Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 30
„Hvort sem ég geng eöa ligg, þá athugar þú þaöa Hugvekja eftir sr. Guömund Karl Ágústsson Hún var um tvítugt og kom til mín á skrifstofuna og sagði farir sínar ekki sléttar. „Eg veit ekki hvar ég á aó byrja. Mamma er á spítala, henni er ekki hugaó líf nema i dag eóa viku, í mánuó. Myndir þú vilja koma með mér á spítalann og biója fyrir henni. Ég trúi ekki sjálf á Guó, en ég er fermd. Viltu koma meó mér?“ Síðan töluóum vió saman nokkra stund. Þá sagói hún mér frá því aó kærastinn hennar hefói sagt sér upp og hún héldi aó hann væri meó vinkonu sinni, því að þau væru svo flóttaleg þegar hún talaói við þau. Pabbi hennar lenti í bílslysi fyrir ári. Hann var óvinnufær en samt kominn meó nýja kærustu. Honum var alveg sama um eigin- konuna á spítalanum. Hún væri búin aó liggja fyrir dauðanum í meira en ár. „Ég er alveg ráóalaus. Hvaó get ég gert? Ég er búin aó fara í meóferð og er aó reyna aó hætta aó drekka. Ég hef dópaó í mörg ár. Mér líóur alveg hræóilega, þaó þykir engum vænt um mig. Mamma er í dái og ég er bara fyrir pabba og kærustunni hans. Vínió gefur mér ekkert, enn síóur dópió. En samt togar þaó mig til sín. Hvar er Guó í öllu þessu? Af hverju er svona mikió á mig lagt?“ „Ég hélt aó þú tryðir ekki á Guó?“ spyr ég. „Trúir þú bara á hann þegar þér líð- ur illa. Er hann bara neyóarbrauó?" ,Já, mér finnst eins og ég hafi leitaó alls staóar annars staóar. Getur þú hjálpaó mér?“ „Hvaó heldur þú um Guó?“ spyr ég. „Ég veit þaó ekki, en ef hann er til finnst mér hann vera vondur. Sjáóu hvaó þaó er margt vont í heiminum. Og ef hann er til þykir honum ekkert vænt um mig,“ svaraói hún. „Hvernig veist þú þaó? Hefur þú talaó vió hann? Hefur hann sagt aó hver sem á hann trúir sleppi vió alla erfióleika?" ,Já, stendur þaó ekki einmitt einhvers staóar í Biblíunni. Mig minnir að ég hafi lesió þaó,“ segir hún æst. „Nei, þaó stendur: „Komió til mín, allir þér sem erfiói hafió og þungar byróar, og ég mun veita yóur hvíld.“ Og þaó segir líka: „Takió á yóur mitt 30 ok og lærió af mér, því aó ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuó þér fmna hvíld sálum yóar“ (Matt 11, 28-29). Það segir hvergi að vió eigum aó sleppa vió erfióleika. Heldur þaó aó Guð er meó okkur í öllum erfióleikum okkar. Því aó Guó er persónulegur Guð sem þekkir þig. Hann segist meira aó segja vita hversu mörg hár- in á höfói okkar eru. Þaó segir líka í Davíós- sálmi 139 um væntumþykju Guðs til þín. En hann segir: að ég eigi eftir að „fatta" þetta. Þetta hljómarvel. En ertu til í aó koma með mér á spítalann. Ég heyri aó þú trúir á kærleiks- ríkan Guð. Ég vona að hann taki vió mömmu þegar hún deyr. Ég er eitthvaó svo óróleg. En ég vona svo sannarlega aó þú hafir rétt fyrir þér.“ Sr. Guðmundur Karl Ágústsson er sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju. „Hvort sem ég geng eóa ligg, þá athugar þú þaó, og alla vegu mína gjörþekkir þú. Því að eigi er þaó oró á tungu minni, aó þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig“ (Sálm 139.4-5). Kristin manneskja er aldrei ein. Jafnt í myrkustu ógn og sterkustu þjáningu er Guó hjá okkur, meó okkur og í okkur. Hann þekk- ir ógn og þjáningu vel því þaó var hlutskipti hans hér á jöró. Þjáning okkar og sorg okkar getur aldrei aóskilió okkur frá Guói, aóeins fært okkur nær. Kristin manneskja lifir ávallt í skjóli kærleikans í faðmi Guós. Þó svo aó flóógáttirnar á hæóum Ijúkist upp og grundvöllur jaróarinnar skjálfi, þá óttast hún ekki um sjálfa sig. Og þó svo að jöróin öll rifni eftir endilöngu og deyi, fj þá hefur þaó ekki úr- slitaþýóingu fyrir kristna manneskju því hún hefur þaó sem er meira en líf alls. Hún hefur Guð.“ „Þakka þér fyrir, kæri prestur. Þetta er allt mjög fallegt og viróist vera gott, og ég vona r'JMW.ittiiV.U-.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.