Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 19
MAMAS 8 PflPAS BYRJUD AFTUR „Folk-rock“ unnendur eru ákaflega kátir þessa dagana, því að um þessar mundir er einn mesti söngflokkur allra tíma, Mamas & Papas, sem hættu fyrir tveimur eða þrem- ur árum síðan, að vinna að LP- plötu. Þau auglýstu í fyrra mánuði að þau hefðu ákveðið að byrja aftur og ætluðu að slást í kompaní við Dunhill plötufyritækið á nýjan leik. Ein af ástæðunum fyrir „splittinu“ á sínum tíma var að þau hjón- in Michelle og John Phillips skildu og snemma á þessu ári gitfist Michelle bandaríska leikstjóranum Dennis Hopper, þeim hinum sama og gerði „Easy Rider“. En hálfum mán- uði síðar stakk Michelle fiann af með nýjum vini, og hver veit nema að upp hafi blossað á nýj- an leik ástareldurinn á milli hennar og Djonna. Framháld á bls. 40. (TIDIfERIILEGAR FRAMFARIR Það var orðið langt síðan ég hafði heyrt í Tilveru þegar við brugðum okkur til Glymbis eitt föstudagskvöld fyrst í þessum mánuði. Mér komu framfarir hljómsveitarinnar mjög á óvart og þætti ekki stórundarlegt þótt veldi annarra hljómsveita, svokallaðra stórhljómsveita, færi nú að raskast eitthvað. Eini gallinn sem er áberandi við Tilveru er að orgelið, í góð- um höndum Péturs Pétursson- ar, nýtur sín tæpast nógu vel; til þess er gítar Axels Einars- sonar of ákafur. En bassi kem- ur sérlega vel út í meðferð Gunnars Hermannssonar, sem ekki einasta er orðin „þræl- góður“ bassaleikari, heldur hefur hann þróað með sér ein- staklega skemmtilegt og á- heyrilegt soimd, þétt og ákveð- ið. Ólafur Sigurðsson er alltaf jafn skemmtilegur trommuleik- ari, . „breikar" sig í gegnum öll stuð, skiptingar og milli- kafla og nær vel saman við bassann, þannig að bítið í hljómsveitinni er sterkt og gegnumgangandi. Og síðast en ekki sízt skal nefna söngvar- ann, Herbert Guðmundsson, sem verður að teljast í sér- flokki. Hvell röddin kemur vel í gegn, raddbeitingin er góð og stundum minnir hann á engann smærri en sjálfan Robert Plant, sbr. túlkun Hebba á „Immi- Framhald á bls. 40. TILVERA: Herbert, Pétur, Axel, Ólafur og Gunnar. HVAR VARR UM TATARA? Stutt spjall við Þorstein Hauksson Áleitin hefur hún verið, spurningin um hvað hafi orðið af TÖTURUM. í kringum þá var alltaf heilmikið húllumhæ: alltaf átti eitthvað frumlegt og merkilegt að fara að ske, sbr. „upphafið mikla“, en minna hefur orðið úr framkvæmdum. Og nú eru þeir hættir. Því var það að ég náði í Þorstein Hauksson, hinn stórsnjalla org- elleikara hljómsveitarinnar og spurði hann hvað hefði skeð. „Það var einfaldlega komin svo mikil upplausn í mann- skapinn, að við töldum bezt að hætta öllu saman,“ svaraði hann. „Maggi (Magnússon, trommuleikari) ætlaði að fara að hella sér í stúdentsprófið og var hættur, og eftir að við höfðum prófað nokkra trommu- leikara gáfumst við alveg upp. Við héldum þó áfram að vera í poppleiknum Óla í um það bil hálfan mánuð eftir það — ein- faldlega vegna þess að við vor- um búnir að gera samninga um það. Nei, ég veit ekkert hvað verður næst. Maggi er í stúd- entsprófi, sjálfur er ég að læra í Tónlistarskólanum, Jonni er kominn í hljómsveit Magnúsar Tngimarssonar og Gestur er kominn í DÝPT ásamt fleirum. Hitt er annað mál að allt er mögulegt og við höfum ekki úti- lokað þann möguleika að hægt sé að endurvekja hljómsveit- ina.“ Framháld á bls. 40. Þessi mynd er úr umræddum siónvarpsþætti Tatara. Frá vinstri: Þor- steinn, Magnús, Jón (fremstur), Gestur og Janis Carol. 26. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.