Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						ppátæki andskotans
um enga almenna grunnkaups-
hækkun heldur hækkun lægstu
launa. Engu að síður byrjuðu
ýmsir helstu atvinnurekendur
sem eru máttarstólpar Vinnu-
veitendasambandsins að stór
yflrborga allskonar tæknimenn,
sérstaklega ílínka skrifstofu-
menn og síðar hefur þetta orðið
í byggingariðnaði og nú heitir
þetta ekki lengur yfirborganir.
Nú heitir þetta á fínu máli launa-
skrið. En þetta launaskrið nær
minnst til þeirra sem lægst hafa
launin. Ef að þessi verðbólga er
að ógna þjóðfélaginu þá hefur
aldrei verið betri afkoma at-
vinnulega og fjárhagslega hvað
atvinnulífið snertir. Það hefur
aldrei verið meiri afli né hærra
verð. Engu að síður þó að laun
hins almenna verkafólks hafi
staðið í stað þá hefur þessi verð-
bólga vaðið áfram. Þeir ættu að
fara sér gætilega í siðferðis-
predikunum þessir kappar. Ef
litið er hér til forstjóra stærstu
fyrirtækjanna þá hafa þeir yfir
300 þúsund á mánuði. Launabil-
ið í landinu á þessu góðæri hef-
ur aldrei verið meira. Það er það
sem gerir að kaupmáttur er
nokkuð mikill og það er langur
vinnutími og það sem hefur ver-
ið að ske á svona 20 árum að þá
hafa konurnar verið að fara út á
vinnumarkaðinn, því að það er
alveg vonlaust fyrir einn mann
að framfleyta fjölskyldu á al-
mennum launum. Konurnar
verða að vinna úti líka.
Ég man eftir því þegar ég var
á barneignaaldri þá vann konan
mín alltaf úti. Þá var verið að
spyrja hvort við værum að skilja
því hún ynni alltaf úti. Nú
er þetta þannig að ef konan
vinnur ekki út þá er
veik. Þannig er að það eru
tveir í framfærslu fyrir hvert
heimili. Nú hinu er ekki að
leyna að allt hefur gjörbreyst
þannig að bílaeign er almenn og
húsakostnaður er miklu betri og
fólk hefur bundið sér ákaflega
þunga fjárhagslega bagga. Ég get
ekki verið neinn siðferði-
spredikari þar um. Fólk leggur í
íbúðakaup og fer í sólarlanda-
ferð. Mikil ósköp vinnur þetta
fólk. Og fólk kaupir sér húsgöng
og heimilistæki og lifir almennt
á öllu útopnuðu. Það má ekkert
bregðast og fólk óttast að fara út
í verkföll.
En það er annar alvarlegur
hlutur að ske í þjóðfélaginu og
þar á messa Hermanns heldur
betur við.
Það eru þessar sérmenntuðu
og sérhæfðu stéttir, þær eru
sterkar hreyfingar. Maður kallar
þetta stundum kaupkröfu-
klúbba. Þeir bara hækka sínar
gjaldskrár hvort sem það eru
tannlæknar, arkitektar eða lög-
fræðingar. Þetta er alveg eftir-
litslaust. En hins vegar þá skyldi
verkafólk líta í eigin barm, það
skyldi mæta betur á félagsfund-
um þegar verið er að taka stórar
ákvarðanir. Hvort skyldu mæta
betur á fundum flugstjórar eða
fiskvinnslukonur? Launamis-
munur er þarna gífurlegur. Því
miður er það að gerast í dag að
þessir sérfræðingaklúbbar eru
orðnir helmingi illvígari og
harðsnúnari heldur en þetta al-
menna verkafólk og þeir eru
alltaf að nefna þjóðarhag. Og
þegar það er 80—90% mæting
hjá  flugmönnum  mætir  varla
nema 10% hjá fiskvinnslufólki.
Ég nefni þetta bara sem dæmi.
Ég held að með þetta almenna
verkafólk og það gildir líka um
forystumennina að þegar blásið
er til sóknar og áhrifa í þjóðfé-
laginu, þá er þessi stéttaskipt-
ing sem er sögð minni hér
en erlendis, meira og
minna lygi. En samskiptin eru
meiri og skyldleikinn er meiri
og menn talast við. En launa-
mismunurinn er að aukast og
þetta fólk, þetta almenna verka-
fólk, ef það fer ekki að sækja
verulega kröftuglega fram þá
fáum við aukna stéttaskiptingu
og alveg gífurlega aukið launa-
bil. Og það er í fullu gildi hjá
Hermanni að fólk þarf að sam-
einast betur og verkalýðsforyst-
an þarf að líta í eigin barm og
skoða hvort það þarf ekki að
herða eigin baráttu. Fólk þarf að
bæta sína fundarsókn og sam-
eina kraftana. Það er rétt að það
er að slakna á þunga verkalýðs-
félaganna. Fólk þarf að gefa sér
tíma til að mæta á fundum. Þeir
eru auglýstir með góðum fyrir-
vara.
Ljót f ramtíðarsýn
Framtíðarsýnin er ákaflega
ljót. Hún er sú að það er verið
að traðka hinn almenna verka-
mann og verkakonu undir í
þjóðfélaginu. Þegar til dæmis
síðast var samið um hækkun á
allra lægstu laun, og þar í liggur
ákveðinn hlutur, þá eru aðrir
ofar sem ekki sætta sig við þetta.
Prósentan skal gilda og það er
það sem þeir hafa náð á siðasta
ári. Lifandi ósköp hefur Vinnu-
veitendasambandið og ríkis-
stjórnin verið slöpp í þessu. Þeir
hafa vaðið í þessu, fjárfest í flug-
stöð upp á yfir 3 milljarða og
byggt verslunarhúsnæði fyrir
aðra 3 milljarða og allt í einu
kom hér upp stærsta hótel
landsins og það eru að skapast
viss hverfi.
Það skuggalegasta er að þetta
unga verkafólk er ákaflega illa
sett. Það er nú svo að fólk vill
ekki láta börnin sín skerast úr í
skólanum. En þarna er mikill
munur hjá fólki til dæmis þeim
sem eiga skuldlausa íbúð og
þeim sem eru með drápsklyfjar
á bakinu. Þetta er alveg hræðilegt
og þarna þurfa að verða einhverjar
félagslegar lausnir. Ég spái því
að ef ekki verður gripið kröftug-
lega í taumana þá bíður okkar
ennþá meiri stéttaskipting.
Þetta verða bara veikar vættir
sem eru að tala um lægstu laun.
þeir sem mest tala um lægstu
launin á hátíðisdögum þeir eru
heilastir. Það er alveg ljóst.
Óli er áhlaupamaður
— í Þjóðviljanum fyrir nokkru
fenguð þið tilboð frá Óla Kr. Sig-
urðssyni forstjóra og eiganda
Olís um liðsstyrk. Ég held hann
hafi bara viljað taka að sér
verkalýðshreyfinguna?
— Þetta er nú svona með for-
stjóra Olís og eiganda. Þetta er
nú svona nýríkur maður og fyrir
eitthvert sundurlyndi og slæm-
an rekstur þá riðar þetta olíufé-
lag. Þá kaupir Óli þetta fyrirtæki.
Það ganga tröllasögur um
hvernig hann hafi keypt það.
Sumir segja að hann hafi gefið út
ávísun um helgi og hafi svo látið
fjármálastjórann leggja inn á
reikninginn á mánudagsmorgni.
En þetta er ólík týpa. Maðurinn
er frískur og hress og hann hef-
ur góða og skemmtilega um-
gengni við sitt verkafólk. Hann
segist ætla að reka fyrirtækið
eins og Héðinn Valdimarsson
gerði. Eg gerði honum einhvern
tíma boð og sagðist vonast til að
hann tæki sig ekki sem Héðinn
Valdimarsson endurborinn. Nú
þetta eru kannski gamanmál en
hann kann að ýmsu leyti illa við
sig inn í lokaðri skrifstofu og vill
vasast í öllu. En hann er í voða-
lega harðri baráttu bæði við hin
olíufélögin sem sameinast á
móti honum og einnig við bank-
ana. Þetta er eins og að brjótast
upp að altarinu. Ég tek nú þetta
tilboð ekki alltof hátíðlega. að
vísu segist hann vilja ganga í fé-
lagið. Hann hefur sést í bensin-
afgreiðslu og við að keyra olíu-
bíl. Mér finnst þetta hressilegar
tilbreytingar í önn hversdagsins.
En við getum ekki tekið hann
inn, hann á yfir 95% í stóru at-
vinnufyrirtæki en ég er ekki frá
því að það gæti verið liðsauki að
honum. Þetta er áhlaupamaður.
Jón Kr. Gunnarsson.
VIKAN    19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56