Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XXIII. 4. NÓV.—DES. 1950 ??ÞaS er svo bágt aS standa í staS." (Erindi þetta var flutt á fundi skólastjóra héraðs- og gagnfræðaskólanna að Eiðum s. 1. sumar. Birtist það hér óbreytt að kalla að öðru leyti en þvi, að því hefur verið gefiö nafn. Því er svo farið um greinar eins og Tómas kveður um landslagið, þær yrðu lítils virði, ef þær hétu ekki ncitt, og hrekkur þó nafngiftin ekki alltjent til). Þegar kennarar koma saman á þing og ráða ráðum sín- um um starfsgrein sína, eru vandamál sem þessi ofarlega eða jafnvel efst á baugi: Hvernig á að skipta kennslustund- um hagkvæmast milli námsgreina, á þessi grein að fá einni stund færra á viku og hin einni fleira? Hvernig á að kom- ast yfir tiltekið námsefni og láta nemendur skila því þann veg, að þeir kennarar, sem við þeim taka, séu ánægðir, eða þá að nemendur sýni það á prófi, að eitthvað hafi nú setið eftir í þeim? Það hellubjarg, sem mestallt skólastarf okkar er reist á, er þetta: Nemendur eiga að læra og muna til prófs til- tekin fræði, og dæmist sá skóli beztur og sá kennari fremst- ur, sem tekst að láta nemendur sína selja sér aftur í hendur helzt sama pundið og þeim var fengið. Ef það er rangt skil- ið, að skólastarf okkar snúist að verulegu leyti um þennan fræðinámsmöndul, hef ég verið glámskyggn og er fús að taka hverri leiðréttingu, enda sagði ég í upphafi mestallt, því að mér er kunnugt um heiðarlegar tilraunir til þess að hverfa litillega frá þessu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.