Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 20
ANDRES INDRIÐASON m STALII SENINNI Á hljómleikum þeim, sem Nútímabörn stóðu að til ágóða fyrir Biafra-söfnunina ekki alls fyrir löngu, kom ný hljómsveit fram á sjón- arsviðið í fyrsta skipti. Þeir spiluðu eingöngu blús músik og þeir kölluðu sig Sókrates. Það heitir að stela senunni, þegar athygli áhorf- enda beinist svo að einum, að aðrir falla næstum í skuggann. Við fréttum eftir á, að þeir í Sókrates hefðu stolið senunni í Aust- urbæjarbíói á umræddum hljómleikum. Við hittum þá sveina nokkrum dögum eftir hljómleikana og spurðum fyrst, hvort þeir vissu nokkur deih á þessum Sókratesi. — Ójú, kom svarið um hæl. — Hann var grískur heimspekingur, merkilegur karl. Svo sögðu þeir okkur frá því, hvernig nafn heim- spekingsins festist við hljómsveitina. -— Daníel, trommarinn, var að hjálpa bróð- ur sínum að lesa fyrir próf í mannkynssögu. Þeir voru staddir í fornöld Grikkja og þá kom Sókrates auðvitað upp á teninginn. — Hann virðist hafa haft djúp áhrif á Daníel, því að á næstu æfingu, stakk hann upp á því, að við skírðum hljómsveitina Sókrates, og það var samþykkt. Þeir voru 1 upphafi fjórir, Ómar Óskars- son, Haraldur Þorsteinsson, Daníel Jörunds- son og Eggert Ólafsson, allir úr Gagnfræða- skóla Austurbæjar. — Skólahljómsveit? spurðum við. — Nei, alls ekki, svöruðu þeir um hæl, og þar með var skrúfað fyrir frekari umræður í þá áttina. Þeir byrjuðu að æfa um síðustu áramót, en þegar kom fram í marz fannst þeim þeir þurfa að fá söngvara og nældu í Gunnar Jónsson úr Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu. Gunnar er margreyndur í bransanum og hefur áður sungið með þremur hljóm- sveitum: Axlabandinu, Mixtúrunni og Rain. Og spilið þið þá eingöngu blús? — Nei, alls ekki. Blús er ekki beint heppi- leg dansmúsik. Við höfum þó blúsinn í bland ásamt poppinu. Krakkarnir vilja fyrst og fremst beat. Og popp. Þeir sögðu, að eftirlætishljómsveitirnar væru Spencer Davis, Traffic og Cream, en Flowers væri þeim mest að skapi af hér- lendum hljómsveitum vegna beztrar „hljóð- færafyllingar", eins og þeir orðuðu það. Þeir ætla á næstunni að spila fyrir unga fólkið á ýmsum stöðum, m. a. í Tónabæ, sem þeir sögðu að væri fyrirtaks dansstaður fyrir unga fólkið í borginni. ☆ Hljómsveitin Sókrates séð í snjófjúki gegnum myndavél Kristins Benediktsson- ar. Frá vinstri: Ómar Óskarsson (gítar), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Daníel Jörundsson (trommur), Gunnar Jónsson (söngvari) og Eggert Ólafsson (gítar). 20 VIKAN 18- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.