Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 34
20. norræna skólamótið í Stokkhólmi 20. norræna skólamótið verður haldið í Stokk- hólmi dagana 4.-7. ágúst n. k., en }tá eru liðin 100 ár frá því, að íyrsta mót þessarar tegundar var haldið í Gautaborg i Sviþjóð. l>að eru kennarasamtök og Iræösluytirvöld á Norðurlöndum, sem gangast fyrir þessum mót- um, en þau eru opin öllum áhugamönnum um skóla- og uppeldismál. Sérstakar neíndir starfa í liverju landi að því að undirbúa þátttöku í mótinu. Eftirtaldir menn skipa íslenzku nefndina: Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, formaður, Stefán Ól. Jónsson, fulltrúi, ritari, Andri ísaksson, forstöðumaður Skóla- rannsókna, Áslaug M. Friðriksdóttir, kennari, dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, Gunnar Norland, menntaskólakennari, Halldór Guðjónsson, kennari, Ingi Kristinsson, skólastjóri, Ingólfur A. Þorkelsson, kennari, Jakobína Guðmundsdóttir, kennari, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, Marteinn Sívertsen, kennari, dr. Matthías Jónasson, prófessor, Ólafur S. Ólafsson, kennari, Skúli Þorsteinsson, námsstjóri, Þorsteinn Sigurðsson, kennari. Viðfangsefni mótsins. Aðalmál 20. norræna skólamótsins verður ÞRÓUN NORRÆNNA SKÓLAMÁLA. Kunnir stjórnmála- og skólamenn flytja erindi um ýmsa Jrætti skólamálanna. Má þar á meðal nefna: Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar; fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur og Noregs þá K. B. Andersen og Helge Sívertsen; dr. Kosli Huuhka frá Finnlandi; prófessor Torstein Husén frá Svíjyjóö og fleiri. Af íslendinga hálfu flytja erindi eða taka Jjátt í umræðufundum eftirtaldir menn: dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, Guðmundur Arnlaugs- son, rektor, Jónas Pálsson, forstöðumaður, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Þuríður J. Kristj- ánsdóttir, uppeldisfræðingur. Þátttaka íslendinga. Islendingar hafa lengi tekið Jtátt í þessum mótum og vaxandi fjöldi hefur sótt þau. Yfir 40 manns liafa jægar skrásett sig til þátttöku i sumar. Nefndin hefur eftir föngum reynt að alla vitneskju um kostnað og getur gefið eftirfarandi upplýsingar: Þátttökugjald er 25 kr. sænskar, sama gjald fyrir einstaklinga og hjón. Flugfargjald miðað við 50 manna hóp er 11.600. — krónur. Þá er gert ráð fyrir Jrví, að allir fari í hóp til Stokkhólms, en lieimför má dreifast á einn mánuð og má þá fljúga um Kaup- mannahöfn og Oslo að vild. Um dvalarkostnað er ekki vitað ennjaá, en vænta má, að hann nemi 1000 krónum á dag. Ferðastyrkur. Vænta má smávegis styrks frá menntamála- ráðuneytinu, en hver hann verður er ekki unnt að segja til um fyrr en vitað er um endanlega þátttöku. Nánari upplýsingar eru veittar í Fræðslumála- skrifstofunni og hjá nefndarmönnum. MENNTAMÁL 28

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.