Vikan - 09.03.1972, Qupperneq 26
BANGLA DESH-
HLJÓMLEIKAR
Fyrir ofan er Bob Dylan, Hægra megin við hann er
Ravi Shankar, hér að neðan er Ringo Starr og hægra megin
við hann er Leon Rjssell.
Itarleg grein um Bangla Desh-hljómleika þá
er George Harrison stóö fyrir í New York í
fyrrasumar, í tilefni þess aö út er komið þriggja
platna sett meö tónlistinni af hljómleikunum.
Óumdeilanlega voru Bangla
Desh-hljómleikarnir sem Ge-
orge Harrison og Ravi Shankar
stóðu fyrir í Madison Square
Garden í New York 1. ágúst
síðastliðinn, einn merkasti
tónlistarviðburður síðari ára.
Ekki eingöngu vegna spenn-
ingsins og glysins í kringum
þá, ekki eingöngu vegna stór-
kostlegs tónlistarflutnings og
ekki einu sinni vegna ,,risanna“
sem voru þar saman komnir,
heldur vegna þess að á þessum
hljómleikum komu fram þeir
menn sem mest áhrif hafa haft
á tóniist síðari hluta þessarar
aldar; eins vegna þess að 40.000
ungmenni, ásamt hópi manna
sem oft hafa verið kallaðir
„einskis nýtir hippar og dóp-
istar“ sýndu í verki, að aesku
heimsins stendur ekki á sama
um sveltandi börn í Bangla
Desh og að þetta sama unga
fólk lætur sér ekki nægja að
tala um hlutina. Það er fyrir
löngu búið að gera nóg af því.
Það er þegar orðið að eins-
konar orðatiltæki að halda
fram, að Bítlarnir og Bob Dyl-
an hafi verið meðal áhrifamestu
einstaklinga síðasta áratugs.
Meira en nokkrir aðrir hafa
þeir hjálpað okkur til að eign-
ast sameiginlegan sjóndeildar-
hring, en nú upp á síðkastið
hefur virzt sem það sem þeir
sungu um — ást, friður og
hugrekkið til að skoða okkar
eigin hugi — hafi orðið að
eitthverju fjarrænu sem engar
stoðir á í raunveruleikanum.
Hljómleikarnir vöktu þessa
gömlu drauma upp og við skul-
um vona að það verði ekki
tímabundin uppvakning. Dylan
söng „A Hard Rain’s A-Gonna
Fall“ og meinti það'jafnvel enn
meira en þegar hann sendi það
fyrst frá sér fyrir nokkrum ár-
um. George söng lag sitt
„Bangla Desh“, hálf-klökkur,
og með því eina lagi fékk hann
alla til að gera sér grein fyrir
tilefni hljómleikanna hafi ein-
hver ekki gert það áður. Vissu-
lega má gera ráð fyrir að marg-
Að ofan er eitt magnað-
asta tríó veraldarinnar,
George Harrison, Bob
Dylan og Leon Russell.
Þeir eru einnig á mynd-
unum hér til hliðar og
sungu lög eftir Dylan.
ir gestir hafi komið eingöngu
til að hlusta á „risana" flytja
tónlistina, en allir þeir er l;afa
ritað um hljómleikana, eru
sammála um, að út hafi enginn
farið án þess að vera staðráð-
inn í að hörmungar sem þær er
dundu yfir Bangla Desh mættu
ekki endurtaka sig.
Nú er nýlega komin út plata
— eða plötur, 3 talsins — með
elni af hljómleikunum og hef-
ur tekizt ótrúlega vel að ná þvi
andrúmslofti sem ríkti á „mestu
hljómleikum sem haldnir hafa
verið“. Þeir hófust með því, að
indverski sítarleikarinn Ravi
Shankar, sá er átti hugmyndina
að hljómleikunum, lék með
einum bezta sarod-leikara Ind-
lands, Ali Akbar Khan, og
tabla-leikaranum Alla Rakha
og Kamala Chakravarty, sem
lék á tamboura. Þau sátu á lit-
ríku teppi, umkringd gulum
blómum og jafnvel þótt örugg-
lega hafi verið einhverjir í
20.000 manna hópi (tvennir
hljómleikar voru, síðla dags og
að kveldi, 20.0000 manns á
hvorum) sem ekki eru yfir sig
hrifnir af indverskri sítartón-
list, „átti“ Shankar salinn al-
gjörlega og setti á hljómleik-
ana mikið virðingaryfirbragð.
Meðal annars lék hann ásamt
Ali Akbar dúett, byggðan á
stefi úr þjóðlagi frá Bengal, en
Shankar er ættaður frá þeim
hluta Bengals sem nú heitir
Bangla Desh.
Ravi Shankar lék ásamt með-
leikurum sínum allan fyrri
hluta hljómleikanna, en í hléi
voru sýndar myndir frá flótta-
mannabúðum í Indlandi og af
hryðjuverkum stjórnar Vestur-
Pekistans í Bangla Desh: Sund-
urskorin og skotin lík, ungbörn
deyjandi úr hungri með út-
blásna maga og ótrúlegur fjöldi
kólerusjúklinga.
Spennan og eftirvæntingin í
salnum er sögð hafa verið mjög
gieinileg, enda ekki að undra,
þar sem allir miðar höfðu selzt
upp á nokkrum klukkustundum
um miðja nótt, ,og voru þá þeir
áhugasömustu búnir að bíða í
röðinni í tvo sólarhringa.
Eftir hléið var algjört myrk-
ur á sviðinu örstutta stund, síð-
an sáust nokkrir skuggar koma
inn á sviðið og hylja rauð ljós-
in á mögnurunum og um leið
og kösturunum var beint að
tónlistarmönnunum sem stóðu
þar, fór fólkið að klappa og
George Harrison, íklæddur
hvítum jakkafötum og appel-
sinulitri skyrtu, sló fyrstu tón-
Framhald á bls. 35.
10. TBL. VIKAN 27