Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1924, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.1924, Blaðsíða 14
50 BJARMI um augutn miklu betri, en aö menn smá- venjist af öllum kirkjuferðum við mikla prestafækkun. Pá var bent á, að peim væru menn viða hættir nú þegar, og ýmsir prestar í meira lagi liðljettingar frá kirkjulegu sjónarmiði: »T. d. í .... - sýslu, þar sem einn drekkur, annar og priðji messa varla nema við fermingu og á stórhátiðum« o. s. frv. »Pjóð, sem þarf að spara, hefir engin efni á að launa slíkum starfs- mönnutm »Liðljettingar eru annað veifið í hóp flestra starfsmanna ríkisins«, svöruðum vjer, »en sje embæltið sjálft eða starfið einhvers virði, er ráðlegra talið að skifta um menn en að leggja embættið niður«. Petta samtal ætluðum vjer ekki að gjöra blaðamál, fyr en vjer lásum um- mæli í blaðinu »Degi«, er fara i svipaða átt. Er þar jafnframt beinst að sjerstök- um presti, sem stjórnmálamaðurinn nefndi ekki, á þann veg, að prestur hlýtur að svara, Ummælin, sem hjer er átt við, eru i nafnlausu frjettabrjefi úr Austur-FIjótum í Skagafjarðarsýslu, dagsett 18. nóv. f. á., birt athugasemdalaust i »Degi« 20. des. f. á. og hljóða þannig: »Yfir öllu fjelagslifi er dauft í frekasta lagi, og þá bætir ekki úr með safnaðar- lífið; hjer er kornungur prestur, en virð- ist vilja hafa næðissamt lif. Hefir einu sinni verið messað í heimakirkjunni en aldrei í útkirkjunni siðan í júní í vor. Er það slæmt að láta aðra eins menn og þetta vera stórlaunaða af almanna fje«. Fljótin eru tiltölulega rojög þjettbýl og mannmörg sveit, og fyrir 20 til 30 árum voru Fljótamenn taldir mjög kirkjurækn- ir, svo frásögn þessi er harla einkenni- leg, og vel nothæf fyrgreindri kirkjumála- stefnu, ef hún er ekki staðleysa ein, eða einhver óviðráðanleg veikindi eða önnur forföll hafi valdið þessu messuleysi. — Ritar presturinn á Barði væntanlega um það i »Dag«, og skal Bjarmi þá skýra frá þvi svari hans, eða flytja annaö svar hans, ef hann óskar. Messuföllin verða ekki notuð í vönd á gamla eða nýja trúmálastefnu, en þau geta orðið sárbeitt vopn gegn prestastjelt og þjóðkirkju yfirleitt, og þá er orðin tvöföld ástæða fyrir alla kirkjuvini að vera vakandi. ... ■ ............•==Si Hvaðanæfa. Heima. Sra Björn Jónsson, fyrv. prófast- ur á Miklabæ í Skagafirði, andaðist 3. f. m. nærri 66 ára að aldri. — Er þar hnig- inn mætur maður og merkur, sem ritstj. Bjarma á margar góðar minningar um, þótt ýmislegt bæri á milli. — Eins og kunnugt er, hallaðist sra Björn, minsta kosti siðari prestsskaparár sín, allmjög að þýskri ný-guðfræði og las mikið með- an sjón leyfði um þau efni. Man jeg það er fundum bar fyrst saman, að ágrein- ingsmálin voru efst á baugi, og samúðin líklega lítil á báðar hliðar, — en þegar viðkynning fór vaxandi, breyttist það. — Bak við trúfræðisgetgáturnar var hlýtl hjarta og mikill trúmálaáhugi, sem mjer varð kær. — Og enginn ný-guðfræðingur hefir skrifað ritsljóra Bjarma jafn itarleg og ástúðleg brjef sem hann. Sárt var að vita hann fara hjeðan úr bæ alblindan fyrír fám árum, enda þótt hingað kæmi hann i heilsubótarerindum sæmilega sjáandi. — En myrkrið hertók ekki sál hans. Ljósgeislar mættu bænar- orðum. Bækurnar, trygðavinir gáfumanna í strjálbýlinu, lukust ekki aiveg aftur, ástvinir lásu honum margt, — og blindur skrifaði hann sjálfur eftir æfisögu Sundar Singhs Mjer er það brjef engu síður kært, þólt stutt sje, en annaö brjef hans, þjettskrifaðar 8 bls. stórar, sem fyr- ir hann var ritað í októbr. 1920. Fjekk Bjarmi þar bæði aðfinningar og meðmæli, en þeir sem næstir standa blaðinu jafn- framt svo ákveðin lofsyrði, að ókunnug- um mundi þykja ótrúlegt að ný-guðfræð- ingur sendi. »Jeg er því meira en hissa«, skrifar hann í þvi sambandi, »hve fáir presta vorra rita í blaðið og hve slælega þeir styðja að útbreiðslu þess,.. .. « Sra Björn var bóndason, fæddur 1858 í Broddanesi i Strandasýslu, tók guðfræð- ispróf 1886 og var vígður til Bergstaða hálfum mánuði eftir prófið. Prem árum síðar flultist hann að Miklabæ i Skaga- firði, og var þar prestnr, og síðar pró- fastur, uns hann slepti prestsskap, er hann misti sjónina. Kona hans er Guöfinna Jensdóttir frá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.