég upplifi sjálfur. Okkur vantar myndir, til að senda með blaða- greinum, út um allan heim; myndir í kennslubækur lianda okkar eigin fólki; myndir í annála fyrir afkomendur okk- ar. Og siðast en ekki sizt, myndir af listmunum, sem við höfum framleitt og framleiðum i flóttamannabúðunum og seljum út um allan Iieim. Þar eru ofin fögur myndskrevtt teppi, búin til Framhald á bls. 50. 2°. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.