Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 18
Rætt við Pip Wilson, framkvæmdastjóra KFUM í Romford á Englandi, um starf meðal unglinga að er ekki algengt nú á dögum að sjá menn um sextugt í unglingastarfi. Siðustu dag- ana í janúar dvaldi hér á landi Pip Wilson, framkvæmdastjóri KFUM í Romford á Englandi, og hélt hann námskeið á vegum Biblíuskólans við Holtaveg. Bjarmi fékk að fljóta með í útsýnisferð með Pip einn föstudagseftir- miðdag og forvitnast um manninn og starfið sem hann er í forsvari fyrir. Þá kom í ljós að hann á ým- islegt sameiginlegt með áfanga- stöðum okkar í þetta skiptið, Gull- fossi og Geysi. „Ég er falleg manneskja,“ segir Pip Wilson þegar ég bið hann um að segja mér eitthvað um sjálfan sig. „Ég trúi þvi að ég sé falleg mann- eskja en ég var orðinn fertugur þegar það laukst upp fyrir mér. Fram að þeim tíma var ég að hafa áhyggur af því hvernig ég gæti orð- ið öðruvísi en ég er. Ég vildi vera grannur í stað þess að vera feitur, ég vildi vera menntaður í stað þess að vera heimskur, ég vildi líta vel út í stað þess að vera ljótur og svo framveg- is. Þótt ég hafi orðið kristinn þegar ég var tuttugu og eins árs uppgötvaði ég það ekki fyrr en ég var orðinn fertugur að Guð tekur mér eins og ég er. Guð elskar mig nákvæmlega eins og ég er og þrátt fyrir það hvemig ég er. Guð elskar hverja manneskju nákvæmlega eins og hún er. Þetta ferli í lííi mínu hefur verið mér mjög mikilvægt og ræður miklu um það hver ég er. Það hefur líka skipt miklu máli varðandi þær aðferðir sem ég nota í starfi minu með ungu fólki. í þrjá- tíu ár hef ég unnið með fólki sem hefur átt við erfiðleika að stríða og jafnvel verið skaddað á ýmsan hátt. Sú vinna hefur krafist þess af mér að ég spyrði sjálfan mig út frá hverju ég ætlaði að ganga. Ég vil ganga út frá því að allir menn séu fal- legar manneskjur (beautiful human per- sons). Ég trúi þvi að Guð líli á sköpun sína og hugsi: Það sem ég gerði var gott. Þannig vil ég líta á sjálfan mig og aðra. Það eru allir mikilvægir í augum Guðs og það er hlutverk okkar að elska fólk og vera fulltrúar Guðs hér á jörðinni. Að öðru leyti má segja um sjálfan mig að ég er unglingastarfsmaður fyrir KFUM í Romford.“ Hvemig starjar KFUM í Romford? „KFUM í Romford er eitt af tvö hundruð KFUM-félögum á Englandi. Það hefur 5500 félags- menn, 140 launaða starfsmenn og um 200 sjálfboðaliða. Við erum staðsett í austurhluta London þar sem um hálf milljón manna býr. Félagið hefur starfað í yfir 90 ár. Til að byrja með var þar aðeins lítil bygging en íyrir þrjátíu árum var byggð ellefu hæða blokk, meðal annars með íþróttaaðstöðu og kapellu. Ég varð framkvæmdastjóri KFUM í Romford fyrir þrettán árum og það hefur verið mitt hlutverk að móta hugmyndafræðina og markmið félagsins. Hugmynda- fræði KFUM snýst um fólk — að elska fólk. Við, eins og önnur KFUM-félög, leggjum áherslu á líkama, sál og anda og trúum því að maðurinn sem heild þurfi að vaxa. Menn þurfa að stunda einhvers konar líkamsrækt til þess að líkaminn verði ekki rekald, þjálfa sálina

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.