Menntamál


Menntamál - 01.02.1971, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.02.1971, Blaðsíða 31
er nú liáttað, en við höí'um ekki áhuga á því; við viljum kanna, hvað sé raunverulegt í þeim verknaði (process) að mennta: þ. e. a. s. í því að stuðla að þroskun hugans (ekki aðeins almennt heldur og á afmörkuðum sviðum, svo sem í stafsetningu, reikningi, lestri og þar fram eftir götunum, allt að mati á Hamlet). Ef við leituðum slíksþroska mitt í hávaða og þef skólastofu hins grunn- hyggna raunsæismanns, gæti farið svo, að við fyndum hann alls ekki. Hverjum sést þá yfir raunveruleikann: prófandanum, sem ekki hirðir um hávaðann, eða raunsæis- manninum, sem ekki hirðir um menntun- ina? Báðir skeyta ekki vissum þáttum raun- veruleikans, en sá hluti, sem raunsæismað: urinn afneitar, virðist mörgu hugsandi fólki miklu mikilvægari. Allt aðra afstöðu hefur margt ágætisfólk, sem finnur raunveruleikann í uppeldisfræð- inni í glampanum í augum barnanna, í hljómi radda þeirra, í skemmtilegu orðfari þeirra og töfrum listaverka þeirra. Þetta fólk mundi einnig fyrirlíta þá leit að raun- veruleikanum, sem birtist í tveimur staðal- villum. En það mundi einnig verða að við- urkenna, að starf þeirra er ekki takmarkað við það eitt að halda nemendunum glöðum og skapandi; heldur að þeir verði að stuðla að þroska hugans, og það er kenning þeirra að gleði og skapandi starf sé þroskavæn- legra en blóð, sviti og tár. Gott og vel, en þessa kenningu þarf að sanna. Sönnunin get- ur ekki verið sú ein, að börnin eru í raun og veru glöð og skapandi. Hún verður að felast í því, að þau læri meira glöð og virk en þegar þau eru leið og óvirk. Og til að sýna, að þau læri rneira, þá þurfunt við að mæla mismun, og það er góð æfing í að hugsa um menntun að neita að viðurkenna hann sem ,,raunverulegan“, nema hann sé a. m. k. tvisvar sinnum meiri en staðalvilla við mælingu slíks mismunar. Staðalvilla meðaltals Ef lesandinn lítur fyrirsögnina horn- auga og liugsar með sér; „Sami grautur í sömu skál“, er hann á villigötum. Réttara væri að segja: „Sjá roðann í austri." Lesandinn hlýtur að hafa velt fyrir sér, hvort hann geti nokkurn tíma sannað, að munur á einhverju tvennu í menntun sé raunverulegur, þar sem mælistikan, sem við notuðum til að mæla „mat á Hamlet“, var það nákvæm, að ekki skakkaði meira en einum þumlungi, og samt reyndist sá lág- marksmismunur sem við gátum viðurkennt sem raunverulegan, vera 2,8 þumlungar. Einnig er staðalvilla flestra bekkjarprófa u. þ. b. 3 frumeinkunnastig( raw score points), en lágmarksmunur tveggja einkunna, sem við notuðum lil að mæla „mat á Hamlet", við getum viðurkennt sent raunvendegan (við 5 °/c mörkin), er 8]/2 stig. Ef jjetta er svona, er allt sem við getum sagt um dreif- ingu einkunna í flestum bekkjarprófunr það, að flestir í efsta fjórðungi nemendanna á þessu prófi hefðu að líkindum yl’irburði yfir nemendurna í neðsta fjórðungnum. Við gætum ekki sagt neitt með vissu um nem- endurna, sem hefðu einkunnir þar á milli. Allt er þetta dapurlegt en satt; það er lítil von til þess að hægt sé að sanna eitt né neitt um menntun með einu einasta prófi. Hin eina von er bundin við endurtek- in próf, annaðhvort að prófa marga nem- endur með hverju einstöku prófi, eða prófa sama nemandann með mörgum mismun- andi prófum á skólaárinu. Ástæðan er sú, að staðalvilla meðaltalsins er miklu minni en staðalvilla einkunnanna, sem meðaltalið er tekið af. Með hverjum nemanda — eða prófi — sem bætist við, minnkar staðalvillan, þar til svo er komið, að ekki verður svo erf- itt að sanna að ein kennsluaðferð sé betri en önnur, eða vissir nemendur hafi yfirburði yfir aðra í ákveðinni grein. Aðferðin til að reikna út staðalvillu MENNTAMÁL 25

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.