Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						+*im&
EFTIR LUPUS
nm
Barátta lAlþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins um
frumkvæðið í hafnfirzkum
stjórnmálum var svo hörð
árin milli heimsstyrjaldanna,
að aðrir flokkar máttu sín
þar einskis. Svo var um Sós-
íalistaflokkinn allt til 1946,
þegar Hermann Guðmunds-
son hauð sig fram þar í kaup-
staðnum við alþingiskosning
arnar á hans vegum, hlaut
410 atkvæði og rak lestina
sem landskjörinn þingmað-
ur. Hann gerðist hins vegar
hrátt afhuga sálufélagi við
Brynjólf Bjarnason og Ein-
ar Olgeirsson og dró sig í hlé
að loknu kjörtímabili. Magn-
ús Kjartansson ritstjóri vald-
ist þá til framboðs í stað
Hermanns og átti svipuðu
fylgi Hafnfirðinga að fagna
1949, en varð að láta sér
nægja fyrsta varamannssæti
Sósíalistaflokksins og að vera
á gægjum í anddyri alþingis-
bússins. Árið 1953 tapaði svo
Magnús fjórðungi þeirra at-
kvæða, sem komu í hlut Her-
manns Guðmundssonar 1946,
og lenti i fjórða varamanns-
sæti  flokks  síns  við  lítið
24 VIKAN  20- tbl-
frægðarorð. Virtist þar með
úti um framavonir hans, þó
að breyting yrði í því efni
síðar. Kom þá Geir Gunnars-
son allt í einu ungur og
óreyndur til sögunnar sem
foringi hafnfirzkra sósíalista.
Aðdragandi þessara tíðinda
var einkum bæjarstjórnar-
kosningarnar í Hafnarfirði
1954. Tókst samvinna með
Alþýðuflokknum og Sósíal-
istaflokknum upp úr þeim,
og valdist Geir Gunnarsson
varabæjarstjóri af hálfu sós-
ialista. Þótti hann kænn og
sleipur í því starfi og var-
bugaverður andstæðingum og
keppinautum. Vænkaðist svo
pólitískur hagur hans drjúg-
um 1956 við stofnun Alþýðu-
bandalagsins, sem olli nokkru
róti í Hafnarfirði, meðan enn
fór sæmilega á með Hannibal
Valdimarssyni og leiðtogum
Sósíalistaflokksins.
Geir Gunnarsson fæddist i
Hafnarfirði 12. apríl 1930 og
er sonur Gunnars I. Hjör-
leifssonar sjómanns þar og
konu hans, Bjargar Björg-
ólfsdóttur. Hann varð gagn-
fræðingur  úr  Flensborgar-
skóla 1947, en lauk stúdents-
prófi í Reykjavík 1951 og
las siðan viðskiptafræði við
Háskóla íslands. Geir réðst
skrifstofustjóri Hafnarfjarð-
arbæjar og varabæjarstjóri
strax að loknu háskólaprófi
1954 og gegndi þeim starfa
til 1962 jafnframt því, sem
hann var varabæjarfulltrúi
Sósíalistaflokksins. Átti hann
og sæti í útgerðarráði Bæjar-
úlgerðar Hafnarfjarðar og
húsnæðisnefnd kaupstaðar-
ins sama áraskeið og virtist
staðráðinn að helga sig
stjórnmálum.
Mörgum kom á óvart, hvar
Geir Gunnarsson skipaði sér
í fylkingu. Hann þótti hæg-
látur i æsku, en kreppuárin
móluðu bins vegar skoðanir
lians og viðhorf og skáru
sennilega óbeint úr um póli-
líska tilburði mannsins.
Hafði Geir fyrr en varði tek-
ið ákvörðun og valið sér
blutskipti. Þá kom til sög-
unnar sú atbyglisverða stað-
reynd, að atvinnumennska
islenzkra stjórnmálamanna
fer ekki eftir flokkum held-
ur tækifærum.  Geir Gunn-
arsson átti kost hennar að
loknu námi og lét gjarnan
til leiðast. Síðan hefur hon-
um aldrei dottið í hug að
snúa við á þeirri braut. Og
Geir hefur komizt upp með
fyrirætlun sína allt til þessa.
Hann heyir baráttuna um
áhrif og atkvæði i hagsmuna-
skyni og gengur til þess leiks
af festu og kappi, en einnig
þeirri heppni, sem forlögin
skammta.
Byrjunin reyndist sýnu
auðveldari en vænta mátti.
Geir valdist frambjóðandi Al-
þýðubandalagsins í Hafnar-
firði við alþingiskosningarn-
ar 1956. Átti hann stórauknu
fylgi að fagna og bar úr být-
um 540 atkvæði. Þau nægðu
honum ékki til þingmennsku,
en horfurnar á þeirri upp-
lie'fð virtust ærnar. Hins veg-
ar varð Geir fyrir vonbrigð-
um i vorkosningunum 1959.
Hlaut hann þá að sætta sig
við 328 atkvæði i Hafnar-
firði, en þau úrslit voru hon-
um eigi að síður dýrmætur
ávinningur. Hreppti hann
annað sæti á framboðslista
Alþýðubandalagsins í Beykja
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52