Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 24
126 MENNTAMÁL ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON: Um landsprófið (miÖskólaprófiS) Einn aðaltilgangur hinna nýju fræðslulaga er að koma samræmi á skólakerfi landsins. í hinni glöggu grein Ár- manns skólastjóra Halldórssonar í síðasta hefti Mennta- mála er sýnt fram á, hver nauðsyn rekur til slíkra breyt- inga og hvers er af þeim vænzt. Verður varla um það deilt, að hér er merkilegt spor stigið í rétta átt, þótt enn sé ekki séð, hvernig til tekst um framkvæmdirnar, en engin ástæða er til að vantreysta því, að þær verði yfir- leitt í samræmi við tilgang laganna, þó að það taki eðli- lega nokkurn tíma að koma breytingunum á og menn verði að þreifa fyrir sér um sumt, hvernig því verði bezt hagað. Hinu mega menn og ekki loka augunum fyrir, að eigi þarf að sveigja langt til hliðar af þeirri leið, sem fræðslulögin marka, til þess að lenda í ófærum. Bendir Ármann Halldórsson í grein sinni á þá hættu, að próf hvers skólastigs kunni að mótast að meira eða minna leyti af kröfum næsta skólastigs fyrir ofan, en svo eigi ekki að vera, heldur þurfi hvert skólastig að fá að ráða prófum sínum sjálft og sníða þau eftir því, sem nem- endum þess er fært eftir þroska og kunnáttu. „Þörfum og áhugamálum nemenda verður að sinna á hverju skeiði,“ segir skólastjórinn, „en líta ekki eingöngu til þess, sem verða á, heldur miklu fremur til þess, sem er.“ í þessum orðum felst jafnframt viðvörun við annarri hættu, sem nærri liggur, þegar verið er að skipuleggja og samræma kennslustarf skóla, en hún er sú, að kennslan verði um of bókstafsbundin og stirðni í sveigjulausum

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.