Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bjarmi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bjarmi

						Kári Geirlaugsson
100 ára afmælismdt
Gídeonfélaga f Nashville 1999
„ ... til þess að heimurirLn viti Jóri. 1 7:23 "
Það voru alls tólf manns sem
hugðust leggja land undir fót
og halda til Ameríku á Gídeon-
mót í Nashville í Tennessee, í
tilefni af 100 ára afmæli Gídeonfélagsins.
Það voru þau Geir Jón Þórisson forseti
Gideonfélaganna á íslandi, Inga Trausta-
dóttir eiginkona hans, Jógvan Purkús
framkvæmdastjóri Gídeonfélaganna á ís-
landi, Rósa Magnúsdóttir eiginkona
hans, hjónin Gunnar Bjarnason og Krist-
ín Sverrisdóttir, Sveinbjörg Arnmunds-
dóttir, Kári Geirlaugsson, Anna Jóhanna
Guðmundsdóttir eiginkona hans, dætur
þeirra, þær Erla Björg og Rannveig, og
Kjartan Ólafsson unnusti Erlu Bjargar.
Lagt var af stað frá Leifsstöð sunnu-
daginn 11. júlí kl. 16.30. Stefnan var
tekin á borgina Minneapolis í Minnesota,
þar sem dveljast skyldi í sumarfríi í eina
viku fyrir Gídeonmótið. Flugið tók sex
klukkustundir en þar sem tímamismun-
ur var fimm klukkustundir lentum við
kl. 17.30 að staðartíma. Bílaleigubílar
biðu okkar á ílugvellinum í Minneapolis
og áttu þeir að sjá um að koma okkur
milli staða þessa viku. Geir Jón og Kári
gerðust bílstjórar hópsins og var ábyrgð
þeirra mikil því að þeirra beið hið erfiða
hlutverk að hlýða skipunum eiginkvenna
sinna sem vitanlega tóku að sér að vísa
veginn, vopnaðar landakortum og vegvís-
um. Gekk á ýmsu á þeim vigstöðvum en
það hafði sem betur fer alltaf farsælan
endi. Það er skemmst frá því að segja að
dvölin í Minneapolis var ánægjuleg í alla
staði.
Sjálft Gídeonmótið var svo haldið í
Nashville í Tennessee, þeirri frægu borg
sveitatónlistar, nánar tiltekið á
Opryland-hóteli. Mótið fór fram dagana
19.-25. júlí en þangað komum við degin-
um fyrr, eða þann 18. júlí eftir tveggja
klukkustunda flug frá Minneapolis. Okk-
ar beið vitanlega móttökunefnd Gídeon-
félaga og var notalegt að sjá Gídeonmerk-
ið blasa við um leið og við komum inn í
móttökusal flugvallarins. Farið var með
okkur á hótelið sem var í u.þ.b. hálftíma
akstursfjarlægð frá flugvellinum.
Geir Jón heldur á spjaldinu, Kári, Jógvan og
Gunnar.
Það ríkti að sjálfsögðu mikil eftirvænt-
ing yfir að fá að sjá hótelið sem við höfð-
um heyrt svo mikið talað um en hótel
þetta er það annað stærsta í Ameríku.
Það fyrsta sem við sáum þegar við nálg-
uðumst hótelið voru tvær stórar sund-
laugar með fjölda sólarbekkja og 18
holu golfvöllur sem tilheyrði hótelinu.
Við litum sundlaugamar hýru auga því
að úti var um 40 stiga hiti og við þráð-
um ekkert eins heitt og að komast í kalt
bað. Gestamóttakan var risastór með
yfir 20 afgreiðsluborðum og við
komumst að því síðar að þetta var ekki
eina gestamóttakan á hótelinu. Kannski
eins gott því að á hótelinu voru 2.883
herbergi, þar af 200 svítur sem sumar
voru með píanóflyglum og arineld. Her-
bergin sem sneru inn í garðinn höfðu
svalir með útsýni yfir þrjá garða. í gegn-
um þá rann fljót og á því sigldi bátur
sem tók 25 manns. í görðunum voru
fossar og vatnsorgel sem leikið var á
nokkrum sinnum á dag.
Eftir að við höfðum fengið lyklana að
herbergjunum beið okkar það erfiða
hlutverk að finna þau og þá litum við
þessa dýrð. Og því líkt og annað eins
höfðum við aldrei séð! Okkur datt í hug
að þetta líktist helst Paradís, þar sem í
Biblíunni segir: „í húsi föður míns eru
mörg híbýli," en hugsuðum síðan að
sjálfsagt yrði enn stórkostlegra þar.
Herbergin ollu ekki vonbrigðum og við

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40