Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 8
„Verið ekki böm í dómgreind," skrifar Páll postuli í fyrra bréfinu til Korintu- manna (14:20). Notkun hugarins er til þess fallin að lofa Guð. Við emm sköpuð í hans mynd og hugurinn er hluti af þeirri mynd. Hugurinn auðgar kristna lifið. Það er ekki hægt að vera lærisveinn öðmvisi, það er ekki hægt að lofa Guð án þess að vita hver hann er. Lofgjörðin byggist á þekkingu á Guði. Hugurinn styrkir trúvöm okkar. Post- ularnir rökræddu við þá sem urðu á vegi þeirra. Þeir vissu að heilagur andi kveikti trú í hjörtunum, ekki þrátt fyrir rök heldur vegna raka sem opna hugann. En gleymum ekki að hugur án hjarta er ekki til neins gagnlegur. Kristin- dómur er ekki fyrir þröngan hóp gáfu- manna. Við þurfum hjörtu sem brenna fyrir sannleikann og þekkinguna á Guði. Innrömmuð (heims)mynd Ritningin gefur ramma til að hugsa innan. Þessi rammi er settur saman úr Qómm einingum: Sköpun, falli, endur- lausn og fullkomnun (endurkomu). Hér má finna grundvöll fyrir heimsmynd kristins manns. Lífið verður að taka mið af þessum sannindum. Ef við lítum á okkur sjálf innan þessa ramma þá skapaði Guð okkur í sinni mynd sem kórónu sköpunarverksins. Uppreisn mannsins gegn skapara sínum varð til þess að mynd okkar varð afskræmd. En Guð yfirgaf ekki manninn og hjálp- ræðisáætlun hans náði fullkomnun með verki sonar hans á Golgata. Nú er til gmndvöllur fyrir endurlausn mannsins. Guðs ríki kom á jörðu með Jesú og áætlunarverk hans var að gefa blindum sýn og fjötruðum lausn. En enn er að bíða hinnar endanlegu uppfyllingar, þegar Guðs ríki mun opinberast í allri sinni dýrð með endurkomu Jesú. „Lúkkið“ er upplýsingamiölun Viðhorf Tómasar Torfasonar Maðurinn er skapaður þannig að hann notar skynfærin til að meðtaka upplýsingar. Þessi skynfæri em augun (sjón), eyrun (heyrn), húðin (snerting), munnur (bragð), nef (lykt) svo það helsta sé upptalið. Þvi er ljóst að við mennirnir emm stöðugt að meðtaka upplýsingar. Almennt er talið að viðhorfið sé sá þáttur sem helst hafi áhrif á atferli okkar og afstöðu. Hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að viðhorfið mótist af þeim upplýsingum sem við meðtökum i hinni fjölbreytilegustu mynd. Alla tíð hafa menn lagt sig fram við að hafa áhrif á viðhorf náungans. Eitt sterkasta dæmið þekkjum við í sam- skiptum kynjanna. Þegar piltur reynir að ganga í augun á stúlku er hann að glíma við viðhorf hennar til hans. Hann miðlar upplýsingum til hennar í hinni fjölbreyttustu mynd til þess að hafa jákvæð áhrif á viðhorf hennar. „Lúkkið" En hvað er þá „lúkkið'7 Minn skilning- ur á hugtakinu er að um sé að ræða upplýsingar sem ætlað er að ná til sjónarinnar (umfram önnur skynfæri). í mínum huga er „lúkkið" ein tegund upplýsingamiðlunar sem líkt og öll upplýsingamiðlun hefur áhrif á viðhorf almennings. Það er þröngsýni að ætla að tengja „lúkkið" aðeins við hátísku, auglýsingar eða viðskiptalíf. Við tökum öll þátt í því að miðla upplýsingum sem ná til augna náungans, hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. Þegar þú hinsvegar átt eitthvað undir því komið að viðhorf Tómas Torfason rekur auglýsingastofuna Áhrif ehf í Reykjavík. almennings sé jákvætt gagnvart þér eða því sem þú stendur fyrir, er ekki óeðli- legt að þú skoðir hvaða áhrif þær upp- lýsingar hafa sem þú gefur með útlitinu, engu síður en þú skoðar hvaða áhrif þær upplýsingar hafa sem þú miðlar með munninum. Kemur þetta glöggt fram t.d. hjá ungu fólki í makaleit eða fólki sem hefur metnað til að ná langt í atvinnulíii. Þeir sem starfa að markaðs- og aug- lýsingamálum fást m.a. við það að mat- reiða upplýsingar og finna þeim æski- legan farveg, þannig að þær nái til almennings og hafi jákvæð áhrif á við- Það er pröngsýni að ætla að tengja Júkkið" aðeins við hátísku, auglýsingar eða viðskiptalíf. Við tökum öll pátt í pvíað miðla upplýsingum sem ná til augna náungans, hvort sem við erum meðvituð um pað eða ekki.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.