Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. Árgangur. íslenskar íþróttir. Erindi flutt á ungmenna- féiagssamkomu. Niðurl. Það, sem fremst af öllu auðkendi forfeður vora, var táp, sjálfstraust, skyldurækni og drenglyndi. Þessir höfuðkostir voru það, sem óefað hófu liinn norræna lcynstofn til vegs og valda, eins og sömu kostir hafa gegnum alla veraldarsöguna hafið hverja þá þjóð til vegs og gengis, sem þeir hafa prýtt; — nægir þar að nefna Rómverja og eigi síður Hellena. Allir þessir þrír þjóðflokkar, eiga það sammerkt, að á þeim tíma þegar vegur þeirra stóð með mest- um blóma, voru þeir íþróttamenn, langt um fram aðrar þjóðir. Pað er því auðsætt sambandið milli þessara liöfuðdygða sem orsökuðu gengi þessara þjóða, og íþróttanna. eins og líka er alkunnugt að sam- fara hnignun íþróttanna hjá öllum þessum þjóðum fór hnignun þess- ara kosta og jafnframt vöxtur hóg- lífis og munaðar, sem svo varð bein orsök þess ófarnaðar sem yfir þessar þjóðir dundi. Forfeður vorir, landnámsmenn- irnir norsku, yðkuðu allskonar íþróttir sem stæltu og hertu líkama þeina og juku þeim áræði og sjálís- trausts. Dæmin þekkjum við öll svo ótal mörg úr fornsögunum að ekki þarf að nefna þau. En strax og íþróttayðkuninni hnignaði, fór að koma afturför í þjóðina. Dreng- skapur og skyldurækni fór þverr- aridi, en undirhyggjumál og níð- ingsverk fóru í vöxt og orsökuðu Siglufirði 16. júní 1923. að lokum að sjálfsæði landsins druknaði í blóðhafi og hryðjuverk- uin Sturlungaaldarinnar. Örfan menn, eins og t. d. Arom Hjör- leifsson bera þar hátt merki hins forna, íslenska drengskapar og hetjudugs, og það eru einmitt þeir, sem héldu trygð við hinar þjóð- legu íþróttir. Hvað þetta þýddi fyrir landið er kunnara en svo, að uin það þurfi að tala hér. Nú er það ekki lengur metorðagirnd og valda- .græðgi Hákonar hins gamla sem sjálfstæði íslands er búin hætta af, en nú er sjálfstæði landsihs búin hætta af erlendu auðvaldi, ef vér látum hóglífi og munaðarnautn, leti og eyðslusemi, samfara dugleysi ná yfirtökum með þjóðinni og ger- um ekki vort ítrasta til, að ala upp hrausta, harðgjörva og vinnusama kyuslóð í landjnu, séin innir vel af hendi skyldur sínar gagnvart land- inu og sem trúir á sinn eigin mátt og á framtíð landsins. Til þessa eru yðkanir íþrótta ó- elað eitthvert öflugasta meðalið. íþróttir fornmanna voru margs- konar. Sumar þeirra eiga nú ekki lengur við. Lífshættir, menning og öll aðstaða liafa dæmt tilgang þeirra sem verklegrar listar, að etigu haf- andi fyrir oss, þótt tilgangur þeirra sem stælingarmeðal líkamans sé hins vegar sígilt. Eg á þar við vopnfimina. Skotfimin er nú líka orðin alt önnur en áður, fyrir uppfyndingu byssunnar sem er margfalt örugg- ara drápstó! en hinir gömlu hand- bogar, eu jafnframt er skoífimi nú- tímans lítið löguð til þess að stæla líkamann heldur miklu fremur til að svæla drápgyrni mannanna, og 10. tölublað. mikið minni list en bogaskotfimi. Aftur eru margar aðrar af íþrótt- um feðra vorra sem halda gildi sínu enn þann dag í dag. Eg skal nefna þar til: Glímu, knattleik, skauta- og skiðahlaup, sem allar í sameiningu og hver fyrir sig gætu að meira eða minna leiti kornið í stað útlendu leikfiminnar sem nú er víða að ryðja sér tll rúms. Þess- ar lisíir eru allar mikió þjóðlegri en hin útlenda, leikfimi sem hin íslenska tunga á ekki einu sinni þolanleg orðtæki yfir í ýmsum grein- um. Retta skal þó sagt án þess að eg vilji á nokkurn hátt kasta rýrð á hana, en hinar fornu listir geta víst að inörgu fylliléga jafnast við hinar útlendu sem stælingarmeðal líkamans, auk þess sem skauta- og skíðahlaup eru listir, sem hafa feikna mikla praktiska þýðingu — a. m. k. fyrir hvern Norðlending, - - þá þýðingu að þær í mörg hundruð tilfellum hafa bjargað lífi manna, auk margskonar annara gagnsemdar. Ressar fornu þjóðlegu listir ættu því að m. k. að njóta jafnréttis við hina útlendu leikfimi, og stund að vera lögð á þær við hvern skóla landsins, eftir því sem staðhættir og ásíæður leyfa. Ein listinn er þó enn ótalinn af hinum fornu íþróttum. Ekki fyrir það, að jeg telji hana minst varða heldur þvert á móti. l3að er s u n d i ð. Forfeður vorir yðkuðu sundið mest allra íþrótta. Allir kannast við kappsund þeirra Ólafs konungs Tryggvasonar og Kjartans Ólafs- sonar, (og af sundfimi hins fyr- nefnda eru óefað sprottnar sagn- irnar um björgun hans úr Svoldar-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.