Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 23

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 23
PÓSTHÓLF 533 SVANFRIÐUR ROKKAR Heima hjá mér, 28.2.’72. Komdu sæll, gamli skröggur (ekki Ómar. heldur þátturinn)! Ég þakka þér margt gott sem þú hefur birt en mikið finnst mér (og mörgum öðrum) vanta á, svo þátturinn geti talist góð- ur í heild. Jæja, þá er bezt að koma að aðalefninu. Hvernig stendur á þvi að svona stór hluti þáttar- ins eru greinar um þessa gömlu drjóla sem reyna í lengstu lög að' halda að sér athyglinni með allskyns fíflalátum, eins og því að liggja í bælinu í viku fyrir friðinn. Og svo gefa þeir auð- vitað út plötur eftir þörfum ef þá vantar vasápeninga. Tökum bara dæmi, sem gæti verið Paul McCartney og nýjasta platan hans, „Wild Life“. Platan er helvítis hrákasmíð og vægast sagt mjög léleg. Hún er ein- göngu keypt vegna þess að á henni er nafnið Paul McCart- ney og hann var einu sinni vin- sæll. Óþekktur listamaður sem kæmi með svipað efni í stúdíó fengi það varla sett á plötu. Geturðu ekki komið með greinar um almennilegt fólk eins og James Taylor, Cat Stev- ens og Carpenters, sem allt of lítið hefur heyrzt í hérlendis, vafalaust vegna lítillar kynn- ingar. Eins má eitthvað vera um Elton John. Ég las nú reyndar svar þitt við bréfi einu um daginn, þar sem þú sagðir að hann hefði haft svo leiðin- lega fortíð og verið í mörg ár að rembast við að ná vinsæld- um. Ég skal nú bara segja þér, að Róm var ekki byggð á ein- um degi en þó er hún hrein snilld í dag og sama er að segja um Elton John, í dag er hann snillingur. Þetta fólk sem ég hef talað um hér kemst áfram á sínu, sem það er að gera í dag, en ekki því sem það gerði fyrir mörgum árum. Og svo eru hér riokkrar spurningar: 1. Hvað er Cat Stevens gamall? 2 Hvað heitir allra nýjasta platan hans og hvenær held- Framhald á bls. 63 Ein af ástæðunum fyrir því að Ævintýri hættu var sú, að þeir Arnar og Björgvin voru orðnir meira fyrir rólegri tón- list en hinir og þá sérstaklega þeir Birgir og Sigurður. Sigur- jón ,,Kútur“ var þarna mitt á milli og hefur látið svo um mælt, að honum hafi verið nokkurn veginn sama; hann gæti fellt sig við hvort tveggja. Enginn vafi er á því, að Sig- urður Karlsson er villtasti trommari sem nú er starfandi og um það leyti sem Ævintýri hættu, sagðist hann verða að spila með öllum líkamanum, að öðrum kosti fengi hann ekk- ert út úr tónlistarsköpun sinni. Og víst er, að hann fær að spila með öllum líkamanum í Svanjríöi, sem á margan hátt er hressileg hljómsveit. Svan- fríður hefur sennilega flest, sem hljómsveit þarf til að verða mjög góð og vinsæl hljómsveit. Sigurður Karlsson er bezti trommuleikarinn hér á landi (í svipinn man ég að minnsta kosti ekki eftir neinum betri). Gunn- ar Hermannsson, bassaleikar- inn úr Tilveru, er „höggþéttur" og ákveðinn bassaleikari i stöð- ugri framför, Birgir Hrajnsson hefur ekki enn lent á jörðinni eftir framfarastökkið sem hann hóf sl. sumar — og er það vel — og Pétur Kristjánsson er far- inn að syngja; áður fyrr var það ekki svo mikill söngur sem hann lét frá sér. Þegar hljómsveitin var stofn- uð gáfu þeir félagar í skyn að þeir vildu ekki spila neitt nema fjörugt og hressilegt rokk. „Stuð & fjör“, sögðu þeir og vist er, að þeir hafa staðið við það, eða gerðu alla vega kvöld- ið sem ég héyrði í þeim. Eitt ætti ég kannski að segja strax: Sjaldan eða aldrei hef ég heyrt hrárri músík og þetta kvöld (Sigtún, 24/2) spiluðu þeir sumt mjög gott og annað sem var ekki gott. í heildina fékk ég á tilfinninguna að þeir væru ein- faldlega óæfðir, en auðvitað er varasamt að dæma hljómsveit eftir að heyra í henni einu sinni og það aðeins nokkrum dögum eftir að hún kemur fram i fyrsta skipti. Þrátt fyrir að þetta hafi ver- ið í fyrsta skiptið sem ég heyrði í hljómsveitinni, fannst mér eitthvað kunnuglegt við hana og það er ekki fyrr en núna, þegar ég er að skrifa þessar línur, að ég geri mér grein fyr- ir hvaða „kunnugleiki" þetta var. POPS! Auðvitað er Svan- fríður samskonar hljómsveit' og Pops var. Þar voru þeir Pétur og Birgir saman og þar var Pétur Kristjánsson ánægður. Virkilega ánægður, á ég við. Þar gat hann rokkað og „þrum- að“ eins og hann segir sjálfur og það var akkúrat það sama þel sem honum tókst ekki að hafa með sér yfir í Náttúru. Vissulega er Svanfríður samt betri hljómsveit en Pops var, enda ekki nema eðlilegt: Þeir Pétur og Birgir hafa tekið mikl- um framförum síðan þá og það Framhald á bls. 63 Þe<r sem rokka SVANFRÍÐI: Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Sigurður Karlsson og Pétur Kristj- ánsson. 12. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.