Framtíðin - 03.06.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 03.06.1923, Blaðsíða 1
J Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. Árgangur. íslenskar íþróttir. Erindi fluti á ungmenna félagssamkomu. Tíðindi þau sem gjörst hafa hin síðustu árin, hafa gefið hverjum þeim, sem nokkuð hugsar frarn á veginn, arið nóg umhugsunarefni. Eg á þar við heimsófriðinn mikla og afleiðingar hans. Við spyrjum sjálf okkur ósjálfrátt, hvort orð Völuspár séu að rætast: ,»Bræðr munu berjask j ok atbön- um verða, | rnunu systrungar | sifj- um spilla | hart es í heimi I hór- dómur mikill, | skeggöld, skálmöld skildir klofnir | vindöld, vargöld | áðr veröld steypisk j mun engi maðr | öðrum þyrma.« Og þegar hildarleikurinn geysaði æstastur, þá fangt manni bókstaf lega aó spádómur hinnar goðmál- ugu konu, sem Dr. Helgi Péturs- son kallar völvuna, vera að ræt- ast, og »Surtur fara sunnan | með sviga- lævi — — og — halir troða hel- veg j en himinn klofna«, — að alt stefni að algerðri toríímingu. »Sól tér sortna j sígur fold í mar I hverfa af himin | heiðar stjörnur ! geisar eimin og akirnari | leikur hár hiti | við hirninn sjálfan.« Pað eru ragnarökin — afleiðing- in — sem völvan spáir, og sem alt virtist stefna að í þeím ógnum hylda æðisgangi, og þótt spá henn- ar rætist ekki að fullu í þetta sinn, þá er þó svo fjarrri því, að hættan sé gengin hjá, að ófriðarblikan grúfir enn í lofti jafn geigvænleg og nokkru sinni áður og hildarélið, Siglufirði 3. júní 1923. sem gerir úti um örlög hins hvíta kynstofns, getur skollið á, fyr en nokkur varir. Fyrir því er hin brýn- asta nauðsyn öllum hinum hvíta kynstofni að vera á verði gegn hættunni; engu síður oss íslend- ingum sem hlutlausri þjóð, heldur en þeim þjóðunum, sem búast inega við, að standa í miðri orra- hríðinni. — Pað hafa áhrif og af- leiðingar stríðsins sýnt oss svo áþreifanlega. Pótt vér ísiendingar ættum því láni að íagna, að standa utan við vopnaviðskifti stórþjóðanna, sem beinir þátttakendur, þá hafa oss þó orðið afleiðingar hans eins hættulegar og frændþjóðum vorum. Dansinn um gullkálfinn var stíginn hér, ef til vill ekki af sömu list og með stór,þjóðunum, en þó eítir mætti, og afleiðingarnar sýna sig. Landið varð að borga »ballið« og það kostaði offjár, sem landið skuldar enn; margir þátttakendurnir liggja örmagna eftir dansinn. Fjár- hagur landsins út á við og at- vinnuvegir þess inn á við, standa höllum fæti og sjálfstæði þess og menningu er stór hætta búin. Framfarir hinna síðustu áratuga hafa verið stórstígar. Hvef upp- fyndningin hefir rekið aðra á svo að segja Öllum sviðum og flestar hafa þær stefnt að því, að létta mannkyninu baráttuna fyrir tilver- unni. Pefta hefði átt að verða þjóð- unum til framfara, og það hefir það vissulega orðið á möfgum sviðum, eti þó hefir það dregið slæman dilk á eftir sér í einu tilliíi; — það hefir lineigt þjóðirnar, margar hverj- ar, til hóglífis og munaðar, gjört þær latari og lingjörðari og aukið 9. íölublað. um of kröfurnar til þæginda lífsins. Pessara ókosta menningarinnar hefir gætt mikið hjá oss íslendingum og aldrei meira en á stríðsárunum. Pessu þarf að kippa f lag ef íslenskt jojóðerni á að geta haldið sessi þeinf, sem það frá öndverðu hefir skipað. (Fratnh.) Pað var í vetur nokkru eftir nýj- árið, að Jón og Sigurður voru að ganga sér til skemtunar um götur bæjarins. Veðrið var gott, en bless- að tunglsljósið vantaði, og þá var ekki um annað að gera en að ganga í myrkrinu. Py ekki er að ræða um aðra birtu a götum bæj- arins en þá, s©m náttúran lætur oss í té. Jón og Sigurður voru að spjalla utn daginn og veginn; en alt í einu kemur hestvagn á móti þeim þeir víkja báðir tii sömu hliðar. Pá rekur Jón upp óp og bölvar nm leið. »Hvað gengur að þér Jón« spurði Sigurður, »Ó, eg rak fótinn ofan í einhvern b . . . poll og er rennandi blautur. Hérna eru eldspýt- / ur, kveiktu snöggvast fyrir ntig, eg ætla að sjá hvaða pollur þetta get- ur verið hérna á götunni. Skólp- pollur! ■— og hvert í heit . . . . Er það ekki dæmalaust af bæjarstjórn- inni að bjóða manni upp á aunað eins og þetta. Jæja, Sigurður, þú verður að fylgja mér heim, mér veitir vísti ekki af að hafa sokka- skiíti og þvo mér unt fótimr* »Eg hef því nliður engan tíma til þess,

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.