Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 27
77 Bjarni Randver Sigurvinsson í Vadlaheiöinni Þaó er vel við hæfi á áramótum aó líta yfir farinn veg og huga aó framtíóinni. Flestir fagna slíkum tímamótum og nota tækifærió til aó óska sínum nánustu vel- farnaóar. Meó það í huga hefur fjöldi ung- menna á Akureyri kveikt undanfarin ár oró- in Jesús lifir“ í Vaðlaheióinni handan vió komió ártalinu fyrir í heiðinni frá 1967. Þorsteinn Pétursson lögreglumaóur á Akur- eyri fékk þá hugmynd svo árið 1984 aó skrá oróin Jesús lifir“ meó þessum hætti, en hann hafði lengi starfað sem skáti og þekkti starfsaðferðir þeirra. Sonur hans, Pétur Björgvin Þorsteinsson, kom hug- ,Jesús lifir“ er góður boóskapur á tímamótum. Hér blasa orðin við Akureyringum um áramót. Eyjafjörðinn gegnt bænum. Þannig hafa þau í senn fagnaó upprisu Jesú Krists og minnt bæjarbúa á þaó sem mestu máli skiptir varðandi fortíðina og framtíðina, sigur hans yfir dauóanum og gjöf eilífs lífs til samfélags vió hann. Upphafió Til margra ára hefur það verió til siðs á Ak- ureyri aó kveója gamla árió og fagna því fýja meó því aó skjóta upp flugeldum og fylgjast meó skátunum tendra ártölin í Vaðlaheióinni. Þannig er gamla ártalið kveikt nokkrum mínútum fyrir áramótin en því breytt um leió og nýja áriö gengur í garó. Siglfiróingar komu upphaflega þess- ari hefó á í bæjarfélagi sínu en hún var síö- ar tekin upp á Akureyri og hafa skátarnir ÍESU^I. 'Í IR /} / V, ' :x ,1», ^ST j.. myndinni á framfæri og var hún þegar framkvæmd þá um áramótin. Allar götur síóan hafa meólimir úr KFUM&K staóió fyrir þessu verki, en undanfarin ár hafa einnig nokkrir hvítasunnumenn, hjálpræó- ishermenn og bræóur úr Sjónarhæðarsöfn- uóinum tekió þátt í því. Fyrstu fimm árin stjórnuóu Jón Ágúst Reynisson, Jóhannes Valgeirsson og Sverrir Pálmason uppsetn- ingu oróanna, en síóan 1990 hefurjóhann Þór Sigurvinsson haft forgöngu og umsjón með verkinu ásamt Ágústi Böóvarssyni í nokkur skipti. Aðferðin Þorsteinn Pétursson kom meó þá hug- mynd aó mynda hvern bókstaf meó fjölda plastbrúsa, sem fylltir væru af sagi og stein- olíu hellt yfir, en ártöl skátanna eru mynd- uó með logandi kartöflupokum fylltum bensínvættum hampi. Samkomulag var gert vió einn af bændunum um aó koma brúsunum fyrir í fjallshlíóinni á landi hans, en oröin Jesús lifir" eru 24 metrar á hæð og hátt í 200 metrar á lengd. Árla morguns á gamlársdag er efnivióurinn fluttur frá veginum upp fjallshlíöina, sem er alltíma- frekt ef snjósleói er ekki til taks. Þá er mælt út fyrir stöfunum, brúsunum komiö fyrir og þeir fylltir af sagi eða sagkubbum og bleyttir steinolíu. Ef þátttakendurnir eru nægilega margir tekur verkió aóeins fáeina klukkutíma og komast flestir heim upp úr hádegi. Um kvöldió er svo haldið á ný upp fjallshlíðina og kveikt í kyndlum skömmu fyrir miðnætti. Hver þátttakandi heldur síðan niður eftir bókstöfunum og kveikir í brúsunum meó kyndlunum. Þessi aöferð hefur reynst bæói hagnýt og kostnaðarlítil, en kostnaðurinn um síóustu áramót reynd- ist um 5000 kr. og fór aó mestu í hampinn á kyndlana. Brúsarnir, sagið og sagkubbarnir hafa hins vegar ávallt verió gefnir. Þetta er þó aóeins gert ef nægur snjór er til staðar og ekki of hált, en í þau fáu skipti sem snjólaust hefur ver- ió um áramótin eða svellalög hafa oróin Jesús lifir“ ekki verói tendruó. Framtíóin Þrátt fýrir lítinn tilkostnað má búast við því, aó orðin verði ekki framar kveikt í Vaðlaheióinni sökum þess hversu tímafrekt verkió hefur reynst í seinni tíó. Þátttakend- unum hefur fækkað ár frá ári, enda flestir fluttir úr bænum eóa komnir með fjölskyld- ur. Síðast gátu þannig aóeins um 8 manns tekið þátt, en 20 þátttakendur eru nauó- synlegir eigi verkið aó ganga greiólega. Hvaó svo sem síóar veróur þótti við hæfi aó hefja árið 2000 meó hvatningunni Jesús lifir".

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.