Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						kjósendur vita sjaldnast hvaða
stjórn þeir eru að kjósa yfir sig,
jaíhvel þótt kosningaúrslit liggi
fyrir að lokinni talningu. Fram-
kvæmd íslensks lýðræðis er því
oft í raun eins konar tilraunast-
arfsemi hverju sinni eða hreint
happdrætti og alltaf jafii spenn-
andi að sjá hvernig til tekst.
Þar sem öll spjót virðast bein-
ast að Jóni Baldvini Hannibals-
syni fjármálaráðherra um þessar
mundir, vegna mikilla og um-
deildra afkasta hinnar nýju ríkis-
stjórnar íslands, fannst Vikunni
við hæfi að fá ráðherrann sjálfan
til að ræða málin og svara ein-
hverri af þeirri gagnrýni sem
hefur dunið á honum í þjóð-
félagsumræðunni undanfarið.
Jón Baldvin Hannibalsson
segist óhræddur hafa ráðist í að
efna kosningaloforð flokks síns
um víðtækar endurbætur á fjár-
reiðum ríkisins, umbreytingu á
skattakerfinu og allsherjar upp-
stokkun á tollalöggjöf landsins
þegar hann loks komst í aðstöðu
til þess. Um stundarvinsældir
eða óvinsældir segist hann láta
sig litlu varða. Hann er sann-
færður um að hinar umfangs-
miklu aðgerðir undanfarið muni
að lokum bera þann ávöxt sem
alþjóð getur sætt sig við.
„Pólitíkus sem aldrei aðhefst
neitt þorir aldrei að taka á sig
tímabundnar óvinsældir, hann
er ekki einnar messu virði. Sá
sem gerir aldrei neitt annað en
það sem hann heldur að baki
honum vinsældir er óhæfur
stjórnandi. Við höfum nóg af
svoleiðis pólitíkusum," segir Jón
Baldvin Hannibalsson.
„Þessi ríkisstjórn hefur komið
meiru í verk á hálfu ári en flestar
ríkisstjórnir lýðveldistímans á
heilu kjörtímabili. Hún hefur
komið í verk hlutum sem sumar
aðrar ríkisstjórnir hafa gert
ítrekaðar adögur að en runnið
af hólmi. Ég veit um enga rikis-
stjórn á nálægum pólitískum
breiddargráðum sem hefur
komið jafii stórum og erfiðum
breytingum í framkvæmd á jafii-
skömmum tíma," segir fjármála-
ráðherra.
Fjárfestingarfyllerí
og neysluæði
Þegar þú talar um að stjórn-
málamaður í vinsældaleit sé
óhæfur, áttu þá kannski við
Steingrím Hermannsson sem er
tvímælalaust einn vinsælasti
stjórnmálamaðurinn á íslandi í
dag?
„Nei, ég geri það reyndar
ekki. Steingrímur var mjög um-
„Pólitíkus sem aldrei að-
heffst neitt bakar sér
ekki óvinsældir, hann er
ekki einnar messu
virði."
deildur sem fagráðherra í sjávar-
útvegsmálum og landbúnaðar-
málum. Virðing hans fór vax-
andi sem forsætisráðherra og
fyrrverandi ríkisstjórn náði
árangri á tímabili. Hins vegar
þekki ég ekki nóg til innviða
þess stjórnarsamstarfs til þess
að meta hversu góður stjórn-
andi hann er við slíkar aðstæð-
ur.
Árangur síðustu stjórnar í
upphafi var eins og happdrætt-
isvinningur. Það var metafli. Það
var síhækkandi verð á mörkuð-
um. Það var hrun í olíuverði og
lækkun erlendra vaxta. Það sem
gerði síðan gæfumuninn voru
kjarasamningar sem tryggðu
stöðugleika árið 1986 og voru
forsenda þess að nýta ytri skil-
yrði til að lækka verðbólgu. Það
þurfti áreiðanlega eitthvert
frumkvæði til að ná þessum
kjarasamningum en hin hliðin á
þessu máli var að hagvaxtar-
skeiðið var undir lok ársins að
snúast í verðbólguskeið. Það
lýsti sér í fjárfestingarfylleríi og
neysluæði með versnandi við-
skiptahalla og útgjöldum langt
umfram efni.
Þá reyndi á síðustu ríkisstjórn
sem fékk ráðgjöf um að grípa í
taumana en hún sinnti því ekki
af pólitísku kjarkleysi. Þess í
stað gekk hún til kosninga með
skrumáróður á fullu, um að allt
væri í fínu lagi, samanber „Klett-
inn í hafinu" og „Hina réttu
leið". Þessi ríkisstjórn er að
sumu leyti óheppin því að hún
er að framkvæma viðamiklar
stjórnsýsluumbætur á sama tíma
og ytri skilyrði hafa snarsnúist
til hins verra. Við það verða um-
bæturnar miklu umdeildari en
þeim mun nauðsynlegri líka,"
segir fiármálaráðherra.
Það er ekki hægt að horfa
fram hjá því að íslensk stjórn-
sýsla hefur oft líkst einni alls-
herjar tilraunastarfsemi. Stjórn-
valdsákvarðanir standa oft
kannski ekki lengur en nokkra
mánuði í senn og almenningur
veit ekki sitt rjúkandi ráð. Áætl-
anir fólks fara í vaskinn og eng-
inn hefur getað treyst því að
hlutirnir standi stundinni
lengur. Dæmi um þetta eru svo
mörg að það er óþarfi að rekja
þau ölí hér."
Verður þessu ekki eins varið
með þessar miklu umbætur sem
þú ert að hrinda í framkvæmd
og hefur svo mikla trú á að séu
til góðs? Er nokkuð á það að
treysta að ekki komi allt í einu
til nýjar stjórnvaldsákvarðanir,
annað hvort frá þessari ríkis-
stjórn eða þeirri næstu, sem
breyta öllu upp á nýtt?
„Eg er sannfærður um það að
sá þáttur þessara umbóta sem
snýst um að endurreisa tekju-
öflunarkerfi ríkisins er grunnur
sem byggt verður á í framtíð-
inni. Við því verður ekki
hróflað. Reyndar er það megin-
tilgangur þessara breytinga að
tryggja að ríkisbúskapurinn sé
ekki rekinn með halla, sé ekki
rekinn á lánum, sé ekki verð-
bólguvaldur og þar sé aflað
tekna með traustu og réttlátu
skattakerfi sem dugar til þess að
ekki aðeins viðhald heldur bæta
velferðarríkið á íslandi. Þá á ég
við að gæðum ekki endilega
magni."
Hagsmunagæslu-
flokkar við völd
„Það eru margar ástæður fyrir
því að erfitt er að láta margar
stjórnvaldsákvarðanir halda sér.
Sú fyrsta: íslenska hagkerfið
sjálft. Það er miklu sveiflu-
kenndara en önnur hagkerfi.
Jafiian er í grófum dráttum ein-
föld: Aflamagn plús fiskverð á
erlendum mörkuðum er sama
sem þjóðartekjur íslendinga. í
þessari jöfhu eru óvissustærð-
irnar gífurlegar.
Annað: Þeir stjórnmálaflokkar
sem lengst hafa farið með völd
eru hagsmunagæsluflokkar. Þeir
eru mjög háðir ströngum sér-
hagsmunum. Þeir verja ákveðin
kerfi. Bankakerfi, fjárfestinga-
lánasjóði, einstök stórfyrirtæki,
samsteypur    og    atvinnuvega-
„Það þarf að koma á
húsaga og þora að bíða
af sér stundaróvinsæld-
ir."
samtök sem eiga gífurlega mikið
undir ríkinu. Þessir flokkar eru
ekki frjálsir að þvi að rísa upp
gegn þessum hagsmunum. Þess
vegna láta þeir reka á reiðanum.
Þegar kemur uppsveifla er ekki
stigið á bremsurnar og þegar
niðursveiflan kemur er ekki tek-
ið á sérhagsmununum.
Þetta endurspeglast rækilega í
fjárlögum sem eru að uppbygg-
ingu til tímaskekkja. Að þremur
fjórðu hlutum eru þau einfald-
lega rekstur ríkisins, laun, vextir
o.s.frv. Síðan er stór hlultur
bundinn sjálfvirkum lögum.
Fjárlög á að nota sem hagstjórn-
artæki. Það á að draga saman
seglin í góðæri og spýta í ef sam-
dráttareinkenni gerast um of
áberandi. Þett er hins vegar ekki
hægt þegar þetta er svona
sjálfvirkt.
Ef það á að breyta þessu kerfi
þarf að rísa upp gegn ótal hags-
munum. Það er reyndar eins og
við erum að gera."
Má skilja þig sem svo að
stjórnmálamenn séu þá að mikl-
um hluta óhæfir, að þeir fái um-
boð kjósenda undir fölsku yfir-
skyni og séu síðan í hagsmuna-
gæslu sem að mörgu leyti er
andstæð hagsmunum umbjóð-
enda þeirra?
„Þeir eru ekki endilega óhæfir
enda hafa þeir ekki verið það
allir. Þeim hættir hins vegar allt
of mikið til þess að láta þessa
hagsmuni ráða um of gerðum
sínum. Það er líka hægt að nefha
dæmi um það að þeir hafa ekki
gert það. Til dæmis er hlutur af
goðsögninni um hina miklu
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í
því fólginn að Bjarni Benedikts-
son sýndi það í verki hvað eftir
annað að hann lét ekki svona
sérhagsmuni ráða gerðum
sínum. Það var kannski lykillinn
að því hversu farsælt viðreisnar-
samtarfið var að á það reyndi í
stórum stíl.
Þeir framkvæmdu miklar rót-
tækar kerfisbreytingar sem
komu við kauninn á mörgum en
létu tregðulögmálið og sérhags-
munina sem vildu hafa óbreytt
ástand ekki ráða gerðum sínum.
Það er ekki borin von að
stjórnmálamenn sýni aftur slík-
an kjark og ef við lítuin nú til
dæmis á ástandið núna: Það er
mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að samþykkja þessar skatta-
hækkanir en hann hefur gert
það. Það er mjög erfitt fyrir
Framsóknarflokkinn að beygja
sig fyrir nauðsyn þess að endur-
skoða úrelt kerfi í landbúnaði.
Hann hefur hins vegar sýnt
nokkur merki þess að óbreytt
ástand sé óþolandi og því verði
8   VIKAN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56