Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 6
Ólafur Gaukur, Svanhildur og dóttir þeirra, Anna Mjöll, hafa verið að vinna saman að jólaplötu. Það er meira en áratugur síðan Svanhildur söng inn á plötu síðast en þau þrjú hafa aldrei unnið saman á þessu sviði áður. Ólafur Gaukur hefur stundað strangt tónlistarnám við The Grove School of Music í Kaliforníu undanfarin ár en sá skóli er talinn vera einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum, enda má greinilega heyra á plötunni að þar er fagmaður að verki. En það er fleira en jólaplatan sem gerir þessa fjölskyldu forvitnilega og þess vegna brá blaðamaður Vikunnar sér í heimsókn til þeirra í Fossvogi fyrir skömmu til að heilsa upp á þau og rekja úr þeim garnirnar. Honum var uppálagt að fá þau til að draga ekkert undan í frásögnum sínum og hér birtist árangurinn. „Þad er enginn hér, þetta er vHknis íbúð" TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON VIKAN: Segið mér frá aðdraganda plötunnar. Ólafur Gaukur (snýr sér að Svanhildi): Út af hverju fórum við að gefa út þessa plötu? Svanhildur: Ja, ég veit það ekki (hlær). Gaukur kom til mín snemma í vor og sagði: „Ég ætla að gefa út jólaplötu og þið Anna Mjöll eigið að syngja öll lögin.“ Ég sagði ,Já já, allt í lagi“ og tók auðvitað ekk- 6 VIKAN 25. TBL. 1989 ert mark á honum. Svo leið og beið og við fórum til Evrópu í sumarfrí. Gaukur: Af því að þetta er fyrsta árið síðan 1980 sem við erum ekki í Ameríku að læra. Svanhildur: Það var ekkert mikið rætt um þetta. Við komum heim og þá segir hann ,Jæja, ég er búinn að panta stúdíó" svo að mér fór að skiljast að þetta væri al- vara. Gaukur: Við gefum þessa plötu út af því að það er heldur að hægjast um eftir öll þessi ár sem maður er búinn að vera erlendis að vesenast við að bæta við sig þekkingu. Líka út af því að mér hefúr fund- ist vera svo mikið af svonefhdum jólaplöt- um, sem maður hefur heyrt á undanförn- um árum, sem eru ekkert jólalegar. Þess vegna fannst mér vera pláss fyrir okkur með eina jólalega plötu. Þá fannst mér ekkert vitlaust að kalla hana ,Jólaleg jól“. Svo var bara samið lag í samræmi við það af því að eitt lagið á plötunni varð helst að heita sama nafhi og platan. Við völdum svo hin og þessi lög og endirinn varð sá að textarnir við þau öll eru eftir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.