Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						SKOP
Tveir ölvaöir menn komu að
hótelmóttökunni. Annar mátti vart
mæla svo hinn talaði fyrir þá.
„Við viljum rúm með tveimur
herbergjum."
„Ég held að þið viljið frekar her-
bergi með tveimur rúmum," svar-
aði móttökustjórinn.
Þetta var samþykkt og skömmu
seinna voru þeir lagstir fyrir [
sama rúminu.
„Heyrðu, Jói, það er einhver í
rúminu mínu."
„Fyrst þú minnist á það þá er
einnig einhver í mínu rúmi."
„Hendum þeim úr rúmunum."
Þessu síðasta fylgdu nokkur
átök.
„Heyrðu, Jói," kallaði annar
þeirra hreykinn. „Mér tókst að
henda mínum framúr."
„Gott hjá þér. Ég réð ekki við
minn. Hann henti mér á gólfið."
„Það er allt í lagi, vinur. Þú get-
ur bara skriðið upp í hjá mér."
Jerry Lewis var þekktur fyrir
alls konar skrípalæti við gerð
mynda sinna og oft var það sem
hann framkvæmdi utan myndar-
innar fyndnara en það sem var í
henni. Eitt sinn er verið var að
taka eina af myndum Jerry í
Miami og allt liðið var statt niðri á
bryggju sér Jerry að úr einum
bátnum hefur nýlega verið landað
gríðarlega stórum túnfiski. Hann
gengur að túnfisknum, opnar á
honum kjaftinn og öskrar niður í
kokið.
„Þið getið komið út núna,
strákar, því ég, Jerry Lewis, segi
að verkfallinu sé lokið."
Ef þú lifir hvern dag eins og
hann sé sá síðasti hittir þú fyrr
eða síðar naglann á höfuðið.
Fílarnir og maurarnir voru að
keppa í fótbolta. Allt í einu náði
einn maurinn boltanum og brun-
aði upp völlinn í átt að marki fíl-
anna. Einn fíllinn hljóp í veg fyrir
maurinn og ætlaði að tækla hann
en steig í staðinn ofan á maurinn
og drap hann.
Áhorfendur úuðu og púuðu og
hentu flöskum og öðru lauslegu
inn á völlinn. Dómarinn hljóp að
fílnum og mundaði rauða spjaldið
í leiðinni.
„O, fjandinn," sagði fíllinn. „Ég
ætlaði bara að bregða honum."
Kona hélt smáköku yfir hundi
og kallaði á hann. „Talaðu, tal-
aðu."
Hundurinn svaraði: „Bjáni ertu.
Ef þú vilt samræður ættirðu að fá
þér páfagauk."
Það hafði orðið umferðarslys.
Hinn nýi sportbíll stúdentsins
hafði rekist á gamla Land Rover
bóndans. Báðir ökumennirnir
stóðu hjá og virtu fyrir sér
skaðann.
„Jæja," dæsti bóndinn. „Við
getum alveg eins fengið okkur
sopa." Hann tók flösku upp úr
pússi sínu og rétti stúdentnum
sem tók góðan sopa af henni.
Bóndinn lét síðan flöskuna rólega
í vasann.
„Ætlar þú ekki að fá þór einn?"
spurði stúdentinn.
„Ég held ekki fyrr en lögreglan
hefur litið á þetta."
Olíumaður frá Houston í fríi í
Chicago varð brjálaður er hann
var beðinn um að borga 1,25 doll-
ara fyrir langlínusamtal.
„Einn dalara og tuttugu og
fimm sent?" öskraði hann. „í Tex-
as gæti ég hringt til Helvítis og
baka fyrir hálfan dollara."
„Já, herra," svaraði símadam-
an, „en mundu að í Texas er það
staðbundið símtal."
Stjörnuspá fyrir vikuna 28. janúar - 3. febrúar
Hrúturinn
21. mars- 19, apríl
Þetta eru góðir dagar til að
rækta vinskap og ást. Þó gæti farið
svo að mikið af skemmtunum og
ef mikið er farið út að borða hafi
óæskileg áhrif á budduna og lík-
amann. Þú ættir að fresta því að
taka mikilvægar ákvarðanir.
Nautið
20.  apríl - 20. maí
Þér verður vel ágengt ef þú
tekur mark á því sem vinnufélagi
þinn segir og ef þú reynir að forð-
ast að lenda í deilum. Samkomu-
lagið heima fyrir er einnig mjög
gott þessa dagana, gerðu allt sem
í þínu valdi stendur til að halda því
þannig.
Tvfburarnir
21.  maí - 21. júní
Þó breytingar hafi orðið í
vinnunni sem þér líka ekki vel,
hafðu þá engar áhyggjur því
ástandið mun batna. Sama gildir
með heimilislífið; leiðindi sem ver-
ið hafa undanfarið verða gleymd
og grafin áður en langt um líður.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Þú ferð á fund á næstunni
þar sem mikilvægar ákvarðanir eru
teknar sem varða framtíð þína. Þú
finnur frið og ánægju með því að
vera samvistum við þína nánustu,
en vertu ekki að flíka, um sinn,
hugsunum þínum og óskum.
Ljónið
23.  júlí - 22. ágúst
Það geta fylgt því vanda-
mál að vilja bæði vera vinsæl(l) og
gera það sem mann sjálfan langar
til, farðu varlega um helgina. Þú
ættir að geyma eitthvað af öllu því
sem þig langar að gera þar til í
næsta mánuði.
Meyjan
23. ágúst-22. september
Það verður léttara yfir þér
á næstunni. Þér vegnar vel í pen-
ingamálum eftir að hafa farið að
ráðum annarra. Einhver sem þú
hittir um miðjan mánuðinn kemur
til með að skipta þig miklu máli í
framtíðinni.
Vogin
23.  sept. - 23. okt.
Vinátta skiptir miklu máli
þessa dagana, enda auðveldari
viðfangs en samskipti við ástvini.
Þetta er góður tími til að lyfta sér
upp og skemmta sér, vinnan og
áhyggjurnar hlaupa ekki frá þér.
Sporðdrekinn
24.  okt. -21. nóv.
Nú er rétti tíminn til að
fjárfesta því það sem þú tekur þér
fyrir hendur í peningamálum kem-
ur til með að ganga vel. Ástamálin
ganga aftur á móti ekki jafn vel;
mundu að það þarf tvo til að rífast.
Bogmaðurinn
22. nóv. -21. des.
Á heimavettvangi er mikið
að gerast og von á breytingum
innan skamms. Vertu eins mikið
með þínum nánustuog mögulegt
er. Mikilvæg ákvörðun sem þú
þarft að taka á næstunni mun vera
sú eina rétta fyrir þig.
1
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Frétt sem þú hefur átt von
á varðandi fjölskyldumál berst
fljótlega og leysir úr flækjum sem
skapast hafa vegna óvissunnar.
Erfiðleikar sem komu upp í síðasta
mánuði leysast þannig að lífið
verður skemmtilegra á næstunni.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Hlúðu að sambandinu við
persónu sem þú kynntist í jólafrí-
inu, þetta gæti verið stóra ástin.
Kunningi eða vinur kemur þér til
hjálpar í máli sem þú átt erfitt með
að leysa upp á eigin spýtur.
Fiskarnir
19. febrúar-20 mars
Þú átt eftir að þurfa að
svara fyrir eitthvað sem þú hefur
verið að vinna að,vertu með allar
staðreyndir á hreinu. Þetta er góð-
ur tími til að fjárfesta eða selja.
VIKAN   43
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56