Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 26
Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir Auppvaxtarárum mínum ferðaðist ég mikið með foreldrum mínum um landið. Faðir minn starf- aði þá við að kanna ör- yggi vinnuvéla í fyrirtækjum og frysti- húsum. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann verið á gistiheimili heldur var alltaf legið í tjaldi. Á þessum árum voru mín fyrstu skref tekin í að kynnast og njóta íslenskrar náttúru. Ég man vel eftir þegar við pabbi vorum að þvo okkur í læknum og hann dásamaði svo íslenska fjallavatnið. Hann skolaði andlit sitt upp úr ísköldu vatninu og sagði hátt og skýrt „aaahh“ um leið og hann benti mér á hversu rík við værum að geta gert þetta úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Við áttum margar yndislegar stundirnar í litla, hvíta tjaldinu með lausa botninum og reimuðu að framan. í minningunni eru það einungis góðviðrisdagar sem koma upp í hugann. Yfir vetrartimann var nokkrum kvöldum varið í að bjóða heim vinum og kunningjum til að skoða myndir frá ferðum liðins sumars. Þá gat fólk setið löngum stundum og dásamað myndir af litlum blómaklasa sem umkringdur var af steinum og sandi frá háfjöllum ís- lands. Eg gat ekki alveg skilið þetta þá þar sem þetta fólk var yflirleitt búið að fara margar ferðir til útlanda og sjá alla dýrðina sem þar var af gróðri, bæði trjám og plöntum. Seinna þegar ég eltist og fór að stunda göngur um islensk fjöll og jökla skildi ég þetta betur. Það er dá- samleg tilfinning að koma þreyttur og jafnvel sveittur að einu litiu blómstrandi blómi inn í miðri eyðimörkinni. Maður fyllist krafti að sjá slíka fegurð. Litimir i blóminu verða sterkari en nokkru sinni og það er eins og maður hafi ekki séð neitt fegurra. Það sama má segja þegar ég les I. Korintubréf 13 þar sem talað er um kærleikann. Mér verður orðafátt og ég fyllist lotningu. Það er sama hversu fær ég er og hefði alla þekking en ætti ekki kærleika væri ég ekkert. Þó svo ég gæfi allar eigur mínar en hefði ekki kærleika væri ég engu bættari. í starfi mínu sem hjúkrunarfræðing- ur á Barnaspítala Hringsins þar sem skjólstæðingar minir eru oft óttaslegnir foreldrar, er þessi kafli í Korintubréfinu mér ofarlega i huga og mikil áminning. Kaílinn segir okkur mjög skýrt að það er sama hvað við gerum, ef við eigum ekki þennan kærleika er allt annað til ónýtis gert. Það er óvfða jafnmikilvægt og þar sem annast á veik böm að sýna skjól- stæðingunum kærleika og ljúft viðmót. Kærleikurinn getur læknað hrjúf sár. Allir heilbrigðisstarfsmenn hafa ein- hvem tíma upplifað slíkt og einnig hið gagnstæða þegar óvarlegt tal getur snú- ið hlutunum á hvolf hjá fólki og gert því eftirmálann erfiðari og jafnvel tafið fyrir heimferð og lækningu. Hjúkrunarfræð- ingar á Barnaspítala Hringsins sjá hversu mikilvægt það er fyrir bamið að foreldramir séu í góðu jafnvægi. Það er ekki einsdæmi að sjá framför hjá barni sem á foreldra sem eru í jafnvægi vegna þess að það hefur fengið þá umönnun sem það þarfnast. Auðvitað gela heil- brigðisstarfsmenn ekki alltaf fært góðar fréttir en þeir geta alltaf sýnt kærleika og umhyggju. Ef við höldum áfram að lesa kaílann er kærleikanum nákvæmlega lýst. Kær- leikurinn er langlyndur, góðviljaður, öf- undar ekki, hann reiðist ekki, hann samgleðst sannleikanum. Þessi lýsing er sterk og sönn en líklega getur enginn maður alltaf sýnt og borið merki kær- leikans á lofti. Því miður erum við öll breysk og hrösum á svellinu og það ger- ist því miður ekki bara einu sinni held- á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.