Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 16
118 MENNTAMAL Anna Hlöðversdóttir sjötug Anna Hlöðversdóttir er fædd í Vallaneshjáleigu á Fljótsdalshéraði 29. sept. 1876. Hún stundaði nám í kvennaskólanum í Ytri-Ey 1894—96. 1897 giftist hún Sigurði Jónssyni frá Set- bergi í Nesjum og bjuggu þau lengst af á Reyðará í Lóni. Þar lézt Sigurður 1917, en Anna bjó áfram með sonum sínum, unz hinn elzti þeirra, Geir, tók við búsforráðum. Anna gerðist farkenn- ari í Lóni 1928. Hefur hún síðan kennt þar eða ann- ars staðar í Austur- Skaftafellssýslu. Hún hefur verið með afbrigðum áhuga- söm í starfi sínu og gefið gaum að nýjum kennsluaðferð- um, svo að hún gæti náð sem beztum árangri í hvívetna. Kennaranámskeið og kennaraþing hefur hún sótt flest- um öðrum betur og notað tímann vel. Anna og Sigurður maður hennar eignuðust 6 syni. Einn þeirra, Þórhallur trésmiður, er látinn, Geir býr á Reyðará, en 4 eru starfandi kennarar: Stefán í Reykja- vík, Hlöðver skólastjóri á Siglufirði, Ásmundur, alþingis- maður, í Nesjahreppi og Hróðmar í Hveragerði. Er það eins dæmi í íslenzkri skólasögu, að kona sé starfandi kennari og 4 synir hennar samtímis, en það hefur Anna verið síðastliðin 10 ár. Ó. Þ. K. Anna Hlöðversdóttir.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.