Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 27
— Þessi mynd tók af mér völdin. Hún sagði: Ég vil fá svartan lit og þennan arm hérna, en ekki þarna. Enda kall- aði ég hana Ego. — ... við ættum að þekkja mann- skcpnuna nógu vel til að vita að alltaf vcrða til einhverjir sem vilja éta meira en aðrir . . . þess vegna er Egó búinn hníf- um til að verja fjöreggið . . . „Eins og úr launsátri búast vélmennin til árásar, úr öllum áttum ota þau . . . hníf- unum", Úr listdómi svissneska rithöfundarins René Scherrers um sýningu Jóns Gunnars í Gallerí Súm. — Þarna höfum við eitthvað sem er mjúkt og þægilegt viðkomu og býður manni faðminn . . . ekki eftir RFay Bradbury. Þar er lýst bjartari tækniframtíð mann- kynsins, en þar var líka kvikindi sem var kallað Hound- dog. Þetta var vél, róbot, og í hana var sett gataspjald með öllum mögulegum upplýsingum um hina og þessa menn. Og ef einhver þeirra gerði eitthvað af sér, þá tók vélin við sér, elti hann uppi og drap hann með eitur- broddi. Þetta var annars ósköp þægileg vél, enda ætluð til heimabrúks. Eigendur vélarinnar voru brunaliðsmenn, sem höfðu það verkefni að safna saman bókum og brenna þær — þetta gerist langt frammi í tíðinni, vitaskuld. Og Hound-dog var varðhundur. — Læturðu íremur stjórnast af tilfinningu, þegar þú gerir myndir þínar, en að þú skipu- leggir þær nákvæmlega fyrir- fram? — Það er ýmist. Þessa mynd gerði ég beinlinis samkvæmt til- finningu. En það gekk aldrei svo langt að hún tæki völdin af mér. En það gerði aftur á móti þessi svarta þarna, þegar ég var búinn með grindina og farinn að vinna með hana. Hún sagði: ég vil fá svartan lit. Ég vil ekki hafa þennan arm hérna, heldur þarna. Það var kannski sumt í þessu sem kom ekki heima við mitt formskyn, en það varð að hafa það. Hún tók af mér völdin, enda kallaði ég hana Egó. Jón Gunnar stóð upp og benti á umrædda mynd, sem reis hér upp við einn veginn og ber nokkuð óhugnanlegan skrímslissvip, minnir einna helst á risakolkrabba, en hér stendur aukheldur hnífur framúr hverj- um armi og í miðju glittir á auga stórt eins og skálarbotn. Raunar var myndin ekki nema svipur hjá sjón þá, þar sem mekanisminn í - Þetta eru einhver lífræn form sem eru með hnífum og oddum og þau hljóða, - þau eru heit og titra. ÞaS er eitthvað að gerjast þarna, ívélinni - tekn- íkinni í heiminum, sem við vitum bara ekki hvað er! henni var ekki í gangi, en þegar hann er það flýtur rauð efja í eilífum straumi yfir augað. — Grunnhugsunin í þessu, sagði Jón, — var sú, að þegar tækniþróunin er komin á hærra stig á jörðu hér, þá yrðu að vera orðnar til vélar, sem sjá fyrir öllum okkar þörfum. Stórar vél- ar, sem hugsa og vinna sjálfar án stjórnar og afskiptasemi manna, og framleiddu t.d. mat úr einhverjum lífrænum efnum. Og við ættum að þekkja mann- skepnuna nógu vel til að vera vissir um að alltaf verða ein- hverjir einstaklingar, sem vilja éta meira en aðrir og væru vísir til að reyna að eyðileggja þessar vélar. Þær verða því að geta haft vit fyrir mönnunum, og þessvegna er Egó búinn hnífum til að verja fjör- eggið, sem hann felur í sér. Ég er að reyna að benda fólki Framhald á bls. 41 20. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.