Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Sigurjón Björnsson, prófessor: Ahrif umhverfis á greindar- þroska barna Erindi flutt á XII. Norræna fóstruþinginu ._________________________________1 MENNTAMÁL 120 Árið 1965 liófst greinarhöfundur itanda um, ásamt samstarfsfólki sínu við Geðverndardeild fyrir börn í Heilsuverndarstöð Reykjavfkur, stöðlun á greindarprófi Wechslers fyrir börn1. I jressu skyni var valið úrtak 1100 barna á aldrin- um 5--15 ára í Reykjavík. Ákveðið var að nota tækifærið, úr því að svo stórt úrtak var fengið, til þess að gera ýmsar fleiri athuganir á börnunum og safna upplýsingum um uppeldi þeirra og að- stæður. Megintilgangurinn með þessu var að ganga úr skugga um tíðni og eðli sálrænnar veikl- unar hjá börnum og unglingum í Oeykjavík, svo og leiða getum að helztu oryökum slíkra vand- kvæða.2 Efni það, sem hér er til umræðu. „áhrif um- hverfis á greindarþroska barna“, var því ek!;i citt jreirra könnunarverkefna, sem ráðgerð voru. Það er til komið vegna þessa móts. Tekin hafa verið viss athugunar- og upplýsingaatriði og reynt að ganga úr skugga um með því að viðhafa tölfræði- lega útreikninga, hvort einhver svör gætu fengizt við spurningunni um álirif umhverfis á greind- arþroskann. Þetta er nauðsynlegt að taka fram, því að eflaust liefði verið staðið öðru vísi að könn- uninni, ef hún hefði liaft þetta markmið í upp- hafi. Þær breytur, sem notaðar eru í þessu úrtaki sem mælistikur á greind, eru þrjár greindarvísitölur (WlSC-munnl.hl., WISG-verkl.hl. og WlSC-heild) og barnaprófseinkunnir hjá tæplega 600 börnum í fimm breytum: íslenzku, reikningi, lesgreinum, handavinnu (að vísu rangnefni, því leikfimi, sund, skrift og teikning er tekið nteð) og aðaleinkunn á barnaprófinu. Safnað var upplýsingum um uppekli, aðstæður og fjölskyldu barnsins. Urðu það alls 23 breytur. Hér er ekki ástæða til að geta þeirra allra, þar sem þær koma ekki við þessa sögu. Tafla 1 er fylgnitafla. Þar eru skráðar allar jrær umhverfisbreytur, sent sýndu marktæka fylgni við einhverjar af greindarbreytunum átta. Eins og á töflunni sést, er hér um að ræða 16 um- hverfisbreytur. Skal þeim nú lýst lauslega. Starf fyrirvinnu: Fyrirvinnum barnanna var skipt í sex starfsgreinahópa sem hér segir: 1. Ófaglært verkafólk

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.