Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 4
MENTAMÁL 98 Jón Þórarinsson fræðslumála.stjóri. F. 24. febrúar 1854. — D. 12. júní 1926. Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri varð bráðkvaddur laug- ardaginn 12. júní, sifidegis. Dauðann bar ekki óvænt að dyr- um. Hann hafði verið lasburða síðasta árið og lojóst við dauða sínum á hverri stundu. Mátti aðdáanlegt heita, hversu lítiÞ varð vart lasleika hans, er maður hitti hann, og hnignun var enga að finna í viðtali. Jón Þórarinsson var fæddur á Melstað 24. febrúar 1854. Faðir hans var Þórarinn prófastur Böövars- son Þorvaldssonar sálmaskálds, og móðir Þórunn Jónsdóttir, systir síra Halldórs á Hofi i Vopnafiröi. Jón var á fyrsta ári, þegar fööur hans var veittur Vatnsfjörður, og ólst hann ])ar upp ])angað til 1868, er faöir hans fjckk Garða á Álfta- nesi. Hann útskrifaöist úr latínuskólanum 1877, tók heim- spekipróf viö Hafnarháskóla 1878. Þar lagði hann um skeiö stund á guðfræöi, en vjek frá ])ví ráöi og tók aö kynna sjer uppeldisfræði og skóla'mál. 1882 gerðist hann forstööumaði-i1' Flensborgarskólans, sem þá var stofnaður. Var það eingöngu verk þeirra feðga, síra Þórarins og Jóns sonar hans, aö sa skóli komst á fót. Þeir fegðar voru einkar samhentir um af- skifti af opinberum málum og brautryöjendur í fræöslu- °S vegamálum. Sat Jón á þingi fyrir Gullbringu- og Kjósar- sýslur frá 1886—1899. 30. maí 1908 var Jón Þórarinsson skip" aður fræðslumálastjóri, samkvæmt lögum um fræöslu barna frá 1907. Átti hann við mikla ‘örðugleika að stríða og skiln- ingsleysi, við bæði þau höfuðviöfangsefni, sem lífið fjekk hon- um í hendur, eöa rjettara sagt, sem hann kaus sjer aö lífs" starfi; ])ví hann rak ekki á reiðanum upp aö þessum lönd- um, heldur kaus hann sjer þessi lífsstörí, þrátt fyrir hina örð- ugu aðstöðu, sem honum var ljóst, aö brautryðjendur 1 fræöslumálum myndu eiga við að búa. Verður beggja ])eás- ara höfuöverkefna hans minst nánar í þessu riti síðar. Áð

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.