Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 16
Kjartan Jónsson „Meira en nokkur orð fá lýst“ Bislcup íslancLs, herra Karl Sigurbjörussou vísiterar dóttursöjuuði í AJ'ríku Eins og kunnugt er heim- sótti biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, dótturkirkjur íslendinga í Eþíópíu og Kenýu seinni hluta maí-mánaðar. Hann er fyrsti biskup íslensku þjóðkirkjunnar, sem fer í slíka vísitasíu, og braut því blað í íslenskri kirkjusögu. Hann fór í fylgd Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem hefur starfað sem kristniboði í Eþíópíu í 14 ár. í þessu viðtali eru nokkrar hugleið- ingar biskups eftir heimkomuna. Sjón er sögu ríkari „Það er með mig eins og marga íslend- inga á mínum aldri að maður vissi eitt og annað um kristniboðið. Ég las Sól yfir Blálandsbyggðum sem strákur og heyrði frásagnir kristniboðanna sem komu í skólana og KFUM og sögðu frá. Maður heillaðist af því. Þetta var allt sveipað ævintýraljóma. En sjón er sögu ríkari. Þetta er ekki ævintýri heldur raunveruleiki. Það sem íslenskir kristniboðsvinir voru að vinna og segja frá var grundvöllur að raunverulegu starfi, það var sáningar- og uppskeru- starf, miklu meira en nokkur orð fá lýst þvi að ég sá þama kirkju sem er í ríf- andi vexti, bæði í Eþíópíu og Kenýu. Hún annar ekki eftirspurn, getur ekki tekið á móti fólki sem vill komast inn. Fólk er í þröng til að komast að. Það er upplifun að verða vitni að því. Það er eitthvað sem okkar þreytta en oft sjálfumglaða kirkja á íslandi mætti hugleiða og læra af. Mér varð það afar ljóst í þessari ferð. Við höfum gjarna litið á okkur sem veitendur og höfum komið í okkar vestræna yfirlæti með alla okkar yfirburði og auð en við erum þiggjendur líka. Umfram allt höfum við margt af bræðrum og systram í Afríku að læra. Þau fagna yfir ýmsu sem fundnum fjársjóði sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Þau upplifa fagnaðar- erindð sjálft sem kraft Guðs til hjálp- ræðis. Margt í lífi kirkjunnar er okkur einnig til eftirbreytni. Þar má nefna áhersluna sem er lögð á bænina í öllu lífi og starfl kirkjunnar. Og fræðslan er í brennidepli, fræðsla trúnema og skím- þega, og eftirfylgd, með biblíufræðslu og kvennastarfi svo eitthvað sé nefnt. Mekane Yesu kirkjan leggur mikla áherslu á ýmiskonar líknarþjónustu og hjálparstarf og þróunarverkefni þannig að hún er í sannleika biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja og það vildi ég sjá þjóðkirkjuna okkar verða líka. Mekane Yesu kirkjan glímir við ótal vandamál, þessi mikli og hraði vöxtur hefur ekki verið þrautalaus og kirkjan á við mikla vaxtarverki að stríða." Kristniboðs- og hjálparstarf verði sett á dagskrá í alvörunni „Ég fór í þessa ferð vegna þess að ég hef lagt mikla áherslu á að kirkjan okkar setji kristniboð og hjálparstarf á dagskrá í alvöranni, að við tökum mark á því að þetta er ómissandi þáttur í vera kirkjunnar. Ferðin var stórkostleg reynsla og upplifun. Jónas Þórisson var náttúralega úrvals fararstjóri og þekkir aðstæður í Eþíópíu út og inn. Auk þess hefur hann gríðarmikla þekkingu og reynslu af málefnum hjálparstarfs í Afriku yfirleitt. Það var því mjög lærdómsríkt að njóta leiðsagnar hans. Ég leit á þetta sem vísitasíu. Það er ein af framskyldum biskups að vísitera söfnuðina og þarna við miðbaug á íslenska kirkjan dóttursöfnuði. Þetta hefur oft verið sagt en í rauninni áttaði ég mig á þvi þegar þangað suður eftir var komið að þetta er í alvörunni svo. Fólkið þarna lítur þannig á málin og hafði oft orð á því og bað mig um að flytja kveðjur móðurkirkjunni á íslandi. Þetta snart mig mjög mikið.“ Er ekki nóg að gera á íslandi? Þurfum við að fara til annarra þjóða? „Það er nóg að gera á íslandi. Þegar horft er yflr víðara svið gerir maður sér hins vegar ljóst að akur kirkjunnar er víðari en bara á íslandi. Það er kirkjunni afar hollt. Við erum kristin á íslandi í dag Við höfum gjarna litið á okkur sem veitendur og höfum komið í okkar vestræna yfirlæti með alla okkar yfirburði og auð en við erum piggjendur líka.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.