Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 46. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						VIKAN, nr. 46, 1941
Erfingi Hitlers
Eftir Douglas Reed.
Höfundur þessarar greinar er frægur
enskur blaðamaður. Áður enn styrjöldin
hófst hafði hami í mörg á- verið fréttarit-
ari í Þýzkalandi fyrir stórblaðið „Times"
og var þaulkunnugur mönnum og málefn-
um þar í landi. A íslenzku hefir komið út
eftir hann „Hrunadans heimsveldanna", en
bæði sú bók og önnur verk hans hafa
vakið mikla athygli.
Spurningin, hyer eigi að erfa ríkið, er
mjög þýðingarmikil í öllum einræðis-
ríkjum. Þegar Adolf Hitler bjó sig
undir að ráðast inn í Pólland, sagði hann
við ríkisþmgið:'„Ef eitthvað kemur fyrir
mig, verður Göring marskálkur eftirmaður
minn." Orð hans eru skipun, sem nazistar
Þýzkalands þora ekki að óhlýðnast.
í 20" ár hefir Hermann Wilhelm Göring
verið duglegasti aðstoðarmaður Hitlers og
sá af ráðunautum hans, sem Hitler hefir
treyst bezt. Á meðan Hitler dreymdi
drauma og gerði fyrirætlanir um „hina
miklu framtíð" Þýzkalands, var það Gör-
ing.-sem vann að því, að koma öllu í fram-
kvæmd. Og enn þann dag í dag er það
hann, sem á hvað stærstan þátt í stjórn-
málum, hermálum og f jármálum Þýzka-
lands. Jafnvel óvinir Görings verða að
viðurkenna dugnað hans og stjórnarhæfi-
leika.
Eftir því sem Þýzkaland nálgaðist stríð-
ið meira, varð hlutverk Görings stærra og
umfangsmeira. Rétt fyrir innrásina í Pól-
land myndaði Hitler „landvarnaráð" og
gerði Göring að formanni þess. Göring hef-
ir vald til að gefa út tilskipanir án undir-
skriftar Hitlers. Með því varð Göring
raunverulegur einræðisherra innanríkis-
málanna.
Göring er sambland af Falstaff, Murat
og Bismarck. Hann hefir séð hundruð fé-
laga sinna skotna, án þess að það hefði
minnstu áhrif á hann. Samt er hann eini
nazistaleiðtoginn, að Hitler undanskildum,
sem nýtur almennrar hylli. Göring er fræg-
ur fyrir ístru sína, en það er leyndarmál,
hve þungur hann er, en líklega er hann
allt að 216 pund. Göring er hestamaður
og veiðimaður mikill og orðlagður fyrir
skrautgirni og sundurgerð í klæðaburði.
Hann á líklega um það bil 50 mismunandi
lita einkennisbúninga. Það er ekki óalgengt
að sjá Göring stíga út úr rauðu flugvélinni
sinni í skínandi hvítum einkennisbúningi
með breiðan, gylltan skrautlinda um mitt-
ið. Óteljandi skopsögur eru til um hann.
Berlínarbúar segja, að fái hann eina orðú
enn, sé aðeins einn staður, sem hann geti
sett hana á, en þá geti hann heldur ekki
sezt í þinginu. Hann er glaðlyndur og barn-
góður, en er jafnframt ímynd þess
miskunnarlausa, þýzka hernaðaranda, sem
öllum heiminum stendur ótti af.
Offita Görings stafar annað hvort af
óeðlilegri kirtlastarfsemi eða sárum, sem
hann hefir fengið í stríðinu, en á ekkert
skylt við ofát eða ofdrykkju. Áberandi
hæfileiki hans er óþreytandi viljakraftur.
Hann hefir ótai störf með höndum og
reynir að anna þeim öllum. Hánn notaði
helming tekna ríkisins í stríðsundirbúning
og byggði þannig upp þýzka loftflotann
og aðstoðaði við endurreisn þýzka land-
hersins. Hann skipulagði leynilögregluliðið.
og fangabúðirnar. Enda þótt Göring sé
miskunnarlaus við að auka veldi Þýzka-
lánds, þá er hann samt mikill dýravinur.
Þegar hann stjórnaði veiðum, bannaði
hann að nota hunda við veiðarnar. Hann
bannaði einnig að nota bjarndýr við cirkus-
sýningar, þegar hann var forsætisráðherra
Prússlands.
Göring er nú 48 ára gamall. Hann er
sonur Dr. Heinrich Ernst Görings, sem var
landstjóri í nýlendum Þjóðverja í suð-vest-
ur Afríku á 'árunum 1885 til 1890. Hann
ólst upp í f jallendi Suður-Þýzkalands og
Austurríkis. Hann varð liðsforingi í fót-
gönguliðinu, þegar stríðið brauzt út, en
gekk fljótlega í flugherinn, sem þá var ný-
stofnaður, og sæmdi Wilhjálmur krónprins
hann  járnkrossinum.  Árið  1917  skaut.
enskur flugmaður niður flugvél hans og
• særði hann í mjöðmina. Þegar hann hafði-
legið marga mánuði á sjúkrahúsi, fékkj
hann skipun um að mæta í varariddara- j
liðssveit í Böblingen. Hann svaraði: „Þar
eða ég gat ekki fundið Böblingen á landa-^
bréfinu, fór ég beint til vígstöðvanna."
Árið 1918 fékk hann æðsta tignarmerki
Þýzkalands fyrir hreysti. Sama árið fórst
Manfred von Richthofen, mesta flughetja
Þýzkalands, og Göring varð foringi hinn-
ar frægu flugdeildar „Fljúgandi cirkus".
1 nóvember var Göring skipað að af-
henda Ameríkumönnum f lugvélar sínar. En
í þess stað flaug hann þeim aftur til
Þýzkalands og hélt þar áhrifaríkt kveðju-
samsæti með flugforingjum sínum. Á
meðan heimur þeirra — allt það, sem þeir
höfðu barizt fyrir — var að hrynja í kring-
um þá, drukku þeir skál hinna 56 látnu
flugbræðra sinna, strengdu þess heit að
vinna fyrir „frelsi Þýzkalands" og grýttu
síðan glösum sínum í vegginn.
„Frelsi" Þýzkalands virtist mjög langt
undan landi árið 1918. Bitur og félaus yfir-
gaf Göring þýzka lýðveldið, sem hann
fyrirleit, og fór til Svíþjóðar. Sagt er, að
hann hafi í örvæntingu sinni farið að nota
morfín og hafi verið á geðveikraspítala um
tíma. Arið 1921 var hann samt aftur kom-
inn til Þýzkalands og hafði aðeins áhuga
á að kollvarpa „gyðingalýðveldinu". 1
október heyrði hann í fyrsta sínni Hitler
halda ræðu. Upp frá þeirri stundu var hann
samherji Hitlers.
Eitthvert furðulegasta afrek Görings
var, hvernig honum tókst að endurvígbúa
Þýzkaland, án þess að umheimurinn hefði
hugmynd um það, og með þeim leiftmv
hraða, sem raun bar vitni.
Þegar Göring hóf endurvígbúnaðinn
árið 1933, mátti Þýzkaland aðeins hafa
100000 manna her og lítið stórskotalið, en
enga skriðdreka eða flugvélar. Hitler
sagði Göring að láta byggja stærsta loft-
flota, sem nokkru sinni hefði verið til.
„Þýzkaland á engan flugflota," sagði
Göring alltaf við erlenda stjórnmálamenn,
þangað til í janúar 1935, En í þessi tvö
ár byggði hann upp „Félag flugíþrótta-
manna". I því voru þúsundir ungra manna,
sem voru að læra að fljúga. I marzmánuði
1935 lögðu þeir óbreyttu fötin til hliðar,
fóru í einkennisbúninga og voru opinber-
lega kynntir sem flugfloti Þýzkalands. Um
það leyti, er deilan um Tékkoslóvakíu
stóð sem hæst, álitu margir sérfræðingar,
að þýzki flugflotinn væri öflugri en saman-.
lagðir flugflotar Englands, Frakklands og
Rússland.
Þegar Hitler lýsti því yfir í marz 1936,
að Þýzkaland hefði nú brotið af sér fjötr-
ana og tók Rínarhéruðin aftur, afhenti
Göring hernum 5600 hermenn, sem hann
hafði þjálfað í laumi sem sérstakt lögreglu-
lið. Hann hafði einnig lokið við að skipu-
leggja leynilögregluna og fékk Heinrich
Himmler yfirráðin yfir henni.
Eigi Hitler Göring að þakka allt sitt:
geysilega vald, þá á hann honum ekki síð-
ur að þakka, að hann hefir getað haldið
því. Það var fyrir aðgerðir feita marskálks-
ins, að Hitler var gerður að kanzlara 30.
janúar 1933. Hindenburg gamli sagðist
aldrei mundi gera Hitler að kanzlara. En
þegar honum var sagt, að Kurt von
Schleicher, kanzlarinn, sem hann hafði
vikið úr embætti, ætlaði að koma með her
og taka hann fastan, skrifaði hann undir
skipunarbréfið með skjálfandi hendi.
Göring hafði búið þessa sögu til, og þégar
búið var að skrifa undir, hljóp Göring út
til mannfjöldans í Wilhelmstrasse og
hrópaði: „Hitler er kanzlari!" Átján mán-
uðum seinna skutu menn Görings von
Schleicher og konu hans í íbúð þeirra.
Annað bragð Görings fyrir Hitler kom
stuttu seinna. 1 þinginu, sem Hindenburg
staðfesti, var Hitler og menn hans enn í
minni hluta. Hinir stjórnmálaflokkarnir
voru enn til. Hvernig gátu nazistar orðið
öllu ráðandi? Svarið kom 28 dögum seinna,
þegar ríkisþingshúsið brann.
Enda þótt Göring væri aðeins dómsmála-
Framhald á bls. 7.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Fylgiblaš
Fylgiblaš
Fylgiblaš
Fylgiblaš
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16