Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 131 einhver rök að styðjast, en sennilega ekki nema í örfáum tilfellum. Miklu verri þrándur í götu slíks félagsskapar er það, að til margra þeirra foreldra, sem mestrar leiðbein- ingar þarfnast, er ekki hægt að ná á þennan hátt. Þeir for- eldrar, sem starfa vel í slíkum félögum, hafa af því mikið gagn, engu síður en börnin og kennararnir. En mark og mið þessara foreldra með uppeldi barna sinna er jafnan í miklu samræmi við markmið skólans. Sameiginleg áhugamál begggja aðila auðvelda frekari samvinnu. Sá hængur, sem á slíkum félagsskap er og áður var á minnzt, er erfiður viðfangs, en með þrautseigju og þolin- mæði er vafalaust hægt að vinna nokkurn bug á honum. Og vitanlega er hægt að gera of mikið úr þessum erfiðleik- um og hafa þá sem afsökun á algerðu aðgerðaleysi í þessum efnum. En sannleikurinn er sá, að umhyggja foreldra fyrir börnum sínum hefur aukizt á síðari tímum og virðist nú ört vaxandi. Aðalhlutverk félagsskapar foreldra og kenn- ara er að beina þessari umhyggjusemi á réttar brautir. o*o«o«o*o*o*o*o*o*o*o*o*c •o*o»o«oio*o«o»o*o*o»o*o« Annáll MiSbæjarskólans. I’essi þáttur var eigi saminn til þess að liirtast á prenti, en ég hef fengið tilmæli frá nokkurum kennurum, einkum utan af landi, um að hirta liann. Og þar eð Menntamálum lierast næsta fáar beiðnir uni „óskalög", vil ég verða við þeim. Ritstj. Forsaga. Barnaskóli var fyrst stofnaður í Reykjavík 28. jan. 1830, en lagðist niður 1849. Fyrsti forstöðumaður hans var danskur maður, en hann gegndi því starfi aðeins eitt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.