Vikan


Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 19.10.1978, Blaðsíða 27
Fré hljómleikum f Héskólabiói I desember 1975. Fré vinstri é myndinni eru Lerfur Hauksson, Ingólfur Steinsson, Eggert Þorlerfsson og Magnús Einarsson. Á mynd- ina vantar Halldór Gunnarsson. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Þannig skipuð gerði Þokkabót sina bestu plötu, Fréfœmr. Frá vinstri: IngóHur Steinsson, Eggert Þorlerffson, Halldór Gunnarsson, Lerfur Hauksson og Magnús Einarsson. ÞOKKABOT LÆTUR í SÉR HEYRA Á NÝJAN LEIK Þokkabót hefur alla tíð verið dálítið sérstök hljómsveit. Sundum hefur hún starfað af krafti, en skömmu siðar verið lögð niður. Sennilega er það líkt með Þokkabót og kettinum að hún hefur níu líf, ef ekki fleiri. Núverandi liðsskipan Þokkabótar er þessi: Halldór Gunnarsson sér um texta- og lagagerð, söng og píanóleik. Ingólfur Steinsson leikur á gítar og syngur auk þess að semja með Halldóri. Nýjasti liðs- maðurinn, Lárus Grimsson leikur á flautu og hljómborð auk þess að syngja. Lárus er ekki síður en hinir tveir liðtækur lagasmiður, en engin af tónsmíðum hans verður á næstu plötu Þokkabótar, í veruleik. Þessum mönnum til aðstoðar eru síðan þeir Haraldur Þorsteinsson bassa- leikari og Ásgeir Óskarsson trommu- leikari Þursaflokksins. Einnig verða á nýju plötunni nokkrir blásarar. Allstór hópur tónlistarmanna hefur haft viðdvöl í Þokkabót um lengri eða skemmri tíma. Gylfi Gunnarsson skóla- stjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði lék með á fyrstu plötunni. Magnús Einars- son bassaleikari lék lengi vel með Þokka- bót, en gerðist síðan kennari hjá Gylfa á Seyðisfirði: Við bassanum tók Sigurjón Sighvatsson. Þá lék og söng Leifur Hauksson með hljómsveitinni um nokkurt skeið og sömu leiðis Eggert Þorleifsson flautuleikari. í veruleik verður fjórða hljómplata Þokkabótar, Sú fyrsta nefndist Upp- hafið, útgefin af Hljómafyrirtækinu. Hún hlaut prýðisgóðar viðtökur og var spiluð í útvarpi. Lögsvo semLitlir kassar og Nýriki Nonni glumdu í öllum óska- lagaþáttum ríkisútvarpsins og öðrum tónlistarþáttum. Næsta plata Þokkabótar, Bætiflákar kom út hjá Steinum hf. og var ein af fyrstu plötum þess fyrirtækis. Á þeirri plötu var meðal annars heilt verk á annarri plötusíðunni. Nefndist það Sólarhringurinn. Sami háttur var einnig hafður á á næstu plötu, Fráfærum. Titilverkið náði yfir heila siðu. í þvi mátti finna margt stórskemmtilegt, til dæmis lagið Verndarhöndina. Á hinni hliðinni voru sömuleiðis ágætis lög, Óli fígúra eftir Halldór Laxness og Enn hnígur sól eftir Jóhannes úr Kötlum eru dæmi um þau lög. Það var Mál og menning, sem gaf Fráfærur út. Platan vakti litla athygli, mun minni en hún átti skilið. Á næstu plötu, í veruleik, verður tónlistin öll eftir þá Halldór Gunnarsson og Ingólf Steinsson utan eitt ljóð eftir Halldór Laxness. Það erFálkinn, sem gefur plötuna út. ÁT 42. TBL. VIKAN27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.