Vikan


Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 4, 1948 islandsmeistarar í knattspyrnu Framhald af bls. 3. Það var auðfundið, að mikill meiri hluti áhorfenda hafði samúð með Fram í leikn- um. Mun þar hafa ráðið miklu, að hálf- þroskaðir unglingar voru að keppa við full- orðna menn, en auk þess þóttu sumir Fram menn leika betur en áður hafði sést hér. Fram fékk heiðursskjal að verðlaunum og auk þess hver keppandi heiðurspening úr bronse. Þessi kappleikur hafði mikil og víðtcak áhrif. Fyrst og fremst hér í Reykjavík. Allt frá þeim tíma hefir knattspyrna verið iðkuð íþrótta mest. En út um land hefir líka, alls staðar þar sem f jölmenni og lands- lag leyfa, knattspyrna orðið helzta íþrótt- in. Leikurinn 20. júní 1911 má teljast fyrsti merkilegi knatspymukappleikur hér á landi. Hann markar tímamót í sögu í- þróttarinnar á Islandi .. .“ Síðan þetta var, hefir oltið á ýmsu fyrir Knattspyrnufélaginu Fram, eins og gengur GOTT RÁÐ Framhald af bls. 4. Þjónninn setti skál fulla af ávöxtum á borðið og bauð fólkinu meira kaffi. Jóhanna afþakkaði ávextina, en Garratt tók eina appelsínu. „Við neyðumst víst til að hlusta á hljómleikana í kvöld,“ sagði hann svo. Peters og Jóhanna litu snöggt á hvort annað. „Frú Gooden hefir lofað að koma og hlusta á nokkrar nýjar grammófónplötur,“ sagði Peters því að hann hafði annað í huga en að fara á hljómleika. „í káetu Peters,“ sagði Jóhanna og horfði á Garratt. Peters var ekki lengi að taka ákvörcun. „Ég fer inn til mín til að leita að plötun- um meðan þér eruð að ljúka við kaffið," sagði hann og stóð á fætur. „Hvað eruð þér að gera við appelsínuna yðar?“ spurði Jóhanna Garrott, þegar þau voru orðin tvö ein. Garrott hélt á appelsínu á milli handa sér, eins og hún væri hneta, sem hann vildi brjóta. „Ég er að reyna að fá hana til að ýla — hafði þér aldrei heyrt ýla í appelsínu?" „Segið ekki þessa heimsku?" „Hlustið bara!“ Jóhanna heyrði éitthvert ískur, þegar Garratt kreisti appelsínuna milli sól- brendra handanna. „Reynið sjálfar.“ Hann rétti henni appelsínuna. og gerist, svo að segja í allri félagsstarf- semi, en oft hefir það verið í allra fremstu röð. Fyrstu ferðina út á land fór það 1922 og þá til Isafjarðar, en auk þess hefir það keppt á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Akranesi, í Keflavík og Hafnarfirði, og oftar en einu sinni sums staðar. Eina utan- för hefir félagið farið og var það til Dan- merkur 1939 og heppnaðist sú ferð ágæt- lega. Fyrst var keppt í Sorö, og tapaði Fram með 3 mörkum gegn 4, síðan í Rön- ne á Borgundarhólmi, og þar vann Fram með 4 gegn 2. Þriðji kappleikurinn var í Odense og vann Fram með 1 gegn 0. Síð- asti kappleikurinn var í Tönder, og þar vann Fram með 6 gegn 1. Brynjólfur leik- ari Jóhannesson var fararstjóri og hefir skrifað ítarlega ferðasögu í 35 ára afmæl- isblað Fram. I félaginu eru nú milli 700—800 manns, þar af á annað hundrað stúlkur. Stund- uð er knattspyrna, handknattleikur, og skíðadeild er í undirbúningi. Félagið hefir komið sér upp æfingavelli og félagsheim- ili, á árunum 1945—1946, og er það norð- an við Sjómannaskólann nýja (sést á neðri mynd á síðustu forsíðu Vikunnar), en völl- inn hefir það nú leigt til síldargeymslu. 1 húsnefndinni eru Svan Friðgeirsson, form., Jón Sigurðsson og Hánnes Sigurðs- son. Á vegum félagsins hafa verið þessir er- lendir þjálfarar: Reidar Sörensen, P. Pe- tersen, Hermann Lindemann og James McCrae, sem verið hefir hjá félaginu að mestu leyti síðastliðin tvö ár. Ennfremur starfaði Murdo McDougall við þjálfun yngri flokka þess síðastliðið sumar. Þjálf- ari handknattleiksliðsins hefir verið Hen- ning ísaksen. Heiðursfélagar Fram hafa verið kjörnir: Ólafur Rósenkranz (dáinn), Kjartan Þor- varðarson (dáinn), Friðþjófur Thorsteins- son, Guðm. Halldórsson verzlunarstj., Pét- ur Hoffmann Magnússon, bankaritari, Pét- ur Sigurðsson, háskólaritari, og Eiríkur Jónsson, málari. I tilefni fjörutíu ára afmælisins, ætlar Fram að bjóða til landsins erlendu knatt- spyrnuliði. Ákveðið er að halda afmælis- hófið í Sjálfstæðishúsinu 7. febrúar. Núverandi stjóm Fram skipa: Þráinn Sigurðsson, form., Jón Jónsson, varaform., Sæmundur Gíslason, gjaldkeri, Sveinn Ragnarsson, ritari, Haraldur Steinþórsson, bréfritari, Orri Gunnarsson, féhirðir, Hulda Pétursdóttir, meðstjómandi. Hún tók appelsínuna og kreisti hana af öllum mætti eins og Garratt, en það kom ekki hið minnsta hljóð. „Þér farið ekki rétt að. Þér verðið að kreista hana svo fast að hún finni til, þá ískrar hún.“ „Þér emð galgopi,“ sagði hún hlæjandi og rétti honum aftur appelsínuna. Skömmu seinna kom Peters til að sækja hana og fara með hana til káetu sinnar. Jóhanna var viðbúin því að daðra örlítið við hann — en meira ekki. Peters læsti dyrunum að káetunni og setti plötu á grammófóninn. Þetta var lag leikið af hawaiiskri hljómsveit. Hann bað Jóhönnu að dansa við sig og hún lét að orðum hans. Það var hálfgert rökkur inni og — þau tvö ein. Já, Peters var útfarin í þessu efni. „Þér emð yndislegar,“ hvíslaði hann í eyra hennar þegar þau dönsuðu. Ætlarðu að telja mér trú um að þær séu systur þessar þrjár! Hjartað tók að slá hraðar í brjósti Jóhönnu. Hún hafði ekki leyft neinum öðr- um karlmanni en manninum sínum að kyssa sig. Hún hefði líklega átt að finna til samvizkubits, en það gerði hún ekki. Henni fannst hún aðeins vera svo dásam- lega glöð og kát. En á sama augnabliki, sem hann snart varir hennar með sínum vörum, reif hún sig lausa. „Ég ætla að skipta um plötu,“ sagði hún hásri rödd. „Látum fjandans grammófóninn eiga sig.“ Jóhanna tók eina plötuna. „Hvaða lag er þetta.“ sagði hún og rétti honum hana. Peters laut niður til að lesa nafnið. Lóf- ar hennar snem að honum. Hann laut ennþá lengra niður að höndum henn- ar, en allt í einu hörfaði hann aftur á bak. „Hvað er á höndunum á yður?“ Jóhanna lagði plötuna frá sér. „Ég veit það ekki. Sjáið — þær eru báð- ar eins.“ Hún sýndi honum lófana á sér. Hann starði, lostinn skelfingu á þá. Á báðum lófunum vom stórir, gulir blettir „Þetta hlýtur að vera úr appelsínunni,“ sagði hún. „Garratt var að glettast við mig meðan þér voruð burtu, sagðist ætla láta appelsínu ýla með því að kreista hana.“ „Appelsínu! Appelsínur lita ekki frá sér.“ Hún leit aftur á lófa sína. „Mig svíður svo undarlega í þetta, það væri gaman að vita af hverju þetta stafar.“ „Reynið að þvo yður,“ hann benti á þvottaskálina. Hún hlýddi því. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.