Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 60

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 60
118 MENNTAMÁL að vaða yfir höfuð honum með yfirgangi. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir, hélt þeim fram með hógværð en festu og lét ekki hlut sinn fyrir neinum manni. Hann var traust- ur maður á allan hátt, ágætlega fallinn til allra félagsstarfa og samvinnu, mjög vel máli farinn, rökvís og rólegur á fundum, hugsaði hvert mál vel og studdi það eitt, er hann hugði rétt. Hann var áhugasamur um opinber mál og þjóð- mál, ákveðinn flokksmaður, en frjálslyndur og víðsýnn maður, og ekki einn af þeim, sem hætta að hugsa, er þeir skipa sér í flokk, og láta aðra mynda sér skoðanir og af- stöðu til hvers máls þaðan í frá. Hann var í stuttu máli fyrirmyndar þjóðfélagsborgari, eins og þeir þurfa að vera í lýðræðislandi." Á. H. 75 ára afmæli Danmarks Lærerforening. Danmarks Lærerforening hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í Kaupmannahöfn 8.—11. ágúst s. 1. Stjórn þess bauð 1-—2 fulltrúum frá Samb. ísl. barnakennara að taka þátt í hátíðahöldum þessum og skyldu þeir fá ókeypis vist í gistihúsi meðan mótið stóð yfir. Stjórn S. í. B. þakkaði þetta vinsamlega boð og ákvað strax að fá einhverja kennara, sem staddir væru erlendis, til þess að vera fulltrúa S. í. B. á móti þessu, en það reynd- ist ekki eins létt og ætlað var. Þó rættist vel úr að lokum, því að frú Arnheiður Jónsdóttir, kennari frá Reykjavík hafði verið á kvennaþingi í Suður-Svíþjóð, er lauk 6. ágúst, og skrapp síðan yfir sundið til þess að vera fulltrúi S. í. B. á nefndu afmælismóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.