Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 21
An unga fólksins er kirkjan bæói gömul og hrörleg! Fyrir nokkrum árum kom hingaó til lands þýskt æskulýðsfélag og tók þátt í tjaldmóti ÆSKR rétt utan vió Akureyri. Slagoróió á stuttermabolunum sem þjóóverjarnir klæddust var harla gott. Á bolunum stóó eitthvaó á þessa leió: Án okkar verður kirkjan hrörleg og gömul. Og hversu satt er þetta ekki? Kirkja sem gerir ekki sitt allra besta til aó laóa að og þráir aó taka þátt í lífi unglinga veróur innan fárra ára oróin hrörleg og gömul. En hvernig náum við til unglinga í dag? Hverjir eru möguleikar kirkjunnar á að verða að hluti af lífi unglingsins? í ferming- arfræóslunni fær kirkjan undravert tækifæri til aó ná til yfir 90% íslenskra ungmenna og virkja þá í starfi hennar. Þetta er óheyrilega dýrmætt forskot á aóra sem keppa um tómstundirnar í lífi unglinganna. Tónlistarskólar, félagsmióstöóvar og íþróttafélög tækju því eflaust fegins hendi ef yfir 90% allra unglinga í 8. bekk myndu vera hjá þeim einu sinni í viku í heilan vetur °g þar að auki gert að mæta á samveru- stund að jafnaði tíu sinnum yfir veturinn. bessi félög myndu gera hvaó sem í þeirra valdi stæði til aó sannfæra unglinganna um ágæti eigin starfsemi. En við hvað gerum við? Við gerum þeim skylt aó mæta í messu sem er ef til vill langt ffá þeirra hugmyndum um skemmtun. Þaó er líka umhugsunarvert af hverju félagsmið- stöóvarfá ekki organista til að leika á dans- leikjum hjá sér? Eóa af hverju orgel- og kóra-tónlist er bara spiluó reglulega á tveimur af um 13 útvarpsstöðvum á ís- landi? Getur verið að ungu fólki finnist önnur tónlist vera skemmtilegri? í 150. Davíðssálmi stendur: „Lofið Guð í helgidómi hans“ og að við eigum að lofa hann með ýmsum hljóðfærum, lúðrum, hörpum, gígjum, strengleik og bumbum. Nánast öll hljóðfæri sem þekkt voru á þess- um tíma eru nefnd og jafnframt er talað um aó við eigum að lofa hann með gleði- dansi! Þaó er því mikilvægt að hægt sé að gleðjast í Guðs húsi, rétt eins og þar á aó vera hægt að finna grióarstað fýrir íhugun, sorgarúrlausn og allar aðrar tilfinningar mannsins. Guðni Már Haróarson Við megum og eigum aó nota sem flest hljóðfæri og dansa gleðidans og koma til móts við unga fólkið meó sama boðskap- inn en í búningi sem höfóar til þeirra. Vissu- lega hafa söfnuðirnir verið að bregðast sterkt við þessu hin síðari ár en mun betur má ef duga skal. Það eina sem stoppar okk- ur í þessu er hugmyndaflugið, þjóðlaga-, rokk-, afró- og kvikmyndatónlist, Taizé-, U2-, gospel-, kántrý-, rapp- og djassmessur og svona mætti lengi telja. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.