Vikan


Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 20

Vikan - 17.07.1980, Blaðsíða 20
Frá stríðsárunum FLUGSLYSI BLÁFJÖLLUM 1945 Eiríkur Einarsson verkstjóri hefur tekið saman nokkra fróðleiksmola um flugslys sem varð í BláQöllum 1945. Þar brotlenti Anson 652A flugvél frá breska flughernum með þriggja manna áhöfn. Tveimur flugliðum tókst að ná tíl byggða af sjátfsdáðum en sá þriðji var skilinn eftir mikið slasaður. Honum var bjargað af íslenskum björgunarsveitum og frá því segir hér. e.j. Avro 652 Anson, eða „Trygga Anna” (Faithful Annie) eins og áhafnir þeirra kölluðu hana gjarnan, voru fyrst fram- leiddar í Bretlandi 1935 og teknar í notk- un af breska flughernum 1936 sem könnunar- og dagsprengjuvélar. Er á styrjöldina leið varð hlutverk þeirra fjölþættara og nafn Anson vélanna tengdist erfiðum og sérhæfðum hlut- verkum í stríðinu. Þegar þýsku herirnir höfðu lagt undir sig vesturhluta Evrópu færðist lofthernaðurinn aðallega yfir England, Ermarsund og Norðursjó. Þörfin á björgunarsveitum til að bjarga flugáhöfnum þeirra flugvéla sem skotn- ar voru niður eða þurftu að nauðlenda á þessu svæði varð mjög brýn. Fyrsta ASR (air-sea rescue) flugsveitin nr. 279 varstofnuðí Bircham Newtonárið 1941 og síðan önnur nr. 280 árið 1942 með aðsetur á Thorney Island. Þessar tvær sveitir notuðu Anson vélar útbúnar öllum nauðsynlegum búnaði til að kasta niður til þeirra áhafna sem lent höfðu í sjónum og gátu Anson vélarnar sér gott orð i þvi hlutverki. Einnig reynd- ust þær mjög vel við þjálfun flugliða. Strandvarnarsveitir hersins notuðu An- son vélarnar mikið uns Beauforts, Bristol, Blenheim og Fludson vélar leystu þær af hólmi. Hér á landi munu þær aðallega hafa verið notaðar til könn- unarflugs og margvíslegra þjónustu- starfa fyrir flugherinn. Anson 652A var lágvængjuð land- flugvél knúin tveim Armstrong Siddeley Cheetah 7 cyl. stjörnuhreyflum, 335 hestöfl hver. Farflugshraði: 150—160 mílur (257 km/klst.). Flugþol: rúmlega 790 mílur (1271 km) með 360 lbs (163 kg) sprengjuhleðslu. Annar vopnabún- aður: Föst vélbyssa (Vickers) vinstra megin við flugmannssætið og skaut beint fram út um þar til gerða rauf á skrokk vélarinnar. Önnur vélbyssa (Vickers-K) í hreyfanlegum skotturni ofan og aftan við „gróðurhúsið” (glass- 20 Vikan 29. tbl. house) en svo nefndu áhafnir þessara véla áhafnarklefann en einmitt þetta byggingarlag setti sinn sérstaka svip á Anson vélarnar. Skrokkurinn var gerður úr samansoðinni stálpipugrind klæddri dúk en vængir voru með tréburðarbitum með krossviðarrifjum. einnig klæddir dúk. Lendingarhjólin þurfti að draga upp meö handafli og heldur þætti sá út- búnaður erfiður og seinvirkur i dag. hjólin voru dregin upp með handsnúinni vindu sem var neðarlega hægra megin við flugmannssætið og tók það um 150 snúninga á vindunni að draga þau upp að fullu. Smeykur er ég um. að rífleg aukagreiðsla þyrfti að koma til ef flug- menn i dag þyrftu að standa i slíkum snúningum eftir hvert flugtak og fyrir Iendingar. 11.000 Anson flugvélar voru fram- leiddar, þar af 7000 i Bretlandi og 4000 i Kanada og voru þá búnar bandarískum 7 cyl. Jacobs L6 MB. 350 ha. stjörnu- hreyflum. Vegna þess hve Anson flug- vélarnar voru traustar, með einstaklega góða flugeiginleika og vegna notagildis þeirra í hinum margvíslegu verkefnum, vilja margir sem best til þekkja líkja þeim viðC-47 (Douglas DC-3) flugvélina hvað frægð og traustleika snertir. Þriggja manna áhöfn var á Anson vél- unum; flugmaður, siglingafræðingur sem jafnframt annaðist radíóviðskipti og sá þriðji var vélamaður, sprengjumiðari og skytta. Anson flugvélin sem brotlenti i Blá- fjöllum var ekki mikið löskuð eftir óhappið. Annar vængur hennar var töluvert brotinn, skrokkurinn virtist ekki hafa skemmst mikið enda maga- lenti vélin eftir að hún rak annan væng- inn I jörðu. Var hún þá að snúa við til Reykjavíkur vegna dimmviðris, annars var ferðinni heitið til Hafnar i Horna- firði. Töluvert stór snjóskafl var þar sem vélin kom niður og mun hann hafa mýkt höggið mikið. Bretar munu síðar hafa kveikt í flakinu eftir að hafa hirt það sem nýtilegt var úr því. Einnig hafa minja- gripasafnarar látið greipar sópa um það sem eftir var og svo hafa veður og vind- ar lokið verkinu nær að fullu. Eins og sjá má af þeim myndum sem hér birtast og teknar voru sl. sumar þá e’r fátt heillegt eftir af vélinni. Um björgunaraðgerðir er það að segja að vel var að þeim staðið og víst að þær björguðu lífi vélamannsins sem skilinn var eftir stórslasaður i flak- Hreyfílsfesting í væng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.