Vikan


Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 34

Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 34
BÍÓIN í REYKJAVÍK V. HLUTI Biðröð umhverfis bíóið Stofnandi og eigandi: H.f. A ustur- bœjarbió. Opnað: 25. október 1947. Fjöldisœta: 787. Tækjabúnaður: Power sýningavélar. Erl. viðskiptafyrirtœki: Warner Brothers o.fl. Vinsœiustu myndir: ,,My Fair Lady" og What's Up Doc?" Fjöidi mynda árl: U.þ.b. 25. Fjöldi starfsfólks: 20. Árið 1945 sótti Krístjárt Þor- grímsson um leyfi til reksturs kvikmyndahúss í Reykjavík og var honum veitt það. Fékk hann í félag við sig fjóra menn og stofnuðu þeir hlutafélag um reksturinn. Sama ár var hafin bygging sýningahúsnæðis við Snorrabraut og lauk fram- kvæmdum við það tæplega tveimur árum síðar. Húsið var teiknað af Herði Bjarnasyni, Gunnlaugi Pálssyni og Agústi Steingrímssyni. Byggingarkostn- aður mun hafa numið tveimur til þremur milljónum króna. Austurbæjarbíó var opnað 25. október 1947. Auðvitað þótti hið mesta glapræði þá. að byggja kvikmymiahús svo langt frá miðbœnum. Fljótlega kom þó í Ijós, að það kom ekki að sök. Húsið var hið stærsta sinnar tegundar I bænum og tilvalið til hljómleikahalds og annars þess háttar, enda byggt með slíkt fyrir augum. Á fyrstu árum bíósins voru þar t.d. Sjó- mannadagskabarettarfmm ár í röð. Voru það ákaflega fjöl- sóttar og skemmtilegar sýningar, sem Einar Jónsson, gjaldkeri Sparisjóðs Reykja- víkur sá um. Þess voru jafnve! dæmi, að 30.000 manns kæmu á slíkar sýningar. Austurbmjarbló I byggingu. Húsin i nögrenni þess eru ekki mörg, eins og sjá má. Þessi mynd af Austurbæjarbíói er sennilega tekin, þegar mynd Óskars Gislasonar, Siðasti bærinn i dalnum, var sýnd. Mynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn I dalnum, var á sínum tíma sýnd I Austurbæj- arbíói. Var hún geypivinsæl og oft náði biðröðin við bíóið um- hverfls húsið. Sennilega er hún vinsælasta íslensk kvikmynd, sem gerð hefur verið, og œtla má að 25—30 þúsund manns hafl séð hana, er hún var sýnd hér fyrst. Skömmu fyrir 1960 var reynd í Austurbæjarbíói ný tækni, sem þá kom til sög- unnar I kvikmyndaheiminum. Þá hélt þrívíddin innreið sína Ellefu Bróðir Jónatan (Mv Brotlier Jonatlian) l'iciniúrskarandi falleg og áhrifamikil ensk stórmynd. Aðalhlutverk leika: Michacl Dcnlson Dtilria Gray Itouald Hotvard- Sýnd kl. 6 og 9 II. jóladag. Aðgöngumiðasaln hefst kl. II f.h. Sími 6444. Fyrsta auglýsing Hafnarbíós. 34VIKAN 23. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.