Vörður


Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 4

Vörður - 03.12.1927, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R og Drangavogur eru nú fyrir löngu úr sögunni, en örfáar smáfleytur ganga frá Stapa, Hellnum og úr hinum verstöðv- unum gömlu. En þegar hæst stóð gengu úr öllum þessum stöðvum 100—200 áttróin skip. En úr þessu fór-u menn að ráða sig á hinum upprennandi þil- skipaflota á Breiðafirði og Vestfjörðum og viðreisnarvonin fyrir þessar fornfrægu veiði- i stöðvar varð æ minni og minni. | Hið forna stórhýli Hólahólar, sem blasir við framan undir sainnefndum eldgígum og fleiri jarðir, eru í eyði. Aannars eru þar alstaðar hraun og eldgíg- ar, hvar sem litið er, alt út á Öndverðarnes, nyrsta odda ness- ins, og ekki búsældarlegt að sjá. Þar sem við vorum alt of lingt undan landi, sáum við lít- ið til annara skipaferða en fiskiskipa. Þó sáum við lil tveggja skipa Eimskipafélags- ins fara fram með nesinu, vana- lega leið, en ósköp bar lítið á þeim undaií sjálfum Snæfells- jökli. Varðskipin sáum við lítið sem von var, þar sem við vorum svo að segja langt fyrir utan landslög og landhelgi og þurft- um því ekki þeirra aðgæslu við. Einn góðan véðurdag sá jeg þó alt í einu skipstjóra kíkja injög ákaft á eitthvað ósýnilegt úti við hafsbrún. Við vorum þá i Kolluál og hið ósýnilega var norður á Breiðafirði. Það er „sú gráa“, sagði hann, þegar jeg spurði hann hvað hann sæi og henti mjer á einhvern örlítinn nálarodd, minni en ekki neitt, og ég að eins gat greint. Þetta var þá framtoppurinn á „Fyllu“, reykháfar, afturmast- ur og' alt sem lægra var, var hulið á bak við hafflötinn, rjett eins og skipið væri að færa okkur heim sanninn um, að jörðin væri ekki flöt. Já, þeir þekkja „gráu merina“ langt að, togara-skipstjórarnir og geta el'Iaust stundum „lagað sig til“ áður en liún kemur nærri. Við þurftum nú ekki að laga okkur til, því að alt var „allright“ hjá oss, 0—8 sjómílur fyrir ut- an landhelgi; en einhvern veg- inn sýndist mjer samt skip- stjóri minna mig á dúfurnar í Reykjavík, þegar valur er á sveimi uppi yfir, órólegur, en með góða samvisku, saklaus eins og dúfa. „Fylla“ „damp- aði“ róleg' framhjá olckur, langt inni undir landi og báð- uni við hana að heilsa í höf- uðborgina. Frh. Fulíveldisins var minst hjer í hæ 1. des. með svipuðu móti og undanfar- in ár. Stúdentar gengust fyrir hátíðarhöldum og rann ágóðinn til stúdentagarðsins. Af svölum þinghússins talaði Jakob Möllcr fyrver. alþm. og vjek orðum sínum aðallega að þeirri hættu sem oss gæti af því stafað að gína í g'áleysi við útlendu fjármagni. A sarnkoinu í Nýja Bíó talaði mesti mælskumaður íslands, Árni Púlsson hóka- vörður, skáldið Einar H. Kvar- an las upp, stúdentar sungu o. s. frv. Stúdentablaðið kom út, fjölhreytt að efni og vel úr garði gert. Um kvöldið A’ar hald- inn dansleikur fjölmennur í Iðnó og var þar saman komið úrval hinnar fegurstu æsku í höfuðstaðnum. Eimskipafjelagið. Nýlega hefir verið gengið frá samningum milli ríkisstjórnar- innar og Eimskipafjelags fs- lands, um að fjelagið kaupi „Villemoes" fyrir 140 þús. kr. Tekur fjelagið við honum um áramót. Landssljórnin keypti skipið árið 1917, og hefir það aðal- lega verið í förum fyrir lands- verslunina, en Eimskipafjelag- ið hefir haft útgerðarstjórn á hendi. Skipið á framvegis að heita Selfoss, og verður næsta ár í förum milli Hamborgar, Hull og íslands. Eins og kunnugt er hefir Goðafoss annast þær ferð- ir í ár. En viðskiftin við Ham- borg og Hull aukast svo mikið, að talið er að nauðsynlegt sje Fyrstu ferðir skipa H.f. Eimskipkfjelags íslands frá útlöndum til íslands árið 1928 verða þær, sem hjer segir: Skip Frá Kaupm.h. Frá Ffamborg Frá Ffull Frá Leith Til Lagarfoss 7. jan. 11. jan. 14. jan. Reykjavíkur, þaðan vestur og norður um land. Goðafoss 7. — 11. jan. Norður- og Austurlandsins og Reykjavíkuv. Gullfoss 8. - 12. — Reykjavíkur. Brúarfoss 20. — 24. — Reykjavíkur. Gullfoss 3. febr. 7. febr. Reykjavíkur um Auslfirði. Brúarfoss 14. — 18. — Reykjavíkur, þaðan vestur og norður um land. Goðafoss 15. febr. 18. febr. Reykjavíkur. Gullfoss 28. — 3. mars Reykjavíkur og Breiðafjarðar. Selfoss 2. mars 7. mars Reykjavíkur. að hæta öðru skipi við. Á Goða- foss að fara fleiri millilanda- ferðir næsta ár, en hann fer í ár, en Selfoss á að annast flutn- inga til smáhafna, frá Hamborg og Hull. Einar M. Jónasson sýslumáour Barðstrendinga hefir verið sviftur stöðu sinni um stundarsakir fyrir van- rækslu í embættisrekstri. Hefir hann neitað að afhenda em- bættið settum sýslumanni Iierqi Jónssijni og símað ótilkvaddur Morgunbl. svohljóðandi greinar- gerð fyrir inálinu: „Patreksfirði 30. nóv. ,27. Birtið eftirfarandi niðurstöðu í afsetningarmáli Einars Jón- assonar: Dómarinn lagði fram í rjett- inum brjef dómsmálaráðherra Jónasar Jónssonar „paraferad“ af Sigfúsi M. Johnsen, frá 28. nóv. 1927, áteiknuð nr. 1 svo- hljóðandi: í nel'ndu brjefi er þess getið, að sýslumanni sje um stundar- sakir vikið frá embætti, vegna vanrækslu á embættisrekstri. Þar sem sýslumaður Barða- strandasýslu hefir konunglega skipun sem emhættismaður, og þannig er skyldur að gæla allra skilorða, að lög og reglur sjeu í landinu; og þar sem liann ekki hefir fengið neinar ávít-. ur fyiir embættisfærsluna, er orðið „vanræksla" óákveðið og einskisvert; og þar sem núv. sýslumaður telur núverandi forsætis- og atvinnumálaráð- herra beri ábyrgð. á þvi, að maður, sem hefir verið sakað- ur um ændeysissakir, án þess að hreinsa sig af þeim áhurði, hefir verið skipaður dóms- og kirkjumálaráðherra, en slikt telur núverandi dómari inóðgun gagnvart konungsvaldinu og brot á 90. og 91 gr. hegningar- laganna; og þar sem hjer að öðru levti sje að ræða uin inis- beiting embættisvalds, sem er sprottin af pólitískum ástæðum til þess viðskifti á þrotabúi Hannes B. Stephensen & Co., Bíldudal, um greiðslur úr því, sem auglýst er 5. des. næst- komandi og það hinsvegar stendur í sambandi við van- traustslýsingu Hjeðins Valde- marssónar á fyrverandi stjórn frá síðasta þingi, út af tapi á 16000 krónum i þrotabúi H. B. Stephensens & Co. og' yfirlýs- ingu Jóns Þorlákssonar um að þær væru greiddar, telur dóm- arinn skylcíu sína exoficio að uppkveða úrskurð i málinu; einnig meðfram af því, að nú- verandi stjórn hefir ekki sýnt það, að hún sje þingræðis- stjórn. Var því í rjeltinum upp- kveðinn svofeldur úrskurður: Af framangreindum ástæSum tclur ni'wcrandi skipaður sýslu- maður óforsvaranlcgt að af- licnda embættið cða nokkuð því tilhegrandi. Einar M. Jónasson“. Á mál þetta er nánar minst í forustugrein vorri í dag. Suðurlandsskólinn. Nefnd sú, er sýslunefndirnar eystra skipuðu til þess að á- kveða skólasetrið, varð sam- mála um að láta hinn stjórn- skipaða Oddamann (Guðmund Davíðsson kennara) velja milli tveggja staða, sem nefndin lil- nefndi. Staðirnir voru jiessir: Grafarbakki á Hveraheiði ■ Hrunamannahreppi og Árbær í Holtum. Oddamaður hefir nú valið Árbæ fyrir skólasetur. Innflutningsbannið. Stjórnin hefir nú gefið út auglýsingu um það, að inn- flutningsbann það, sem ákveðið var 21. nóv. síðastl. vegna gin- og klaufaveikinnar í Danmörku og' Svíþjóð, skuli einnig ná til afuröa frá Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Sviss, Frakklandi, Póllandi og Tjekkóslóvakiu. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Anna Tómasdóttir, Jónssonar kaupm. og Þórður Albertson skrifstofumaður. Dánarfregn. 29. nóv. andaðist hjer í bæ Magnús fílöndal f'yrver. kaupm., 65 ára að aldri. Rógur Alþýðublaðsins. í síðasta blaði var drepið á dylgjur Alþ.bl. um að íhalds-. blöðin hefðu þegið styrk af gjaldkera Brunabótafjelags ís- lands. Mbl. skýrir frá þvi að það hafi fært þessar dylgjur í tal við rannsóknardómarann í sjóðþurðarmálinu, og hafi hann sagt að ekkert hafi komið fram í rannsókn málsins, er geli minstu átyllu til aðdróttana Alþ.blaðsins. Preutsmiðjan Gutenberf. 122 er herfað óplægt með hnífaherfi og spaðaherfi, og notaður slóði til að jafna flagið jöfnum höndum við herfinguna. Á þennan hátt telur H. V. að verkið vinnist miklum mun fljótara en að plægja fyrst og herfa á eftir. A.uk þess hepnast rólgræðslan stórum betur þar sem er herfað án þess að plægja. Þrátt fyrir hina álitlegu iýsingu — sem óefað var bygð á töluverði reynslu og rökum — náði þessi herfingarsljettun engri útbreiðslu fyrst í stað, þó að slöku bændur hafi ef til vill notað hana lítilsháttar. .4 síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessu, sjerstakíega á Austurlandi. Þar hefur verið gert milc- ið að því að herfa óplægt þýfi og sljetta á þann hátt. í sambandi við jarðvinslutilraunir Austfirðinga hal'a komið fram á sjónarsviðið nýjar gerðir af herfum, sem sjerstaklega eru ætluð til þess að vinna þýfið óplægt. — Svokölluð saxherfi og rótherfi, sein kend eru við Lúðvík Jónsson búfræðikandidat, og alment nefnd Lúðvíksherfi. Smíði þessara herfa hefur verið styrkt riflega bæði úr ríkissjóði og af Búnaðarfjelagi íslands. Auk Lúðviksherfanna hafa bíldherfi frá Finnlandi = Hankmóherfi verið notuð við þessa vinslu og þótt gefast vel. Eins og búast má við eru hugmyndir manna um þessa sljettunaraðferð æði mikið á reiki ennþá sem komið er. Sumir halda því fram — i fullri alvöru — að hægt sje t. d. að sljetta með Lúðvíksherfunum svo að segja hvaða grjótlaust land sem er, án til- lils til stærðar þýfisins. Það sje ekki annað en fara nógu margar umferðir um landið. Aðferðin er ekki fyllilega mótuð ennþá, og er að ýmsu leyti gölluð, t. d. hefir hún þann stórgalla, að 123 það er mjög hætt við að hún sje misnotuð þannig, að menn reyni að nota hana þar sem hún á alls ekki við. Þrátt fyrir það verður ekki gengið þegjandi fram hjá henni. Hún mun útbreiðast — að minsta kosti í bili — bæði sem venjuleg heimavinna með hestum, og sem vjelyrkja (sbr. kaflann um vjel- yrkju). Slík skyndiræktun verður þyrnir í augum 24. mynd. Saxherfi Lúðvíks jónssonar. þeirra, sem kunna að sljetta með sáðsljettuaðferð- inni. Það er sárt að þurla að slá af kröfunum þegar alt bendir til þess, að sáðsljettan sje hið rjetta mark, þangað beri að stefna;.og því sárara sem styttra og auðfarnara virðist að markinu. Samt verður að slá al'. Það má því miður ekki halda sáðsljettunni að bændum sem því eina rjetta. Það er fullsnemt ennþá. Af þvi að jeg hefi svo oft raælt þannig, að alt 124 annað en sáðsljettur væri kák, sem að eins tefði fyrir hinni raunverulegu ræktun, vil jeg í stuttu máli gera grein fyrir þeirri skoðun, sem jeg nú orðið verð að aðhyllast, hvort sem mjer þykir betur eða ver. — Bændastjettin — og þjóðin öll — kiknar undir óræktinni, — ræktunarleýsinu. Bændum liggur líf við að stækka túnin. Ræktunarskilvrðin eru fyrir hendi. Þau leyfa svo góða ræktun að undrum sætir. Það tekur langt fram því sem nú þekkist sem venjulegt. Ræktunarkunnátta og ræktunarvani eru af skornum skamti. Flestir bændur eru líkt staddir eins og frum- býlingar á nýbýhnn. Framtíð þeirra veltur á þvi, hvort þeim tekst á stuttum tíma — fáum árum -— að auka hinn árlega fóðurafla sinn, svo að þeir geti fjölgað fjenaði sínum án þess að framleiðslukostn- aðurinn aukist að sama skapi. Hver kýrfóðurvöllur er slórt spor í áttina. Um að gcra að rækta se.m mest á sem ódýrastan hátt. Kröfurnar um ræktunargæði og gróður verða að vera hóflegar. Gróðurinn eins og gengur og gerist á gömlu túnunum. Jarðvinslan svo að megnið af nýræktinni sje. sæmilega vjelfært. Það verða ekki nema stöku menn, af þeirri kynslóð sem nú situr jarðirnar, sem komast lengra en þetta. En jiessir fáu menn kenna þeirri kynslóð, sem næst telc- ur við, svo að hún verður ekki ánægð með minna en að gera hvorttveggja i senn, að auka við ræktun- ina og rækta aftur að nýju alt sem áður var ræktað á ófullkominn hátt. Sú kynslóð breytir gömlu tún- unum í sáðtún og ekrur, og ræktar mestmegnis með fullkominni sáðrækt. Sljettun með herfingu — án þess að plægja — er

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.