Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 30
„Fúsir aó fyrirgefa“ Eftirlætis ritningarstaðurinn minn Jón Baldursson Undanfarin misseri hefur leitaó mjög á huga minn ýmislegt sem snertir náöina. Hér vil ég sérstak- lega taka til þess, sem Páll skrifar Efesusmönnum: „Verió góóviljaóir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til aö fyrirgefa hver öórum eins og Guó hefur í Kristi fyrirgefió yóur“ (Ef. 4:32). Þennan texta er vert aö staldra vió ýmissa hluta vegna. Hér er leiðbeint um atriói sem okkur veitist flestum auðvelt aó flaska á. Þar er reyndar ekki leióum að líkjast því vinur vor, postulinn breyski, var einmitt að glíma vió þetta sama þegar hann spurói Drottin: „Herra, hve oft á ég aó fýrirgefa bróóur mínum, ef hann misgjörir vió mig? Svo sem sjö sinnum?“ (Mt. 18:21). Þannig hafa kristnir menn sem heiðnir glímt um aldir vió hina innbyggóu tregóu mannsins til aó fýrirgefa. Einhvern veginn er okkur svo miklu eðlilegra að leggja fæó á þann sem gerir á hluta okkar og reyna aó minnsta kosti aó láta honum líöa illa yfir misgjöró sinni. Ber honum ekki hvort sem er aó iðrast syndar sinnar? Og ef Guó fær honum ekki vióeigandi hirtingu get ég bara reynt aó gera þaö sjálfur. En svar Jesú við spurningu Péturs þarf aó vera öllum kunnugt: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö“ (Mt. 18:22). Efþú, lesandi góóur, ert nú í huganum að reyna að reikna út 70x7, þá hefur þú misskilió boóskapinn! En Páll útskýrir einmitt nánar í versinu úr Efesusbréfinu hvaó hér er átt við. Okk- ur ber aó fýrirgefa hvert öðru eins og Guö hefur í Kristi fýrirgefió okkur. Hyggjum nú vandlega aó því aó hér er ekki far- ió fram á neitt smáræói. Hversu mikió hefur Guó á sig lagt til aó fýr- irgefa okkur? Lagt einkason sinn í sölurnar fyrir málstaóinn, hvorki meira né minna. „Guó setti hann fram, að hann með blóói sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa“ (Rm. 3:25). Ef þú átt börn, lesandi góó- ur, þá getur þú velt fyrir þér hvaó þetta þýóir. Gætir þú hugsaó þér aó til aó fýrirgefa náunga þínum þyrftir þú aö fórna eigin barni? Fyrir ykkur hin, sem engin eigiö börnin, er vert aó reyna aó finna samsvörun í því fólki sem þió teljió dýrmætast í lífi ykkar. í kjölfarió á leióbeiningu meistarans til Péturs fýlgir kunn dæmisaga um þjóninn sem skuldaði konungi sínum stórfé en grátbaó um miskunn og fékk skuldina gefna upp þar eó herra hans vorkenndi honum. Sami þjónn ætlaói hins vegar aó innheimta af fullri hörku smáskuld sem hann átti inni hjá samþjóni sínum. Er konungurinn komst aó því lét hann steypa hinum illa þjóni í dýflissu og átaldi hann harólega fýrir miskunn- arleysió (Mt. 18:23-35). Þannig er mörgum okkar því mióur einnig farió jafn- vel þótt viójátum trú á Krist. Eftil vill höfum vió fallió [ þá gildru villunnar að halda að með því aó eignast trúna séum við ekki lengur syndug svo teljandi sé og þurfum þá ekki heldur ýkja mikla fyrirgefningu til handa okkur sjálfum. En þá sannast fljótt á okkur, aó „... sá elskar lítiö sem lítió er fýrirgefió" (Lk. 7:47) og aórir finna það fljótt aó frá okkur stafar lítill kærleikur. Og ef vió getum síóan ekki fýrirgefió öórum vegna þess aó við gleymum aó gefa þeim af þeirri miklu gjöf, sem Drottinn hefur fært okkur í sinni fýrirgefningu, eóa við höfum ekki áttaó okkur á aó taka á móti henni, þá tekur hatrió, sem er andstæóa kærleikans, sér bólfestu í hjarta okkar og eitrar lífiö fýrir okkur. Andstæðan er sá mikli léttir sálarinnar sem hlotnast þeim er fýrirgefur öórum. „Einn deyr í mestu velgengni, fullkomlega áhyggju- laus og ánægóur ... Og annar deyr með beiskju í huga og hefur aldrei notió hamingjunnar“ (Jb. 21:23-25). Höfum vió ekki öll kynnst fólki sem yfirleitt er meó skeifu á munninum og samanbitnar varir? Höfum við kannski verió þannig sjálf? Ef til vill er enn óhugnanlegra aö slíkt getur eitraó út frá sér. „Hafió gát á, aö enginn missi af Guös náð, aó engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af‘ (Heb. 12:15). Getur verið aó heil samfélög kristinna manna geti þannig spillst vegna þess aó náó Guós fær ekki aó bera ávöxt í fýrirgefningu? Þaö er ekki lítill ábyrgóarhlutur aó fara meö aóra eins gjöf og náó Guós er. Sú gjöfvar aldrei ætluó til aó veróa kyrrsett í fórum okkar hvers og eins heldur eig- um við aó gefa af henni sem ríkulegast. Minnumst þess aó vegna náóar Guðs er fagnaóarerindið nefnt svo. Hlýóum aö lokum á sama höfund og ritaói pistilinn sem vió byrjuóum á. Þaó er af ærinni ástæóu sem hann brýndi fyrir lærisveini sínum: „Styrkst þú þá, sonur minn, í náöinni, sem fæst fýrir Kristjesú" (2. Tm. 2:1). Jón Baldursson eryfirlœknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.