Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 6
Haraldur Jóhannsson embætti! á nýrri öld Biskupsembættið er að mörgu leyti á tímamótum. Nýr biskup íslands verður sennilega valinn á þessu ári, vigslubiskupsembættið hefur verið í deiglunni, framundan er þúsund ára kristnitökuafmæli og aðskilnað rikis og kirkju hefur borið á góma. BJARMI leitaði til Qögurra kirkjumanna með spumingar um biskup og framtíðina. Þau eru sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, sr. Hall- dór Reynisson, safnaðarprestur í Neskirkju, Unnur Halldórsdóttir, djákni og kennari, og Þórarinn Bjömsson, guðfræðingur. Fyrst liggur beint við að spgija hvort breyt- ingar verði á verksviði biskups við næstu biskupaskipti. Koma vígslubiskuparnir meira við sögu. Verða jafnvel þrír biskupar á íslandi? „AUtaf má búast við að það verði einhver áherslumunur milli biskupa," segir sr. Guðmundur. „Einn biskup leggur áherslu á eitt atriði og annar á annað. Á síðasta áratug 20. aldar hefur biskup lagt áherslu á safnaðaruppbyggingu. Það er mikilvægt að leikmenn hafa komið inn í myndina. Einum biskup lætur betur að sinna guð- fræði boðunarinnar, öðrum guðfræði starfsins. Hvorugt má þó skyggja algjör- lega á hitt. Ég sé ekki róttæka breytingu á verksviði biskups, að vera hirðir og sáiusorgari presta og hafa tilsjónarskyldu með kristnihaldi í söfnuðunum, en þar styðst hann við sína trúnaðarmenn, prófastana. Mjög mikilvægur þáttur í starfi biskups er að visitera og hefur verið lögð áhersla á það síðastliðinn áratug. Ég tel það afar þarft. Vígslubiskupar hljóta að koma meira við sögu. Þeir eru nokkurs konar aðstoðarmenn biskups og hann getur falið þeim ákveðin verkefni, til dæmis að heimsækja söfnuði, taka meiri þátt í að úfkljá deiluefni og heimsækja kirkjur á afmælum. Ég tel ekki þörf á að gera ísland að þremur biskupsdæmum. Fólksfjöldinn hér er um það bil sá sami og í Árósum og engum dettur í hug að hafa þar þijú biskupsdæmi!1' „Breytingar á lögbundnu verksviði biskups tengjast ekki biskupskjöri beint en þó verður valdi biskups dreift nokkuð með löggjöf sem væntanleg er,“ segir sr. Halldór. „Verður það að teljast æskilegt því að miðstjórnarvald biskups er alltof mikið. Þá hefði verið æskilegt ef það kæm- ist í lög að nýr biskup sæti ekki lengur í embætti en tíu ár. Eflaust verða áherslu- breytingar með nýjum biskupi eins og ávallt með nýjum mönnum. Æskilegt væri að nýr biskup dreifði meira verald- legu valdi sínu en tæki þess í stað hirðis- hlutverk sitt alvarlega. Ekki er ólíklegt að nýr biskup feli vígslubiskupum fleiri verk- efni en það hefur verið gagnrýnt að verk- efni þeirra hafa verið fá. Á hinn bóginn tel ég ólíklegt að skrefið verði stigið til fulls og biskupsdæmin verði þijú. Fyrir þvi virðist til að mynda ekki pólitískur vilji.“ .Ákvarðanir um breytingar á biskups- embættinu eru teknar eftir leiðum sem löggjafinn hefur sett og þar getur kirkju- þing átt hlut að máli," segir Unnur. „Breyt- ing gerist því með endurskilgreiningu og lagabreytingum fremur en með nýjum manni. Sama gildir um fjölgun biskupa. Ég sé enga lausn vandamála kirkjunnár

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.