Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1959, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.12.1959, Blaðsíða 1
Dýrö sé Guöi í upphœöum og friöur á jöröu meö þeim mönn- um, sem hann hefur velþóknun á. (Lúk. 2,Hi.). Enn einu sinni koma jólin til vor meö þann stórkostlega boðskap, sem þau hafa ávallt a'ö flytja. Það er unnt að lesa jólafráköguna og heyra ár eftir ár, og sífellt hefur hún eitthvað nýtt að færa, þótt meginefni hennar, boöskapurinn sjálfur, sé alltaf hinn sami óum- breytanlegi. Það er boðskapurinn stórlcostlegi um það, að Guð himn- anna gjörðist maður, kom til þess- arar jarðar til þess að gjörast frelsari syndugra manna. Sá tónn hefur og mun ætíð hafa sterkust áhrifin í sambandi við jólin. Án þessa meginatriðis verða jólin inni- haldslítil fyrir mannlegt hjarta. En boðskapurinn um það, að oss er í dag frelsari fæddur, og að þessi frelsari er Guð sjálfur, sem gjörð- ist maður vor vegna, hefur enn í dag eins og ávallt þann mátt, sem einn megnar að gagntaka hjörtun á réttan hátt. Jólin eru þannig fyrst og fremst til þess, að oss verði Ijóst, hvað Guð hefur gjört og gjörir fyrir oss. Þau eru boðskapurinn um Guð og hans hjálpræðisverlc, er hann tók á sig hold og gjörðist maður. Gagn- vart því undri munum vér ávallt verða gagnteknir og þakklátir, ef oss er Ijós sannleikurinn um að- stöðu vora og eðli. Það er boð- slcapurinn um það, sem „bar við“ eins og það var orðað í upphafi jólaguðspjallsins. Vér minnumst þess sem gjörðist, en sem enn í dag er í fullu gildi, og gjörist hverjum manni til handa, sem vill verða hluttakandi % þessu undur- samlega hjálpræði Drottins. Og hvar, sem menn lcoma auga á þenn- an sannleilca, sezt fögnuðurinn að völdum í hjartanu, svo að jólin verða í sannleika gleðileg jól. Þau verða það við það, að vér sjáum og slciljum, hvílíkur Guð ér og hvað hann hefur fyrir oss gjört á heil- ögum jólum. Eklcert fær hjartað eins til að fagna eins og það, að „frelsari heimsins er fæddur“. Þótt jólin þannig sé fyrst og fremst boðskapurinn um það, sem Guð er að gjöra fyrir oss, þá má heldur ekki gleymast, að vér eig- um að verða þátttakandi í atburð- unum á hinn rétta hátt. Söngur englanna á jólanótt, sem skráður er í upphafi þessarar hugleiðingar, gefur oss góða vísbendingu um þátt vorn. Hann er sá, að oss verði ijóst, að Guði ber dýrðin. Það er harmsaga mannanna, að vér höf- um eklci viljað gefa skapara vor- um þá dýrð, sem honum ber. Vér höfum gleymt Guði og „göfgað og dýrkað skepnuna í stað slcaparans, hans sem er blessaður að eilífu“, eins og Guðs orð segir á einum stað. Fyrir bragðið hefur jörðin orðið vettvangur, þar sem hver leitar síns eigin. Og í kjölfar þess hefur öfund og hatur og hvers kon- ar ill háttsemi sezt að völdum. Afleiðingar þess að dýrlca skepn- una í stað þess að gefa Guði dýrð- ina er hræðileg og auðséð í mörg- um myndum i sambúð vor mann- anna. Og þó segir Guðs orð oss, að ægilegastur verði endanlegur ávöxtur þessa, þegar hið illa fær að ná þróun sinni til fulls. Það er auðsætt, hvert það leiðir, að ganga þessa braut á enda, án þess að noklcuð sé að gert til bjargar. Og því er dýrmætt að heyra, að þessir undursamlegu hlutir gerð- ust í Betlehem á dögum Ágústus- ar keisara. Gamalt fyrirheiti hafði sagt, að í þessum litla bæ mundi sá fæðast, sem verða skyldi hirðir lýðsins og frelsari. Og það var ein- mitt hina fyrstu jólanótt, að hann kom, sannur Guð og sannur maður, fæddur af Maríu meyju. Guð hafði gefið hann helsjúlcu mannkyni, sem dag hvern hafnaði Guði. En á helgri jólanótt fæddist hann, sem gaf Guði dýrðina í öllum hlutum og á öllum sviðum. Hann einn lifði því lífi hér á jörð, sem til fulls heiðraði Guð og gaf honum þá 53. árg. dýrð sem honum ber. Og ekki það eitt, heldur var í honum kominn sá frelsari, sem kom til móts við oss á þann hátt, að vér gátum séð og meðtekið hjálpræði Guðs í honum þannig, að hjarta vort yrði gagn- tekið af þakklæti til Drottins, sem sendi oss sitt hjálparráð. Fjuglamir sungu um dýrð Guðs á Betlehemsvöllum fyrstu jólanótt. Það er ef til vill fyrsta sinni, sem dýrð Guðs hefur verið vegsömuð hér á jörð í fullum hreinleika. Vér skynjum i þessum dýrðarsóng fögnuð englanna yfir því, að mega flytja þau tíðindi, sem þeir voru sendir með. Það iðar allt af fögnuði yfir því, að þeim er Ijóst, að Guð hefur gert stórkostlega hluti til bjargar þessu mannkyni. Þessi söngur hefur síðan verið sunginn inn í hjörtun með hverri nýrri kyn- slóð. Það er hinn sanni söfnuður Guðs á þessari jörð, sem numið hefur sönginn og syngur hann í hverri kynslóð. „Og þeir syngja sem nýjan söng frammi fyrir há- sætinu — og enginn gat numið sönginn nema þær lJjJj þúsundir — þeir sem út eru leystir frá jörð- unni,“ segir á einum stað í Guðs orði. Vér lærum þá fyrst að syngja Guði sanna dýrð, þegar vér í neyð vorri mætum náð hans og hjálp- ræði og meðtökum það. Það er Guðs andi einn, sem getur skapað í hjörtum vorum þennan sanna lof- söng Guði til dýrðar, þegar hann fær að gjöra oss í sannleika hlut- talcandi i náð Guðs, með því að gjöra oss Ijóst, að Jesús Kristur er í sannleika frelsari vor. Það vant- ar mikið á, að þessi lofsöngur fái að búa í hjarta voru og hljómi þaðan svo hreint og skýrt sem hann ætti að gera. Samt er það svo, að það er eins og jólin geti í hvert sinn stillt lofsöngstóninn hreinni og skærari en hann ella er. En þótt söngnum sé áfátt, þá er þó sann- leikurinn um hann sá, að hann geymir alltaf „eilífa lagið“, sem komið er frá himni og Guðs andi skapar í hjörtum mannanna. Þann- ig berst það frá kynslóð til kyn- slóðar. Nú á dögum býr söngurinn í vorum hjörtum. Og vér skulum biðja Guð þess, að á þessum jól- um veitist oss náð til þess að gefa Guði í sannleika dýrðina. Vér skul- um biðja þess, að vér af öllu hjarta syngjum að þessu sinni: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu og velþólcnun yfir mönnum“.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.