Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 24
Benedikt Arnkelsson Böndasonurinn sem varð hirðprédikari rédikarinn heimsfrægi, Billy Graham, lítur svo á að hann sé ekkert sérlega frábrugð- inn öðru fólki. Hið eina sem greini hann frá öðrum sé hversu umfangsmikið starf hans sé. Hann hefur verið boðberi fagnaðar- erindisins í 50 ár. Þessu má kynnast nánar í nýlegri sjálfsævisögu hans, Just as I am, eða Alveg eins og ég er. (Nafnið er upphaf á sálmi sem hefst svo á íslensku: Með enga málsbót aðra en þá, en hann er jafnan sunginn á samkomum prédikarans þegar fólk kemur fram til íyrirbænar.) Bókin var gefin út í Bandaríkjunum á fyrri hluta liðins árs. Aðeins mánuði eftir að hún kom á markaðinn þurfti útgáfufyrirtækið, Harper Collins, að fjórfalda upplagið. Milljón eintök seldust í mai og var bókin þá komin í þriðja efsta sæti metsölulistans hjá New York Times. Það er ekki að ófyrirsynju að fólk vill verða sér úti um ævisögu prédikarans. Billy Graham er bóndasonurinn sem varð hirðprédikari. Hann hefur boðað orð krossins fyrir 230 milljónum manna í 180 þjóðlöndum auk þeirra milljóna sem hann hefur náð til í útvarpi og sjónvarpi. Bandaríkjamenn segja um Graham: „Hann er prédikarinn okkar.“ Hann er jafnvinsæll meðal kaþólskra og mótmæl- enda, meðal forstöðumanna safnaða og forseta, hvar sem þeir heyra til í kirkju- deild eða stjómmálum. Hann hefur verið náinn vinur, andlegur leiðbeinandi og sálusorgari tíu síðustu forseta Banda- ríkjanna. Því má segja að hann skipi sömu stöðu og hirðprédikarar forðum daga. Ungurog óreyndur Billy Graham hitti forseta Bandaríkjanna í fyrsta sinn árið 1950. Það var Harry Tmman. Graham mátti tala við hann í 20 mínútur - og notaði tímann að mestu til að reyna snúa honum til trúar. - Þú verður að trúa á Jesú Krist og að hann dó íyrir syndir okkar, sagði prédik- arinn og bað bænar með honum. Þegar hann kom út frá forsetanum urðu honum á meiri háttar mistök. Hóp- ur fréttamanna beið hans og hann rakti íyrir þeim hvað þeim hafði farið á milli án þess að forsetinn hefði samþykkt það. Truman bauð honum aldrei framar í Hvíta húsið. Þeir hittust mörgum árum síðar og Graham bað hann afsökunar á þessari skyssu. Tíminn leið og hann varð andlegur ráð- gjafi Dwights Eisenhowers en sá spurði hann um veginn til sáluhjálpar. Prédikar- inn varð fastagestur í Hvita húsinu í tið Johns F. Kennedys. Skömmu áður en Kennedy var skotinn í Dallas hafði hann beðið Graham um einkaviðtal. En prédik- arinn var lasinn og frestaði þvi að hitta hann. Seinna varð hann órólegur þegar Kennedy áformaði að halda til Dallas 1963 og reyndi að komast til hans til að vara hann við ferðinni. En ekki reyndist tími til þess og Kennedy féll fyrir byssukúlu í Dallas eins og kunnugt er. Það átti ekki fyrir Billy Graham að liggja að fóðra skepnur þótt hann væri bóndasonur. í stað þess deildi hann út „brauði frá himnum" er hann boðaði fagnaðarerindið milljónum manna um allan heim og varð andlegur ráðgjafi tíu forseta. Graham hefur æ síðan harmað að hann fór ekki á fund forsetans. Aðrir forsetar Graham segir að Lyndon B. Johnson hafi ekki verið neinn dýrlingur og hann hafi verið orðljótur. En þegar prédikarinn var nálægur baðst forsetinn afsökunar á blótsyrðunum. Richard Nixon var sá forseti sem hann taldi nánasta vin sinn. En hann segir að sér hafi ofboðið þegar birtar voru segul- bandsupptökumar vegna Watergatemáls- ins þar sem heyra mátti ófagurt orðbragð forsetans. Hann hvatti Gerald Ford til að náða Nixon og gerði Ford það. Þá vom góð tengsl milli prédikarans og Jimmys Carters. Þeir em báðir svonefndir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.