Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						Tíbetbúi lærir
ijósmyndun í Noregi
Framhald af bls. 23.
alls konar ílát, könnur og krús-
ir úr kopar og slegið með silfri,
svo ekki sé talað um skartgrip-
ina, sem eru óviðjafnanlegir. Við
þurfum að útbúa myndskreytta
verðlista, sem við getum svo sent
út um allan heim.
Svo er annað. f Nýju Delhi eru
aldagömul handrit geymd í lé-
legum timburkofa. Hugsið yður
ef þau brynnu áður en hægt er
að ljósprenta þau. Allt slíkt er
eyðilagt í Tíbet nú. Musterin eru
rifin, búddalíkneski úr gulli og
öðrum góðmálmum, alsett dýr-
mætum eðalsteinum, eru rænd
og eyðilögð. Þetta eru listaverk,
sem þið hérna vesturfrá þekkið
ekki. Það komu reyndar ferða-
menn til Tíbet, en það var bann-
að að taka myndir í musterun-
um, yfirleitt bannað að taka
myndir. Ennþá eru í Sikkim og
Bhutan tíbetönsk musteri. Það
þekkir heldur ekki neinn flótta-
mannalíf okkar, nema við get-
um myndskreytt blaðagreinar.
Yfirleitt eru ekki aðrar myndir
til, sem segja nokkuð sögu okk-
ar, en þær sem ferðamenn hafa
laumazt til að taka. Dalai Lama
er undir ströngu eftirliti, það eru
ekki margir sem komast nálægt
honum, frekar en í musterin. En
ég er Tíbetbúi, ég get komizt inn
í musterin til að taka myndir.
Eg hlýt að geta lært það sem til
þarf, það er svo ótrúlega mikil-
vægt.
Það var greinilegt að piltinum
var alvara.
— Til þess að prófa hvort
hann hefði skilið mig rétt, segir
presturinn, — lánaði ég honum
myndavéhna mína og reyndi að
skýra fyrir honum sjónmálið.
Thubten stóð sig vel og viku
síðar var hann kominn í nám hjá
einum af beztu auglýsingaljós-
myndurunum, Björn Winsnes.
Það var fallega gert af Winsnes
að taka piltinn, því að eflaust
þarf hann að skýra margt fyrir
Thubten, sem ekki væri nauð-
synlegt við vestræna nemendur.
Nú eru liðin þrjú ár. Thubten
hefur ekki legið á liði sínu.
Feimni, föli pilturinn er horfinn.
Nú er hann eins og stormsveip-
ur, alltaf á ferðinni og Björn
Winsnes er síður en svo glaður
yfir því að þurfa að sjá af hon-
um. Það eru sannarlega með-
mæli með honum að Winsnes
hefur beðið hann að koma til sín
aftur, ef ekki verða lífsskilyrði
fyrir hann meðal flóttamanna-
þjóðarinnar frá Tíbet.
Thubten fer til búða Dalai
Lama, sem eru í flóttamanna-
þorpinu Dharmsala við norður-
landamæri Indlands, með haust-
inu. Tíbet og hin voldugu Hima-
lajafjöll eru í næsta nágrenni.
Dalai Lama og flóttamenn hans
50 VIKAN  20-«*•
þurfa mikið á mönnum eins og
Thubten að halda, enda verið
óþolinmóðir eftir því að endur-
heimta hann. En Thubten er að
taka að sér nær óleysanlegt
vandamál. Vonandi tekst honum
þó að taka myndir sem auglýsa
vörur, sem þeir geta framleitt,
og auka þannig lífsmöguleika
þeirra.
Thubten hlýtur að vera töfra-
maður ef hann getur einhverju
áorkað. Flóttamennirnir eru svo
fátækir að hann fær ekki laun,
og hvernig hann fær peninga
fyrir filmum og öðru til ljós-
myndatækni, er ennþá hulin
ráðgáta. Það þýðir ekkert fyrir
hann að setja upp verzlun með
vörur fyrir ljósmyndatækni, það
á enginn peninga til að kaupa
myndavélar, ekki einu sinni til
að greiða fyrir myndatökur.
Hann verður að eiga vélar og
annan útbúnað; hann verður að
geta ferðazt til hinna mörgu
flóttamannabúða í Norður-Ind-
landi, í Nepal, Sikkim og Bhut-
an, til þeirra staða, þar sem enn-
þá finnast ómetanlegir listmun-
ir. Til viðbótar peningavanda-
málinu kemur líka að hann hef-
ur enga aðstoðarmenn, hann
verður að vera einn í öllu og
reyna að selja myndir til stór-
blaðanna. Að öllum líkindum
verður það erfitt, vegna þess að
stórblöð, eins og Match í París,
Life og National Geographic
hafa sína eigin ljósmyndara, en
þeir leggja ekki lykkju á leið
sína til þessara afskekktu staða.
Það tekur 8 daga með lest að ná
til aðalflóttamannabúðanna í
Dharmsala....
Vonandi tekst þessum duglega
pilti að skrapa saman nægilegt
fé og nauðsynlegan útbúnað til
að hefja það uppbyggingarstarf,
sem honum er svo hugleikið og
hauðsynlegt er til þess að þjóð
hans fái einhverja lífsmöguleika.
Kynslóðabilið brátt
úr sögunni
Framhald af bls. 13.
séu í nýjum og fallegum föt-
um, að það er ekki einu sinni
gaman lengur.
— Hvar skyldi fulltrúi
ungu kynslóðarinnar 1970
vera í pólitík?
— Ég veit það varla, seg-
ir Guðbjörg, — og þó að
maður hugsi Um svona mál,
þá kemst maður tæplega að
nokkurri niðurstöðu, svo ég
er ekki mikið að hugsa um
þetta — enda býst ég ekki
við að geta ráðið lífsgátuna
á einni nóttu.
Þarna kom hún inn á
brautir sem mér hafa löng-
um verið kærar sjálfum, svo
ég skelli á hana næstu spurn-
ingu:
—  Trúir þú á Guð og lifið
eftir dauðann?
— Auðvitað trúi ég á Guð
— yfirleitt, en ekki á líf eftir
dauðann. Þegar máður er
dauður þá er það bara búið.
Ég er líka ákaflega vantrúuð
a sögur sem fólk er að segja
mér af andafundum og svo-
leiðis. Þó man ég ef tir þvi að
þegar ég var 10-11 ára göm-
ul, að ég sá eitthvað sem ég
gat ekki skýrt. Þá dvaldi ég
í sumarbústað upp við Vatns-
enda með vinafólki og fór
einhvern tíma með krökkum
að tína radísur eða eitthvað
svoleiðis rétt fyrir ofan bú-
staðinn. Þá sá ég bæ þar fyr-
ir ofan, í hlíðinni, og fólk
fyrir utan við heyskap. Mér
fannst þetta ekkert óeðlilegt
og talaði ekki einu sinni um
það eftir á. Svo var það fyrir
einu eða tveimur árum að ég
minntist á þetta við ömmu
og þá kom það heim að einu
sinni var bær þarna á þess-
um slóðum og meira að segja
ábúinn fólki sem við erum
komin af.
En þó ég hafi séð þetta —
já, ég er fullviss um að þetta
var þarna — legg ég engan
trúnað á svona lagað. Þetta
er bara nokkuð sem ég sá og
get ekki skýrt
ó. vald.
HEIMILIÐ
„"Vcröld innan vegg}a"
SÝNING
22. MAÍ-7. JÚNÍ 1970
SÝNINGARHÖLLINNI
LAUGARDAL
KAUPSTEFNAN
REYKJAVÍK
Fékk sjónina aftur...
Framhald af bls. 19.
ógæfu mína. Þá fór ég að íhuga
þessi mál, og það hvarflaði aldr-
ei að mér að ásaka Guð eða
menn. Þótt einkennilegt megi
virðast, þá er ég oft þakklát fyr-
ir þetta tímabil, en það var svo
margt nýtt, sem ég fékk innsýn í.
Þegar ég fékk sjónina aftur,
var ég hrædd um að ég fengi
ekki að hafa Söru, hundinn
minn. Það hefði orðið mér
óbærilegt, því að hún var svo
fasttengd lífi mínu. Hún var allt-
af til staðar, þegar ég rétti út
hendina eftir henni.
í fyrstu vildi ég ekki fá
blindrahund. En sem betur fór,
var konan, sem stjórnaði skrif-
stofunni fyrir blinda, mjög
ákveðin. Hún fékk mig til að
skipta um skoðun. Hún stakk
upp á því að ég færi í æfinga-
búðir fyrir blindrahunda, og
lærði að notfæra mér leiðsögn
þessara dýra. Yfirmaðurinn þar
var mér mjög hjálplegur, rödd
hans var mjög traustvekjandi.
En svo liðu níu mánuðir, þang-
að til ég gat fengið pláss. Eg var
mjög hrifin af verunni þarna, og
ég gleymi aldrei því augnabliki,
þegar ég hitti Söru í fyrsta sinn,
fann kalda, raka snoppuna á
henni og mjúkan feldinn.
Ég lærði að treysta henni,
hlýða henni, þegar við fórum yf-
ir götu....
Sara var líka fljót að kynnast
þeim verzlunum, sem ég vildi
fara í. Sara var alltaf örugg.
Þegar ég vaknaði þennan
minnisstæða morgun, þegar
sjónin kom aftur, vaknaði með
mikinn höfuðverk, sem ég
reyndar var búin að vera með í
marga daga, en sinnti því ekki
neitt. Mömmu fannst ég ætti að
liggja svolítið lengur, svo ég
lagðist út af og sofnaði strax.
Klukkan hálf tólf kom mamma
upp og spurði hvað ég vildi
borða. — Ávexti, tautaði ég, en
fann strax aS eitthvað var öðru-
vísi en vant var. Gat þetta ver-
ið dagsbirta? f þessu ljósi var
einhver skuggi, sem smám sam-
an tók á sig mynd. Sara stóð við
rúmið mitt og sleikti mig í fram-
an. Ég faðmaði hana að mér, og
þá tók ég eftir því að skugginn
var klæðaskápurinn minn og að
ég sá hann. Eg hlýt að hafa rek-
ið upp óp, því að pabbi kom
hlaupandi upp. Eg var næstum
ær af æsingi. — Eg sé, ég sé!
hrópaði ég í sífellu. Pabbi beið
ekki eftir að athuga þetta frek-
ar, heldur hljóp hann út í garð,
til að ná í mömmu. Meðan hún
hljóp upp til mín, hringdi pabbi,
ær af gleði, til vina og frænd-
fólks, til að segja því frá undr-
inu. Það lá í augum uppi að ég
fengi ekki ró heima, svo að ég
var strax send á sjúkrahús í
Manchester. Þar rannsökuðu sér-
fræðingar augu mín. Þeir sögðu
að tíminn yrði að leiða í ljós
hvort sjónin yrði betri, og hvort
ég fengi að halda henni. Þeir
virðast vera vissir um að ég fái
sjónina alveg aftur, en það geti
tekið nokkra mánuði.
Það er sagt að enginn viti
hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur. Þar get ég verið sammála. Eg
hafði alltaf álitið það sjálfsagð-
an hlut að ég hefði sjón, eins og
annað fólk.
Nú, þegar sjónin verður betri
með hverjum degi, er ég alltaf
að finna einhver ný verðmæti.
. . . Nú finnst mér það dásam-
legt að sjá frostið glitra í gras-
inu, — greinar trjánna bærast
fyrir vindi. Líf mitt, síðan ég
losnaði úr myrkrinu, hefur verið
dásamlegt. ...              *
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52