Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 18
V JÓLAGJÖFIN V E. Sig. þýddi. Henrik var tíu ára. Hann var mynd- arpiltur og hlakkaði auðvitað til jólanna eins og öll börn gera. Frá því að stóra verzlunin í aðalgöt- unni hafði sýnt jólavörur sínar í stóra útstillingaglugganum, hafði hann tekið krók á leið sína úr skólanum og komið þar við daglega. Það var einhver hul- inn máttur, sem dró hann þangað, því að þar var einn hlutur, sem hann hafði sérstakan áhuga á. Það var lítil járn- brautarlest, sem ók þar fram og aftur á glampandi teinum. Henrik þreyttist aldrei af að horfa á þessa lest, þar sem hún rann áfram með marga vagna á eftir sér, hvarf milli snjóugra ása og kom svo í ljós aftur. I þessum sama glugga var askja með mynd af lestinni, og í henni voru allir hlutir til að setja saman svona lest,. Þessa öskju langaði Henrik mest að eignast. Það væri reglulega gaman að búa tii svona lest. Hann gæti byggt stöð úr kubbum, sem hann fékk um síðustu jól. Snjóhæðirnar var auðvelt að búa til úr baðmull. Þegar Níels nábúi hans kæmi til að leika sér við hann, gætu þeir unað marg- ar stundir við að byggja lestina og leika sér að henni. Þá mundu rigningardagarn- ir fljótir að líða. Ilann langaði mest til að fá þessa lest í jólagjöf, en það var vafasamt, að hann fengi nokkurt leikfang í jólagjöf. Hann hafði nýlega verið svo óheppinn, að rífa buxurnar sínar, og stuttu síðar missti hann blek ofan í nýju, ljósbrúnu peysuna sína. Móður hans tókst ekki að hreinsa þenn- an blett burtu, og svo hafði hún sagt, að bezt væri að gefa honum nýja peysu í jólagjöf í staðinn fyrir leikföng. Það líkaði honum ekki vel. Þetta var eins og að fá kalda gusu framan í sig. Það var ekki mikið í það varið að fá föt í jólagjöf. Föt þurftu menn alltaf að kaupa. Honum var sagt, að mörg börn fögnuðu því að fá góð föt í jólagjöf. En ekki var hann ánægður með það. Hann óskaði þess aðeins að fá járn- brautarlestina. Það var ljóta óheppnin að missa blek- ið niður í peysuna, og svo bar svo mikið á því, af því að hún var svo ljós. Henrik ákvað að fara vel með fötin sín. Það var heldur ekki svo gaman að klifra í trjánum nú, þegar þau voru orðin blað- laus. Hann ákvað líka að vera ólatur að fara sendiferðir fyrir mömmu sína, þá gæti skeð, að liún gleymdi peysunni. Dag- inn, sem Henrilc fékk jólaleyfi, fór liann eins og venjulega að skoða lestina í búð- arglugganum. Þá hnikkti honum við. Hún var horfin úr glugganum, í stað hennar var þar röð af brúðum. Henrik 162 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.