Vikan


Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 1

Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 1
16 síður, BJORN OLAFSSON Baldur Andrésson skrifar að þessu sinni grein um aðalkenn- ara Tónlistarskólans í fiðlu- leik. Það var tilviljun, að þessi gáfaði listamaður settist að hér heima, en mikið happ fyrir tónlistarlífið í landinu, því að Björn er mjög vel menntaður og ákaflega áhugasamur, svo að það hefði verið mikill skaði að vera án hans. Ultíma Thule, þetta land elds og ísa, hefir fóstrað snillinga“, " segir frægur þýzkur tónsnilling- ur og rithöfundur og er ekki laust við, að kenni nokkurar undrunar í rómnum. Hann hafði heyrt íslenzkan píanósnilling, Harald Sigurðsson, og furðað sig á því, að annar eins listamaður gæti komið frá eyjunni köldu norður við heimskautsbaug. Sjálf- sagt mun hann ekki íiafa heyrt fornaldar- bókmenntir okkar nefndar á nafn, hvað þá heldur hið prúða lið í nútímabókmenntum okkar. En síðan fær hann meiri kynni af menningu okkar að fornu. og nýju og ritar í bók sína um píanósnillinga á þessa leið: ,,Þeir, sem þekkja ekki hina merkilegu menningu þessa lands frosts og funa, hljóta að reka upp stór augu, er þeir hitta þaðan mikla listamenn . . .“ Það er hægt að telja þá íslenzka lista- menn á fingrum sér, sem kvatt hafa sér hljóðs á erlendum vettvangi. Og þótt þeir hafi ekki verið svo rómsterkir, að heyrst hafi til þeirra um heim allan — satt að segja eru fæstir þeirra kunnir að neinu Framhald á bls. 3. f iðluleikari. Björn Ólafsson fiðluleikari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.