Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 8
Rætt vió Jónas Þóri Þórisson um ástandið fyrir botni Miðjaróarhafs og starf Hjálparstarfs kirkjunnar í Palestínu. „Viö tökum fyrst og fremst afstöðu gegn mannréttindabrotum, illsku og yfirgangia Viótal: Gunnar J. Gunnarsson Israel og Palestína hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarna ma'nuði vegna þess hörmulega ástands sem þar hefur ríkt. Sjálfsmorðsárásir Palestínumanna hafa vakið óhug og mörgum hef- ur ofboðið framganga ísraelshers. Svo virðist sem spennan milli Israela og Palestínumanna sé óleys- anleg og fátt gefur vonir um frið. Hér á Islandi fýlgist fólk með úr fjarska og reynir að mynda sér skoðun á málum og töluverðar umrœður hafa átt sérstað í fölmiðlum. Hjálparstarfkirkjunnarhef- ursent fólk á ófriðarsvœðin i Palestínu og fljótt á litið virðist það geta verið eldfimt. Bjarma lék þvi forvitni á að vita um ástœður þess og tilgang og rœddi við Jónas Þóri Þórisson, framkvœmdastjóra Hjálparstarfsins, um málið ogástandið fýrirbotni Miðjarðarhafs. Hann var fýrst spurður um tildrög þess að Hjálparstarf kirkjunnar hóf starfsemi í Palestinu. A haustfundi hjálparstofnana kirknanna á Noróurlöndum sem haldinn var hér á landi í ágúst sl. var þetta verkefni á vegum Lútherska heimssambandsins kynnt og okkur boóió að taka þátt í því. Þátttakan fólst í því aó senda tvo fulltrúa á svæðió til aó sinna því sem vió höfum kallaó „mann- réttindavakt" en Danir hafa reyndar kosió aó kalla „kristnir leiósögumenn". Þá er um þaó aó ræóa aó þarna eru kristnir einstak- lingar sem hafa þaó hlutverk aó sýna þjáó- um samstöóu, fylgjast með því sem gerist og rétta hjálparhönd. I hverju hefur starfið verið fólgið? Meginverkefnió hefur verió að sinna hjálparstarfi. Þetta er átta manna hópur, tveir Islendingar og sex Danir, læknar, hjúkrunarfólk, guðfræóingur og blaða- kona. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hefur sinnt störfum á sjúkrahúsum, sjúkraskýlum og í sjúkrabílum. Veigamikill þáttur hefur verió aó veita þeim sióferóislegan stuóning sem starfa vió þessar hörmulegu aóstæóur og eru aó reyna aó koma slösuóu fólki til hjálpar. Okkar fulltrúar eru guófræóingur- inn og blaóakonan og þau hafa meóal ann- ars unnió aó því aó safna upplýsingum um ástandió og jafnframt sinnt neyóarstarfi í samvinnu vió kristnar kirkjur og félagasam- tök og reynt þannig aó rétta hjálparhönd eftir því sem þaó hefur verió hægt. Þau hafa einnig tekió þátt í bílalestum sem hafa reynt að koma hjálpargögnum í flótta- mannabúðir. Upphaflega var starfið eink- um hugsaó sem samstaða og félagsleg I gömlu Jerúsalem eru margar þröngar verslunargötur. Margir Arabar stunda þar verslun og lifa m.a. á þvf aó selja feróamönnum minjagripi. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.